| Sf. Gutt
Martin Skrtel yfirgaf Liverpool 2016 og hefur leikið með þremur félögum síðan. Á síðasta keppnistímabili varð hann tyrkneskur meistari með liði sem hafði aldrei áður unnið tyrknesku deildina.
Martin gekk til liðs við tyrkneska liðið Fenerbahçe þegar hann fór frá Liverpool og lék með þeim í þrjú keppnistímabil. Hann söðlaði þá um og samdi við Atalanta á Ítalíu. Hann var eina leiktíð þar áður en hann hélt aftur til Tyrklands og gerði samning við Istanbul Basaksehir. Á annarri leiktíð sinni þar varð Martin tyrkneskur meistari. Titill Istanbul Basaksehir var sannarlega sögulegur því þetta var fyrsti landstitill félagsins. Reyndar var þetta fyrsti stórtitill i sögu félagsins sem var stofnað árið 1990.
Martin Skrtel var fastamaður í meistaraliði Istanbul Basaksehir. Slóvakinn hefur nú orðið landsmeistari í tveimur löndum en 2007 varð hann Rússlandsmeistari með Zenit Saint Petersburg.
Martin varð Deildarbikarmeistari með Liverpool á leiktíðinni 2011/12. Í úrslitaleiknum gegn Cardiff City varð hann fyrstur leikmanna Liverpool til að skora á nýja Wembley. Leiknum lauk með jafntefli 2:2 en Liverpool vann í vítaspyrnukeppni. Slóvakinn spilaði 320 leiki með Liverpool og skoraði 16 mörk á árunum 2008 til 2016.
Martin er nú að ná sér eftir hásinarmeiðsli. Hann er búinn að vera einn allri besti knattspyrnumaður Slóvaka og var kjörinn Knattspyrnumaður ársins þar í landi 2007, 2008, 2011 og 2012. Martin spilaði 104 landsleiki og skoraði sex mörk. Hann er hættur að spila með landsliðinu.
TIL BAKA
Martin meistari!
Martin Skrtel yfirgaf Liverpool 2016 og hefur leikið með þremur félögum síðan. Á síðasta keppnistímabili varð hann tyrkneskur meistari með liði sem hafði aldrei áður unnið tyrknesku deildina.
Martin gekk til liðs við tyrkneska liðið Fenerbahçe þegar hann fór frá Liverpool og lék með þeim í þrjú keppnistímabil. Hann söðlaði þá um og samdi við Atalanta á Ítalíu. Hann var eina leiktíð þar áður en hann hélt aftur til Tyrklands og gerði samning við Istanbul Basaksehir. Á annarri leiktíð sinni þar varð Martin tyrkneskur meistari. Titill Istanbul Basaksehir var sannarlega sögulegur því þetta var fyrsti landstitill félagsins. Reyndar var þetta fyrsti stórtitill i sögu félagsins sem var stofnað árið 1990.
Martin Skrtel var fastamaður í meistaraliði Istanbul Basaksehir. Slóvakinn hefur nú orðið landsmeistari í tveimur löndum en 2007 varð hann Rússlandsmeistari með Zenit Saint Petersburg.
Martin varð Deildarbikarmeistari með Liverpool á leiktíðinni 2011/12. Í úrslitaleiknum gegn Cardiff City varð hann fyrstur leikmanna Liverpool til að skora á nýja Wembley. Leiknum lauk með jafntefli 2:2 en Liverpool vann í vítaspyrnukeppni. Slóvakinn spilaði 320 leiki með Liverpool og skoraði 16 mörk á árunum 2008 til 2016.
Martin er nú að ná sér eftir hásinarmeiðsli. Hann er búinn að vera einn allri besti knattspyrnumaður Slóvaka og var kjörinn Knattspyrnumaður ársins þar í landi 2007, 2008, 2011 og 2012. Martin spilaði 104 landsleiki og skoraði sex mörk. Hann er hættur að spila með landsliðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan