| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Meistaradeild í kvöld
Fyrri leikur RB Leipzig og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar fer fram í kvöld klukkan 20:00. Leikið er í Ungverjalandi eins og áður hefur komið fram.
Það blása svo sannarlega erfiðir vindar um okkar menn núna en vonandi nýta leikmenn þetta tækifæri til að rífa sig í gang, þetta er jú keppni sem hefur gefið okkur miklar gleðistundir í gegnum árin. Sem fyrr er mikið að frétta af meiðslum leikmanna Liverpool, James Milner fór meiddur af velli um helgina og þeir Ben Davies og Divock Origi voru ekki í leikmannahópnum. Naby Keita hefur hafið æfingar að nýju en ferðaðist ekki með til Ungverlands þar sem menn vilja nýta tækifærið til að láta hann æfa að fullu á meðan. Milner og Fabinho æfðu ekki áður en liðið ferðaðist til Ungverjalands en Davies, Origi og Kelleher tóku þátt í æfingunni. Leipzig menn glíma einnig við meiðsli lykilmanna og ber þar helst að nefna að Emil Forsberg verður ekki með ásamt Konrad Laimer og þá mun Ungverjinn Dominik Szoboszlai ekki hafa tök á því að spila í sínu heimalandi vegna meiðsla. Við Íslendingar könnumst nú því miður ágætlega við kauða...
Byrjunarlið Jürgen Klopp nánast velur sig sjálft hefði ég haldið enda ekki margir leikmenn leikfærir eins og venjulega. Ég giska á að Thiago komi inn fyrir Milner á miðjuna en að öðru leyti verði liði óbreytt frá síðasta leik. Ozan Kabak ætti að þekkja leikmenn mótherjana ágætlega eftir að hafa spilað á móti þeim áður í Þýskalandi og hann þarf að fá fleiri leiki til að kynnast sínum samherjum betur. Mín vegna mætti alveg setja Ben Davies í þennan leik og setja Henderson á miðjuna en ákvörðunin er auðvitað í höndum Klopp og þetta kemur jú allt í ljós.
RB Leipzig sitja sem stendur í öðru sæti þýsku deildarinnar en fátt bendir til annars en að Bayern Munchen verði meistarar eins og venjulega. Félagið hefur treyst á að fá til sín unga og óþekkta leikmenn og byggja upp sterka liðsheild. Þeir hafa oftar en ekki þurft að sætta sig við að missa sínar helstu stjörnur eins og við þekkjum með Naby Keita og síðastliðið sumar var Timo Werner auðvitað seldur. Varnarmaðurinn Dayot Upamecano hefur mikið verið orðaður við Liverpool en fyrir nokkrum dögum var tilkynnt að hann mun fara til Bayern í sumar. Afskaplega kunnuglegt stef í Þýskalandi en Bæjarar leika þennan leik nokkuð reglulega að hirða upp bestu menn annara liða í deildinni. Ibrahima Konaté, annar miðvörður Leipzig, hefur svo auðvitað líka verið orðaður við Liverpool og við höfum þá allavega tækifæri til að fylgjast með honum í þessum leik, þó það verður að teljast ólíklegt að sala hans til Liverpool í sumar sé lítið annað en slúður. Þeir sem vilja kynna sér stutta en viðburðaríka sögu RB Leipzig er bent á magnaða upphitun á kop.is.
Spáin að þessu sinni er kannski í raunsærri kantinum. Ég sé því miður ekki fram á að okkar menn nái í úrslit í kvöld og spái 2-1 sigri Leipzig manna. Seinni leikurinn er jú alltaf eftir og það verður svo að koma í ljós hvort hann fari fram á Anfield eða ekki. Eins og staðan er núna verður það að teljast ólíklegt en við sjáum hvað setur.
Fróðleikur:
- Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í Evrópukeppni.
- Gini Wijnaldum mun spila líklega spila sinn 40. Evrópuleik fyrir félagið og jafnframt 220. leik sinn í öllum keppnum.
- Diogo Jota hefur skorað flest mörk Liverpool manna í Meistaradeildinni í vetur eða fjögur talsins.
Það blása svo sannarlega erfiðir vindar um okkar menn núna en vonandi nýta leikmenn þetta tækifæri til að rífa sig í gang, þetta er jú keppni sem hefur gefið okkur miklar gleðistundir í gegnum árin. Sem fyrr er mikið að frétta af meiðslum leikmanna Liverpool, James Milner fór meiddur af velli um helgina og þeir Ben Davies og Divock Origi voru ekki í leikmannahópnum. Naby Keita hefur hafið æfingar að nýju en ferðaðist ekki með til Ungverlands þar sem menn vilja nýta tækifærið til að láta hann æfa að fullu á meðan. Milner og Fabinho æfðu ekki áður en liðið ferðaðist til Ungverjalands en Davies, Origi og Kelleher tóku þátt í æfingunni. Leipzig menn glíma einnig við meiðsli lykilmanna og ber þar helst að nefna að Emil Forsberg verður ekki með ásamt Konrad Laimer og þá mun Ungverjinn Dominik Szoboszlai ekki hafa tök á því að spila í sínu heimalandi vegna meiðsla. Við Íslendingar könnumst nú því miður ágætlega við kauða...
Byrjunarlið Jürgen Klopp nánast velur sig sjálft hefði ég haldið enda ekki margir leikmenn leikfærir eins og venjulega. Ég giska á að Thiago komi inn fyrir Milner á miðjuna en að öðru leyti verði liði óbreytt frá síðasta leik. Ozan Kabak ætti að þekkja leikmenn mótherjana ágætlega eftir að hafa spilað á móti þeim áður í Þýskalandi og hann þarf að fá fleiri leiki til að kynnast sínum samherjum betur. Mín vegna mætti alveg setja Ben Davies í þennan leik og setja Henderson á miðjuna en ákvörðunin er auðvitað í höndum Klopp og þetta kemur jú allt í ljós.
RB Leipzig sitja sem stendur í öðru sæti þýsku deildarinnar en fátt bendir til annars en að Bayern Munchen verði meistarar eins og venjulega. Félagið hefur treyst á að fá til sín unga og óþekkta leikmenn og byggja upp sterka liðsheild. Þeir hafa oftar en ekki þurft að sætta sig við að missa sínar helstu stjörnur eins og við þekkjum með Naby Keita og síðastliðið sumar var Timo Werner auðvitað seldur. Varnarmaðurinn Dayot Upamecano hefur mikið verið orðaður við Liverpool en fyrir nokkrum dögum var tilkynnt að hann mun fara til Bayern í sumar. Afskaplega kunnuglegt stef í Þýskalandi en Bæjarar leika þennan leik nokkuð reglulega að hirða upp bestu menn annara liða í deildinni. Ibrahima Konaté, annar miðvörður Leipzig, hefur svo auðvitað líka verið orðaður við Liverpool og við höfum þá allavega tækifæri til að fylgjast með honum í þessum leik, þó það verður að teljast ólíklegt að sala hans til Liverpool í sumar sé lítið annað en slúður. Þeir sem vilja kynna sér stutta en viðburðaríka sögu RB Leipzig er bent á magnaða upphitun á kop.is.
Spáin að þessu sinni er kannski í raunsærri kantinum. Ég sé því miður ekki fram á að okkar menn nái í úrslit í kvöld og spái 2-1 sigri Leipzig manna. Seinni leikurinn er jú alltaf eftir og það verður svo að koma í ljós hvort hann fari fram á Anfield eða ekki. Eins og staðan er núna verður það að teljast ólíklegt en við sjáum hvað setur.
Fróðleikur:
- Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í Evrópukeppni.
- Gini Wijnaldum mun spila líklega spila sinn 40. Evrópuleik fyrir félagið og jafnframt 220. leik sinn í öllum keppnum.
- Diogo Jota hefur skorað flest mörk Liverpool manna í Meistaradeildinni í vetur eða fjögur talsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan