| Sf. Gutt
Jólahrotan þetta árið hófst með því að Liverpool gerði aðeins 1:1 jafntefli við West Bromwich Albion á Anfield Road. Liverpool heldur toppsæti deildarinnar með þrjú stig í forskot en þau hefðu átt að vera fimm.
Liverpool stillti upp sínu sterkasta liði. Þó var ein breyting nauðsynleg eftir metsigurinn á Crystal Palace. Naby Keita var meiddur enn eina ferðina en hann spilaði mjög vel á móti Palace. Curtis Jones kom inn í liðið.
Eins og við var að búast stillti W.B.A. upp í vörn og svo sem eðlilegt. Ef Sam Allardyce, sem var að stjórna W.B.A. í annað sinn, kann eitthvað þá er það að stilla upp í vörn. Liverpool hafði boltann eins og þeir vildu og hver sóknin rak aðra. Meistararnir brutu ísinn á 12. mínútu. Joël Matip sendi fallega inn í vítateiginn á Sadio Mané sem tók boltann með sér með brjóstkassanum og smellti honum svo út við stöng vinstra megin. Vel gert. Liverpool sótti án afláts til leikhlés en án þess að skapa verulega hættuleg færi. Staðan 1:0 í hálfleik.
Strax í upphafi síðari hálfleiks átti Jordan Henderson skot rétt við vítateiginn sem fór rétt framhjá. En svo fóru gestirnir að láta á sér kræla. Í fyrsta sinn í leiknum fóru þeir að bera það við að sækja! Liverpool varð fyrir áfalli á 60. mínútu þegar Joël þurfti að fara meiddur af velli. Ekki í fyrsta skiptið! Rhys Williams leysti hann af.
Fimm mínútum síðar átti Mohamed Salah skalla yfir úr góðu færi og hefði hann átt að hitta markið. Sjö mínútum seinna komst Karlan Grant fram völlinn og inn í vítateig en Alisson varði vel. Nú leið að leikslokum og illur grunur læddist að mörgum að gestirnir myndu ná að jafna. Það gerðist þegar átta mínútur voru eftir. Semi Ajayi náði þá að skalla í mark eftir fyrirgjöf frá hægri. Markið hefði reyndar ekki átt að standa því Semi hélt Fabinho Tavarez niðri þegar hann skallaði boltann. Furðulegt að það skyldi ekki hafa skoðað!
Leikmenn Liverpool vöknuðu upp við illan draum og reyndu að ná sigurmarki undir lokin. Mínútu fyrir leikslok sendi varamaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fyrir á Roberto Firmino sem náði góðum skalla sem stefndi neðst í hornið en Sam Johnstone náði að henda sér niður og verja í horn. Frábær markvarsla og hún tryggði WBA stig.
Liverpool lék vel á köflum í fyrri hálfleik en gaf eftir í þeim síðari og því fór sem fór. Líkt og á móti Fulham á dögunum fór Liverpool illa að ráði sínu gegn liði sem er við botn deildarinnar og það er ekki nógu gott. Liverpool hefði átt að vera með fimm stiga forystu en þrjú stig er betra en ekkert. Englandsmeistararnir eru þó á toppnum og það skiptir öllu!
Mark Liverpool: Sadio Mané (12. mín.).
Mark West Bromwich Albion: Semi Ajayi (82. mín.).
Gult spjald: Dara O'Shea.
Áhorfendur á Anfield Road: 2.000.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var mjög góður í fyrri hálfleik og varnarmenn WBA áttu í miklum vandræðum með hann. Sadio náði reyndar lítið að ógna eftir hlé.
Jürgen Klopp: Strákarnir eru eiginlega mest reiðir út í sjálfa sig því þeir vita að þetta var ekki fullkominn leikur hjá þeim. En svona er þetta. Svo er næsti leikur eftir þrjá daga.
- Þetta var síðasti heimaleikur Liverpool á árinu 2020.
- Liverpool tapaði ekki einum einasta deildarleik á heimavelli á árinu.
- Þetta er þriðja árið í röð sem Liverpool tapar ekki deildarleik. Það er nýtt félagsmet.
- Liverpool hefur nú leikið 66 deildarleiki í röð án taps á Anfield.
- Sadio Mané skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni.
- Fabhino Tavarez lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað þrjú mörk.
TIL BAKA
Slæmt jafntefli
Jólahrotan þetta árið hófst með því að Liverpool gerði aðeins 1:1 jafntefli við West Bromwich Albion á Anfield Road. Liverpool heldur toppsæti deildarinnar með þrjú stig í forskot en þau hefðu átt að vera fimm.
Liverpool stillti upp sínu sterkasta liði. Þó var ein breyting nauðsynleg eftir metsigurinn á Crystal Palace. Naby Keita var meiddur enn eina ferðina en hann spilaði mjög vel á móti Palace. Curtis Jones kom inn í liðið.
Eins og við var að búast stillti W.B.A. upp í vörn og svo sem eðlilegt. Ef Sam Allardyce, sem var að stjórna W.B.A. í annað sinn, kann eitthvað þá er það að stilla upp í vörn. Liverpool hafði boltann eins og þeir vildu og hver sóknin rak aðra. Meistararnir brutu ísinn á 12. mínútu. Joël Matip sendi fallega inn í vítateiginn á Sadio Mané sem tók boltann með sér með brjóstkassanum og smellti honum svo út við stöng vinstra megin. Vel gert. Liverpool sótti án afláts til leikhlés en án þess að skapa verulega hættuleg færi. Staðan 1:0 í hálfleik.
Strax í upphafi síðari hálfleiks átti Jordan Henderson skot rétt við vítateiginn sem fór rétt framhjá. En svo fóru gestirnir að láta á sér kræla. Í fyrsta sinn í leiknum fóru þeir að bera það við að sækja! Liverpool varð fyrir áfalli á 60. mínútu þegar Joël þurfti að fara meiddur af velli. Ekki í fyrsta skiptið! Rhys Williams leysti hann af.
Fimm mínútum síðar átti Mohamed Salah skalla yfir úr góðu færi og hefði hann átt að hitta markið. Sjö mínútum seinna komst Karlan Grant fram völlinn og inn í vítateig en Alisson varði vel. Nú leið að leikslokum og illur grunur læddist að mörgum að gestirnir myndu ná að jafna. Það gerðist þegar átta mínútur voru eftir. Semi Ajayi náði þá að skalla í mark eftir fyrirgjöf frá hægri. Markið hefði reyndar ekki átt að standa því Semi hélt Fabinho Tavarez niðri þegar hann skallaði boltann. Furðulegt að það skyldi ekki hafa skoðað!
Leikmenn Liverpool vöknuðu upp við illan draum og reyndu að ná sigurmarki undir lokin. Mínútu fyrir leikslok sendi varamaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fyrir á Roberto Firmino sem náði góðum skalla sem stefndi neðst í hornið en Sam Johnstone náði að henda sér niður og verja í horn. Frábær markvarsla og hún tryggði WBA stig.
Liverpool lék vel á köflum í fyrri hálfleik en gaf eftir í þeim síðari og því fór sem fór. Líkt og á móti Fulham á dögunum fór Liverpool illa að ráði sínu gegn liði sem er við botn deildarinnar og það er ekki nógu gott. Liverpool hefði átt að vera með fimm stiga forystu en þrjú stig er betra en ekkert. Englandsmeistararnir eru þó á toppnum og það skiptir öllu!
Mark Liverpool: Sadio Mané (12. mín.).
Mark West Bromwich Albion: Semi Ajayi (82. mín.).
Gult spjald: Dara O'Shea.
Áhorfendur á Anfield Road: 2.000.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn var mjög góður í fyrri hálfleik og varnarmenn WBA áttu í miklum vandræðum með hann. Sadio náði reyndar lítið að ógna eftir hlé.
Jürgen Klopp: Strákarnir eru eiginlega mest reiðir út í sjálfa sig því þeir vita að þetta var ekki fullkominn leikur hjá þeim. En svona er þetta. Svo er næsti leikur eftir þrjá daga.
Fróðleikur
- Þetta var síðasti heimaleikur Liverpool á árinu 2020.
- Liverpool tapaði ekki einum einasta deildarleik á heimavelli á árinu.
- Þetta er þriðja árið í röð sem Liverpool tapar ekki deildarleik. Það er nýtt félagsmet.
- Liverpool hefur nú leikið 66 deildarleiki í röð án taps á Anfield.
- Sadio Mané skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni.
- Fabhino Tavarez lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað þrjú mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan