| Sf. Gutt
Liverpool vs West Bromwich Albion
Síðasti heimaleikurinn á því Herrans ári 2020 stendur fyrir dyrum. Árið sem fer í sögubækur af mörgum orsökum. Óþekkt farsótt kom heiminum í opna skjöldu þannig að venjubundið líf stöðvaðist eða þá fór í óþekkt horf hægagangs og óvissu. Það sama gilti um knttspyrnuna. Það mikilvægasta af því sem ekki nokkru máli skiptir!
Þetta Herrans ár var árið sem Liverpool varð Englandsmeistari í 19. sinn. Þó svo að knattsyrnan legðist í dvala rankaði hún úr rotinu þegar sumarbjört kvöld höfðu tekið við af dimmum vetrarkvöldum og á einu slíku kom óyggjandi staðfesta á Englandsmeistaratitilinn. Vegna aðstæðna var fögnuður ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér eftir biðina þó svo svo fólk fagnaði nærri Musterinu og í miðborg Liverpool. Engin sigurför um borgina. En hver einasti stuðningsmaður fagnaði af öllu hjarta og eins allir sem skipuðu meistaraliðið og komu að því.
Heimsfaraldurinn hægði vissulega á Rauða hernum en stöðvaði hann ekki. Liverpool er Englandsmeistari og það með glæsibrag!
Nú undir lok þessa einstaka árs er Liverpool í efsta sæti deildinarinnar. Haustið var erfitt og reyndar fram á vetur. Lykilmenn meiddust og meiðslalistinn lengdist dag frá degi. En með gríðarlegri samstöðu, baráttu og útsjónarsemi í liðsvali hafa meistararnir komist á toppinn á nýjan leik!
Liverpool fær West Bromwich Albion í heimsókn í síðasta heimaleik ársins. Gestirnir hafa verið í vandræðum það sem af er og nýr stjóri stjórnar liðinu í sínum öðrum leik. Liverpool vann metsigur í síðasta leik þegar Crystal Palace fékk að finna fyrir því 0:7! Þeir lánsömu 2000 áhorfendur sem fá að vera á Anfield á morgun fá ekki annan metsigur en Liverpool vinnur 3:0. Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané skora mörkin.
Gleðileg jól!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs West Bromwich Albion
Síðasti heimaleikurinn á því Herrans ári 2020 stendur fyrir dyrum. Árið sem fer í sögubækur af mörgum orsökum. Óþekkt farsótt kom heiminum í opna skjöldu þannig að venjubundið líf stöðvaðist eða þá fór í óþekkt horf hægagangs og óvissu. Það sama gilti um knttspyrnuna. Það mikilvægasta af því sem ekki nokkru máli skiptir!
Þetta Herrans ár var árið sem Liverpool varð Englandsmeistari í 19. sinn. Þó svo að knattsyrnan legðist í dvala rankaði hún úr rotinu þegar sumarbjört kvöld höfðu tekið við af dimmum vetrarkvöldum og á einu slíku kom óyggjandi staðfesta á Englandsmeistaratitilinn. Vegna aðstæðna var fögnuður ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér eftir biðina þó svo svo fólk fagnaði nærri Musterinu og í miðborg Liverpool. Engin sigurför um borgina. En hver einasti stuðningsmaður fagnaði af öllu hjarta og eins allir sem skipuðu meistaraliðið og komu að því.
Heimsfaraldurinn hægði vissulega á Rauða hernum en stöðvaði hann ekki. Liverpool er Englandsmeistari og það með glæsibrag!
Nú undir lok þessa einstaka árs er Liverpool í efsta sæti deildinarinnar. Haustið var erfitt og reyndar fram á vetur. Lykilmenn meiddust og meiðslalistinn lengdist dag frá degi. En með gríðarlegri samstöðu, baráttu og útsjónarsemi í liðsvali hafa meistararnir komist á toppinn á nýjan leik!
Liverpool fær West Bromwich Albion í heimsókn í síðasta heimaleik ársins. Gestirnir hafa verið í vandræðum það sem af er og nýr stjóri stjórnar liðinu í sínum öðrum leik. Liverpool vann metsigur í síðasta leik þegar Crystal Palace fékk að finna fyrir því 0:7! Þeir lánsömu 2000 áhorfendur sem fá að vera á Anfield á morgun fá ekki annan metsigur en Liverpool vinnur 3:0. Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané skora mörkin.
Gleðileg jól!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan