| Sf. Gutt
Liverpool fékk skell á heimavelli þegar Manchester City vann sinn annan sigur þar á öldinni. City vann 1:4 á Anfield Road. Mikil barátta er nú framundan hjá Englandsmeisturunum við að halda sér í efstu fjórum sætum deildarinnar.
Margir horfðu til leiksins sem síðasta tækifæris Liverpool til að komast inn í baráttuna um titilinn að alvöru. Sigur var lykill að því. Alisson Becker, Fabinho Tavarez og Sadio Mané komu inn í lið Liverpool eftir fjarveru.
Liverpool byrjaði vel og en reyndar var leikurinn hægur og tilþrifalítill fram eftir öllum hálfleik. Um miðjan hálfleikinn átti Trent Alexander-Arnold fyrirgjöf frá hægri á Sadio Mané en skalli hans fór yfir. Á 29. mínútu ógnaði Liverpool aftur þegar Roberto Firmino náði góðu skoti en boltinn fór beint á markmanninn. Á 36. mínútu fékk Manchester City víti eftir að Fabinho braut klaufalega á Raheem Sterling. Ilkay Gündogan tók vítið en skaut boltanum upp í Kop stúkuna. Þar slapp Liverpool vel og staðan jöfn í hálfleik. Leikurinn í fullkomnu jafnvægi.
Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust yfir á 49. mínútu. Ilkay bætti þá fyrir að hafa misnotað vítið með því að skora af stuttu færi eftir að Alisson hafði ekki haldið skoti frá Phil Foden. Liverpool lagði ekki árar í bát og jafnaði á 63. mínútu. Rúben Diaz missti Mohamed Salah inn fyrir sig og braut á honum í vítateignum. Egyptinn tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Allt í þessu fína og jafnvægi í leiknum.
En tíu mínútum seinna riðu ósköpin yfir. Eftir mislukkað útspil frá Alisson fór allt í vitleysu í vörninni og Ilkay skoraði öðru sinni af stuttu færi. Vont versnaði þremur mínútum seinna og aftur missti Alisson áttirnar. Hann sparkaði boltanum beint á Bernardo Silva. Hann lék inn í vítateiginn og sendi snilldarlega fyrir markið á Raheem sem skallaði í markið við marklínuna. Liverpool átti engin svör og á 83. mínútu tók Phil rispu sem endaði með því að hann þrumaði boltanum yfir Alisson og upp undir þverslána úr þremur þröngu færi. Skellur fyrir fyrirverandi Englandsmeisturunum!
Í raun var allt í lagi með leik Liverpool lengst af. Allt var í fínum málum eftir að Mohamed jafnaði leikinn en svo hrundi allt þegar Alisson gaf tvö mörk með stuttu millibili. Fá lið eru betri í refsa fyrir mistök en þau sem Pep Guardiola stjórnar. Hroðaleg niðurstaða og útlitið er ekki gott! Barátta næstu vikna og mánaða mun snúast um að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar.
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (63. mín.).
Gul spjöld: Thiago Alcántara og Fabinho Tavarez.
Mörk Manchester City: Ilkay Gündogan (49. og 73. mín.), Raheem Sterling (76. mín.) og Phil Foden (83. mín.).
Gult spjald: Rúben Diaz.
Maður leiksins: Curtis Jones. Ungi strákurinn spilaði vel á meðan hann var inni á vellinum.
Jürgen Klopp: Ég horfði á mjög góðan leik með hroðalegum mistökum. Kannski misstum við svolítið sjálfstraustið í síðasta leik en í kvöld sá ég liðið spila af sjálfstrausti. Mér líkaði leikur liðsins. Ég á mjög erfitt með að útskýra hvernig við töpuðum 4:1.
- Mohamed Salah skoraði 22. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool tapaði sínum þriðja deildarleik í röð á Anfield Road.
- Það gerðist síðast á leiktíðinni 1963/64. Þá var Liverpool reyndar Englandsmeistari.
- Manchester City vann sinn fyrsta leik á Anfield frá því 2003.
TIL BAKA
Skellur
Liverpool fékk skell á heimavelli þegar Manchester City vann sinn annan sigur þar á öldinni. City vann 1:4 á Anfield Road. Mikil barátta er nú framundan hjá Englandsmeisturunum við að halda sér í efstu fjórum sætum deildarinnar.
Margir horfðu til leiksins sem síðasta tækifæris Liverpool til að komast inn í baráttuna um titilinn að alvöru. Sigur var lykill að því. Alisson Becker, Fabinho Tavarez og Sadio Mané komu inn í lið Liverpool eftir fjarveru.
Liverpool byrjaði vel og en reyndar var leikurinn hægur og tilþrifalítill fram eftir öllum hálfleik. Um miðjan hálfleikinn átti Trent Alexander-Arnold fyrirgjöf frá hægri á Sadio Mané en skalli hans fór yfir. Á 29. mínútu ógnaði Liverpool aftur þegar Roberto Firmino náði góðu skoti en boltinn fór beint á markmanninn. Á 36. mínútu fékk Manchester City víti eftir að Fabinho braut klaufalega á Raheem Sterling. Ilkay Gündogan tók vítið en skaut boltanum upp í Kop stúkuna. Þar slapp Liverpool vel og staðan jöfn í hálfleik. Leikurinn í fullkomnu jafnvægi.
Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust yfir á 49. mínútu. Ilkay bætti þá fyrir að hafa misnotað vítið með því að skora af stuttu færi eftir að Alisson hafði ekki haldið skoti frá Phil Foden. Liverpool lagði ekki árar í bát og jafnaði á 63. mínútu. Rúben Diaz missti Mohamed Salah inn fyrir sig og braut á honum í vítateignum. Egyptinn tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Allt í þessu fína og jafnvægi í leiknum.
En tíu mínútum seinna riðu ósköpin yfir. Eftir mislukkað útspil frá Alisson fór allt í vitleysu í vörninni og Ilkay skoraði öðru sinni af stuttu færi. Vont versnaði þremur mínútum seinna og aftur missti Alisson áttirnar. Hann sparkaði boltanum beint á Bernardo Silva. Hann lék inn í vítateiginn og sendi snilldarlega fyrir markið á Raheem sem skallaði í markið við marklínuna. Liverpool átti engin svör og á 83. mínútu tók Phil rispu sem endaði með því að hann þrumaði boltanum yfir Alisson og upp undir þverslána úr þremur þröngu færi. Skellur fyrir fyrirverandi Englandsmeisturunum!
Í raun var allt í lagi með leik Liverpool lengst af. Allt var í fínum málum eftir að Mohamed jafnaði leikinn en svo hrundi allt þegar Alisson gaf tvö mörk með stuttu millibili. Fá lið eru betri í refsa fyrir mistök en þau sem Pep Guardiola stjórnar. Hroðaleg niðurstaða og útlitið er ekki gott! Barátta næstu vikna og mánaða mun snúast um að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar.
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (63. mín.).
Gul spjöld: Thiago Alcántara og Fabinho Tavarez.
Mörk Manchester City: Ilkay Gündogan (49. og 73. mín.), Raheem Sterling (76. mín.) og Phil Foden (83. mín.).
Gult spjald: Rúben Diaz.
Maður leiksins: Curtis Jones. Ungi strákurinn spilaði vel á meðan hann var inni á vellinum.
Jürgen Klopp: Ég horfði á mjög góðan leik með hroðalegum mistökum. Kannski misstum við svolítið sjálfstraustið í síðasta leik en í kvöld sá ég liðið spila af sjálfstrausti. Mér líkaði leikur liðsins. Ég á mjög erfitt með að útskýra hvernig við töpuðum 4:1.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 22. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool tapaði sínum þriðja deildarleik í röð á Anfield Road.
- Það gerðist síðast á leiktíðinni 1963/64. Þá var Liverpool reyndar Englandsmeistari.
- Manchester City vann sinn fyrsta leik á Anfield frá því 2003.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan