| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tveir í röð !
Liverpool vann góðan sigur á West Ham 1-3. Menn hrukku ekki í gang fyrr en í seinni hálfleik og Mo Salah sýndi snilli sína.
Það er varla hægt að byrja umfjöllun um leik á þessu tímabili nema að minnast á meiðsli. Nú var það Sadio Mané sem gat ekki verið með vegna smávægilegra vöðvameiðsla sem hann hlaut í síðasta leik. Eitthvað sem er ekki alvarlegt að sögn Jürgen Klopp en nógu alvarlegt til að koma í veg fyrir þátttöku hans í leiknum. Bobby Firmino var svo settur á bekkinn og fremstu þrír voru því Xerdan Shaqiri, Divock Origi og Mo Salah. Miðjan var óbreytt frá síðasta leik og Nat Phillips kom svo inn í stað Joel Matip í vörnina sem var að öðru leyti óbreytt líka.
Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur á að horfa í sannleika sagt. Liverpool auðvitað mun meira með boltann en ógnin var ansi lítil uppvið vítateig Hamranna, eitthvað sem við könnumst óþægilega mikið við í undanförnum leikjum. Divock Origi fékk tvisvar sinnum ágæta sendingu inná teiginn en hann náði ekki að gera sér mat úr því, enda með varnarmann í sér og færið þröngt í bæði skiptin. Í seinna skiptið sem þetta gerðist var það reyndar eftir glæpsamlega góða sendingu frá Thiago. Hinumegin áttu heimamenn kannski eitt markvert færi sem hægt er að minnast á þegar Fornals átti skot í teignum en James Milner komst fyrir það og Andy Robertson skallaði svo frá. Semsagt, 0-0 í hálfleik og lítið að frétta. Ef eitthvað var hægt að taka ánægjulegt úr þessum fyrstu 45 mínútum þá var það frammistaða Nat Phillips sem var ansi traustur.
Framan af seinni hálfleik var sama pattstaða en færin urðu þó aðeins betri. Fyrst átti Origi góða rispu upp vinstri kantinn, hann sendi fyrir markið þar sem Salah var mættur og skaut að marki en Cresswell komst því miður fyrir boltann. Michail Antonio fékk svo ansi fínt skotfæri í teignum hinumegin en hann lúðraði boltanum framhjá markinu. Curtis Jones var kynntur til leiks á 57. mínútu og hann lét að sér kveða alveg um leið. Hann vann boltann á miðjunni og hélt honum af harðfylgi, kom honum út til vinstri á Salah sem lék inní teiginn, varnarmenn pressuðu ekki nóg og hann náði að skapa sér nógu mikið pláss til að skjóta boltanum frábærlega í fjærhornið. Frábært mark og ísinn loksins brotinn. West Ham sóttu í sig veðrið eftir þetta en fengu annað mark í andlitið á 68. mínútu. Þeir áttu hornspyrnu sem Robertson skallaði frá, Alexander-Arnold hirti boltann fyrir utan teig, sá hlaup hjá Shaqiri á vinstri kanti og sendi hnitmiðaða sendingu til hans. Svisslendingurinn kubbslegi hikaði ekki og sendi boltann rakleiðis inná teig til Salah sem tók frábærlega við boltanum og lyfti honum svo framhjá Fabianski sem kom út á móti. Einstaklega vel útfærð skyndisókn þarna á ferð og okkar menn komnir í góða stöðu. Heimamenn virtust játa sig sigraða eftir þetta og sóttu ekki af eins miklum ákafa og fyrr. Firmino og Oxlade-Chamberlain komu inn fyrir Shaqiri og Origi og þeir hjálpuðu til við að sigla þessu heim þegar Gini Wijnaldum skoraði á 84. mínútu. Leikmenn Liverpool léku boltanum vel á milli sín sem endaði með því að Oxlade-Chamberlain kom Firmino í góða stöðu í teignum og Brasilíumaðurinn sendi beint á Wijnaldum sem átti auðvelt verk fyrir höndum. Hamrarnir náðu að klóra aðeins í bakkann með marki eftir hornspyrnu en lengra komust þeir auðvitað ekki. Lokatölur 1-3.
West Ham: Fabianski, Coufal, Dawson, Ogbonna, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen (Fredericks, 79. mín.), Benrahma, Fornals (Yarmolenko, 62. mín.), Antonio (Noble, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Balbuena, Lanzini, Diop, Martin, Johnson, Odubeko.
Mark West Ham: Craig Dawson (87. mín.).
Gul spjöld: Soucek og Rice.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Henderson, Thiago, Milner (Jones, 57. mín.), Wijnaldum, Shaqiri (Firmino, 69. mín.), Salah, Origi (Oxlade-Chamberlain, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, R. Williams, N. Williams, Tsimikas, Minamino.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (57. og 68. mín.) og Gini Wijnaldum (84. mín.).
Maður leiksins: Loksins komst Mohamed Salah á blað í markaskorun á ný og við tökum því fagnandi. Mörkin hans voru snilldarleg í alla staði og hann á skilið að vera maður leiksins að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Við sköpuðum ekki nóg í fyrri hálfleik. Við breyttum litlum hlutum í hálfleik og það borgaði sig. Við skoruðum þrjú ótrúleg mörk. Þessir strákar eru virkilega góður hópur. Þeir eru ekki ánægðir ef þeir eru ekki sigursælir, ekki að vinna leiki en þeir sýna alltaf rétta viðhorfið. Við sváfum eina nótt heima eftir leikinn við Tottenham og mættum svo aftur til London. Þetta eru tvö framúrskarandi úrslit."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa sigrað West Ham oftast allra liða í úrvalsdeildarleikjum félagsins en sigrarnir eru nú 31 talsins.
- Fjórir sigrar og eitt jafntefli er góð endurheimt frá leikjum liðsins á London leikvanginum síðan hann varð heimavöllur West Ham.
- Liverpool hafa aðeins tapað einum af síðustu 16 leikjum sínum í London (11 sigrar og fjögur jafntefli).
- Mohamed Salah varð fyrsti leikmaðurinn til að skora 20+ mörk fjórar leiktíðir í röð síðan Ian Rush gerði það (reyndar sex tímabil í röð) frá tímabilunum 1981-82 til 1986-87.
- Salah hefur til þessa skorað níu mörk gegn West Ham á úrvalsdeildarferli sínum.
- Salah er nú kominn með 15 mörk í deildinni, 21 alls á tímabilinu.
- Gini Wijnaldum 2. mark sitt í deildinni á tímabilinu.
Það er varla hægt að byrja umfjöllun um leik á þessu tímabili nema að minnast á meiðsli. Nú var það Sadio Mané sem gat ekki verið með vegna smávægilegra vöðvameiðsla sem hann hlaut í síðasta leik. Eitthvað sem er ekki alvarlegt að sögn Jürgen Klopp en nógu alvarlegt til að koma í veg fyrir þátttöku hans í leiknum. Bobby Firmino var svo settur á bekkinn og fremstu þrír voru því Xerdan Shaqiri, Divock Origi og Mo Salah. Miðjan var óbreytt frá síðasta leik og Nat Phillips kom svo inn í stað Joel Matip í vörnina sem var að öðru leyti óbreytt líka.
Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur á að horfa í sannleika sagt. Liverpool auðvitað mun meira með boltann en ógnin var ansi lítil uppvið vítateig Hamranna, eitthvað sem við könnumst óþægilega mikið við í undanförnum leikjum. Divock Origi fékk tvisvar sinnum ágæta sendingu inná teiginn en hann náði ekki að gera sér mat úr því, enda með varnarmann í sér og færið þröngt í bæði skiptin. Í seinna skiptið sem þetta gerðist var það reyndar eftir glæpsamlega góða sendingu frá Thiago. Hinumegin áttu heimamenn kannski eitt markvert færi sem hægt er að minnast á þegar Fornals átti skot í teignum en James Milner komst fyrir það og Andy Robertson skallaði svo frá. Semsagt, 0-0 í hálfleik og lítið að frétta. Ef eitthvað var hægt að taka ánægjulegt úr þessum fyrstu 45 mínútum þá var það frammistaða Nat Phillips sem var ansi traustur.
Framan af seinni hálfleik var sama pattstaða en færin urðu þó aðeins betri. Fyrst átti Origi góða rispu upp vinstri kantinn, hann sendi fyrir markið þar sem Salah var mættur og skaut að marki en Cresswell komst því miður fyrir boltann. Michail Antonio fékk svo ansi fínt skotfæri í teignum hinumegin en hann lúðraði boltanum framhjá markinu. Curtis Jones var kynntur til leiks á 57. mínútu og hann lét að sér kveða alveg um leið. Hann vann boltann á miðjunni og hélt honum af harðfylgi, kom honum út til vinstri á Salah sem lék inní teiginn, varnarmenn pressuðu ekki nóg og hann náði að skapa sér nógu mikið pláss til að skjóta boltanum frábærlega í fjærhornið. Frábært mark og ísinn loksins brotinn. West Ham sóttu í sig veðrið eftir þetta en fengu annað mark í andlitið á 68. mínútu. Þeir áttu hornspyrnu sem Robertson skallaði frá, Alexander-Arnold hirti boltann fyrir utan teig, sá hlaup hjá Shaqiri á vinstri kanti og sendi hnitmiðaða sendingu til hans. Svisslendingurinn kubbslegi hikaði ekki og sendi boltann rakleiðis inná teig til Salah sem tók frábærlega við boltanum og lyfti honum svo framhjá Fabianski sem kom út á móti. Einstaklega vel útfærð skyndisókn þarna á ferð og okkar menn komnir í góða stöðu. Heimamenn virtust játa sig sigraða eftir þetta og sóttu ekki af eins miklum ákafa og fyrr. Firmino og Oxlade-Chamberlain komu inn fyrir Shaqiri og Origi og þeir hjálpuðu til við að sigla þessu heim þegar Gini Wijnaldum skoraði á 84. mínútu. Leikmenn Liverpool léku boltanum vel á milli sín sem endaði með því að Oxlade-Chamberlain kom Firmino í góða stöðu í teignum og Brasilíumaðurinn sendi beint á Wijnaldum sem átti auðvelt verk fyrir höndum. Hamrarnir náðu að klóra aðeins í bakkann með marki eftir hornspyrnu en lengra komust þeir auðvitað ekki. Lokatölur 1-3.
West Ham: Fabianski, Coufal, Dawson, Ogbonna, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen (Fredericks, 79. mín.), Benrahma, Fornals (Yarmolenko, 62. mín.), Antonio (Noble, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Balbuena, Lanzini, Diop, Martin, Johnson, Odubeko.
Mark West Ham: Craig Dawson (87. mín.).
Gul spjöld: Soucek og Rice.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Henderson, Thiago, Milner (Jones, 57. mín.), Wijnaldum, Shaqiri (Firmino, 69. mín.), Salah, Origi (Oxlade-Chamberlain, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, R. Williams, N. Williams, Tsimikas, Minamino.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (57. og 68. mín.) og Gini Wijnaldum (84. mín.).
Maður leiksins: Loksins komst Mohamed Salah á blað í markaskorun á ný og við tökum því fagnandi. Mörkin hans voru snilldarleg í alla staði og hann á skilið að vera maður leiksins að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Við sköpuðum ekki nóg í fyrri hálfleik. Við breyttum litlum hlutum í hálfleik og það borgaði sig. Við skoruðum þrjú ótrúleg mörk. Þessir strákar eru virkilega góður hópur. Þeir eru ekki ánægðir ef þeir eru ekki sigursælir, ekki að vinna leiki en þeir sýna alltaf rétta viðhorfið. Við sváfum eina nótt heima eftir leikinn við Tottenham og mættum svo aftur til London. Þetta eru tvö framúrskarandi úrslit."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa sigrað West Ham oftast allra liða í úrvalsdeildarleikjum félagsins en sigrarnir eru nú 31 talsins.
- Fjórir sigrar og eitt jafntefli er góð endurheimt frá leikjum liðsins á London leikvanginum síðan hann varð heimavöllur West Ham.
- Liverpool hafa aðeins tapað einum af síðustu 16 leikjum sínum í London (11 sigrar og fjögur jafntefli).
- Mohamed Salah varð fyrsti leikmaðurinn til að skora 20+ mörk fjórar leiktíðir í röð síðan Ian Rush gerði það (reyndar sex tímabil í röð) frá tímabilunum 1981-82 til 1986-87.
- Salah hefur til þessa skorað níu mörk gegn West Ham á úrvalsdeildarferli sínum.
- Salah er nú kominn með 15 mörk í deildinni, 21 alls á tímabilinu.
- Gini Wijnaldum 2. mark sitt í deildinni á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan