| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í fyrri leik
Liverpool vann góðan 0-2 sigur á RB Leipzig í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Salah og Mané skoruðu mörkin snemma í seinni hálfleik.
Byrjunarlið Jürgen Klopp var eins og fyrirfram var búist við. Thiago kom inná miðjuna fyrir meiddan James Milner en liðið óbreytt frá síðasta leik. Það var snemma ljóst að bæði lið ætluðu að pressa hátt uppi á vellinum og reyna þannig að vinna boltann ofarlega. Okkar mönnum tókst iðulega að spila ágætlega úr pressunni og náðu að sama skapi hinumegin að vinna boltann snemma af Leipzig mönnum. Það voru þó ekki nema fimm mínútur liðnar af leiknum þegar Leipzig menn áttu skalla í stöng eftir ágæta sókn upp vinstri kantinn. Angelino sendi þá fyrir markið þar sem Dani Olmo skallaði að marki en stöngin kom gestunum til bjargar og boltinn rúllaði frá markinu. Liverpool menn fengu hættulegri færi eftir þetta. Salah fékk góða sendingu innfyrir frá Alexander-Arnold og var kominn einn gegn markverðinum. Salah hefði alveg getað rennt boltanum til vinstri á Mané en ákvað að skjóta sjálfur en skotið var varið. Skömmu síðar fékk Firmino boltann í teignum hægra megin, var í þröngu færi og skot hans fór í hliðarnetið. Færin héldu áfram að falla gestunum í skaut og næst var það Mané sem skallaði boltann yfir markið eftir sendingu frá Firmino. Andy Robertson lét ekki sitt eftir liggja í að reyna að skora þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir Gulácsi nánast frá miðlínu eftir að ungverski markvörðurinn hafði komið langt út til að hreinsa boltann. Skot Robertson fór rétt yfir markið og Gulácsi endaði í hrúgu í markhorninu og meiddist aðeins en gat haldið leik áfram.
Firmino tókst svo að koma boltanum í markið skömmu fyrir hálfleik en markið var dæmt af. Sadio Mané náði að vinna boltann út við endalínu og senda fyrir markið til Firmino en dómararnir vildu meina að boltinn hefði verið farinn útaf. Það var þó ekki að sjá af myndum að dæma en skiljanlega erfitt fyrir þá að sjá atvikið almennilega. Staðan því markalaus í hálfleik en ánægjulegt að sjá okkar menn spila hraðan leik og gefa fá færi á sér.
Eins og í fyrri hálfleik voru það Leipzig menn sem áttu fyrsta færið þegar Christopher Nkunku komst innfyrir vörnina en Alisson varði vel. Á 53. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Kevin Kampl átti þá ónákvæma sendingu til baka í vörninni, Salah var mættur eins og hrægammur til að hirða boltann, lék inní teig og kláraði færið snyrtilega framhjá Gulacsi. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 og aftur varnarmistök á ferðinni hjá heimamönnum. Curtis Jones vann boltann fyrir utan eigin vítateig og sendi háa sendingu fram völlinn þar sem Mané var í baráttunni við Mukiele, sá síðarnefndi reyndi að hreinsa boltann burt en hitti hann ekki og Mané kominn einn í gegn. Hann kláraði færið jafn snyrtilega og Salah og forystunni var að sjálfsögðu vel fagnað. Eftir þetta stjórnuðu Liverpool menn leiknum vel, Leipzig reyndu auðvitað að auka sóknarþungann en fengu svosem ekki nein almennileg færi til að skora, skot þeirra fóru yfirleitt vel framhjá markinu þegar það var reynt. Í uppbótartíma fengu þeir reyndar fínt færi þegar varamaðurinn Hwang Hee-Chan komst innfyrir en eins og með önnur skot þeirra þá hitti hann ekki markið. Lokatölur 0-2 og afskaplega ánægjulegt að upplifa sigurtilfinninguna á ný.
RB Leipzig: Gulácsi, Mukiele (Orban, 64. mín.), Upamecano, Klostermann, Kampl (Hwang Hee-Chan, 73. mín.), Adams, Haidara (Poulsen, 64. mín.), Sabitzer, Angelino, Olmo, Nkunku. Ónotaðir varamenn: Konaté, Sörloth, Samardzic, Kluivert, Halstenberg, Martínez, Hartmann, Henrichs.
Gul spjöld: Mukiele, Haidara, Angelino, Olmo og Nkunku.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Kabak, Henderson, Robertson, Jones, Wijnaldum, Thiago (Oxlade-Chamberlain, 72. mín.), Salah (N. Williams, 90. mín.), Firmino (Shaqiri, 72. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, R. Williams, Davies, Phillips, Tsimikas, Cain, Clarkson, Origi.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (53. mín.) og Sadio Mané (58. mín.).
Gul spjöld: Kabak og Henderson.
Maður leiksins: Þegar liðið sýnir sitt rétta andlit er erfitt að velja einhvern einn leikmann. Alisson stóð sig vel og lét mistök síðustu leikja ekki á sig fá, lúðraði boltanum uppí stúku ef pressan var of mikil í stað þess að reyna sendingu á samherja. Curtis Jones vex einnig með hverjum leik og var frábær á miðjunni. Að öðrum ólöstuðum voru það kannski þessir tveir sem helst ber að nefna.
Jürgen Klopp: ,,Margir bjuggust kannski við því að við myndum renna á rassinn enn einu sinni útaf stöðu mála, en strákarnir gerðu það augljóslega ekki og ég er virkilega ánægður með það. Þetta var leikurinn sem við vildum fá og þurftum. Leipzig geta verið algjört skrímsli við að eiga og þeir hlaupa yfir lið, þeir eru líkamlega sterkir en í kvöld stjórnuðum við þeim á framúrskarandi máta. Undanfarin tvö ár höfum við verið mjög góðir en í ár höfum við auðvitað átt við ýmis vandamál að stríða. Það er eðlilegt að þá byrjar umræðan og ég geri engar athugasemdir við það. En strákarnir sýndu svo sannarlega hvað þeir geta gert í kvöld."
Fróðleikur:
- Síðan Klopp tók við sem stjóri liðsins hefur engu liði tekist að halda markinu hreinu jafn oft og Liverpool í Meistaradeildinni eða alls 18 sinnum.
- Mohamed Salah skoraði sitt fjórða mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og það 24. í öllum keppnum.
- Aðeins Robert Lewandowski hefur skorað fleiri mörk (30) en Salah á tímabilinu í öllum keppnum, í fimm stærstu deildum Evrópu.
- Salah hefur nú skorað fleiri mörk en allt síðasta tímabil þegar hann gerði 23 mörk í 48 leikjum.
- Alisson hélt markinu hreinu í 50. sinn fyrir félagið í öllum keppnum.
- Sadio Mané skoraði sitt 11. mark á leiktíðinni og aðeins sitt annað í Meistaradeildinni.
Byrjunarlið Jürgen Klopp var eins og fyrirfram var búist við. Thiago kom inná miðjuna fyrir meiddan James Milner en liðið óbreytt frá síðasta leik. Það var snemma ljóst að bæði lið ætluðu að pressa hátt uppi á vellinum og reyna þannig að vinna boltann ofarlega. Okkar mönnum tókst iðulega að spila ágætlega úr pressunni og náðu að sama skapi hinumegin að vinna boltann snemma af Leipzig mönnum. Það voru þó ekki nema fimm mínútur liðnar af leiknum þegar Leipzig menn áttu skalla í stöng eftir ágæta sókn upp vinstri kantinn. Angelino sendi þá fyrir markið þar sem Dani Olmo skallaði að marki en stöngin kom gestunum til bjargar og boltinn rúllaði frá markinu. Liverpool menn fengu hættulegri færi eftir þetta. Salah fékk góða sendingu innfyrir frá Alexander-Arnold og var kominn einn gegn markverðinum. Salah hefði alveg getað rennt boltanum til vinstri á Mané en ákvað að skjóta sjálfur en skotið var varið. Skömmu síðar fékk Firmino boltann í teignum hægra megin, var í þröngu færi og skot hans fór í hliðarnetið. Færin héldu áfram að falla gestunum í skaut og næst var það Mané sem skallaði boltann yfir markið eftir sendingu frá Firmino. Andy Robertson lét ekki sitt eftir liggja í að reyna að skora þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir Gulácsi nánast frá miðlínu eftir að ungverski markvörðurinn hafði komið langt út til að hreinsa boltann. Skot Robertson fór rétt yfir markið og Gulácsi endaði í hrúgu í markhorninu og meiddist aðeins en gat haldið leik áfram.
Firmino tókst svo að koma boltanum í markið skömmu fyrir hálfleik en markið var dæmt af. Sadio Mané náði að vinna boltann út við endalínu og senda fyrir markið til Firmino en dómararnir vildu meina að boltinn hefði verið farinn útaf. Það var þó ekki að sjá af myndum að dæma en skiljanlega erfitt fyrir þá að sjá atvikið almennilega. Staðan því markalaus í hálfleik en ánægjulegt að sjá okkar menn spila hraðan leik og gefa fá færi á sér.
Eins og í fyrri hálfleik voru það Leipzig menn sem áttu fyrsta færið þegar Christopher Nkunku komst innfyrir vörnina en Alisson varði vel. Á 53. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Kevin Kampl átti þá ónákvæma sendingu til baka í vörninni, Salah var mættur eins og hrægammur til að hirða boltann, lék inní teig og kláraði færið snyrtilega framhjá Gulacsi. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 og aftur varnarmistök á ferðinni hjá heimamönnum. Curtis Jones vann boltann fyrir utan eigin vítateig og sendi háa sendingu fram völlinn þar sem Mané var í baráttunni við Mukiele, sá síðarnefndi reyndi að hreinsa boltann burt en hitti hann ekki og Mané kominn einn í gegn. Hann kláraði færið jafn snyrtilega og Salah og forystunni var að sjálfsögðu vel fagnað. Eftir þetta stjórnuðu Liverpool menn leiknum vel, Leipzig reyndu auðvitað að auka sóknarþungann en fengu svosem ekki nein almennileg færi til að skora, skot þeirra fóru yfirleitt vel framhjá markinu þegar það var reynt. Í uppbótartíma fengu þeir reyndar fínt færi þegar varamaðurinn Hwang Hee-Chan komst innfyrir en eins og með önnur skot þeirra þá hitti hann ekki markið. Lokatölur 0-2 og afskaplega ánægjulegt að upplifa sigurtilfinninguna á ný.
RB Leipzig: Gulácsi, Mukiele (Orban, 64. mín.), Upamecano, Klostermann, Kampl (Hwang Hee-Chan, 73. mín.), Adams, Haidara (Poulsen, 64. mín.), Sabitzer, Angelino, Olmo, Nkunku. Ónotaðir varamenn: Konaté, Sörloth, Samardzic, Kluivert, Halstenberg, Martínez, Hartmann, Henrichs.
Gul spjöld: Mukiele, Haidara, Angelino, Olmo og Nkunku.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Kabak, Henderson, Robertson, Jones, Wijnaldum, Thiago (Oxlade-Chamberlain, 72. mín.), Salah (N. Williams, 90. mín.), Firmino (Shaqiri, 72. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, R. Williams, Davies, Phillips, Tsimikas, Cain, Clarkson, Origi.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (53. mín.) og Sadio Mané (58. mín.).
Gul spjöld: Kabak og Henderson.
Maður leiksins: Þegar liðið sýnir sitt rétta andlit er erfitt að velja einhvern einn leikmann. Alisson stóð sig vel og lét mistök síðustu leikja ekki á sig fá, lúðraði boltanum uppí stúku ef pressan var of mikil í stað þess að reyna sendingu á samherja. Curtis Jones vex einnig með hverjum leik og var frábær á miðjunni. Að öðrum ólöstuðum voru það kannski þessir tveir sem helst ber að nefna.
Jürgen Klopp: ,,Margir bjuggust kannski við því að við myndum renna á rassinn enn einu sinni útaf stöðu mála, en strákarnir gerðu það augljóslega ekki og ég er virkilega ánægður með það. Þetta var leikurinn sem við vildum fá og þurftum. Leipzig geta verið algjört skrímsli við að eiga og þeir hlaupa yfir lið, þeir eru líkamlega sterkir en í kvöld stjórnuðum við þeim á framúrskarandi máta. Undanfarin tvö ár höfum við verið mjög góðir en í ár höfum við auðvitað átt við ýmis vandamál að stríða. Það er eðlilegt að þá byrjar umræðan og ég geri engar athugasemdir við það. En strákarnir sýndu svo sannarlega hvað þeir geta gert í kvöld."
Fróðleikur:
- Síðan Klopp tók við sem stjóri liðsins hefur engu liði tekist að halda markinu hreinu jafn oft og Liverpool í Meistaradeildinni eða alls 18 sinnum.
- Mohamed Salah skoraði sitt fjórða mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og það 24. í öllum keppnum.
- Aðeins Robert Lewandowski hefur skorað fleiri mörk (30) en Salah á tímabilinu í öllum keppnum, í fimm stærstu deildum Evrópu.
- Salah hefur nú skorað fleiri mörk en allt síðasta tímabil þegar hann gerði 23 mörk í 48 leikjum.
- Alisson hélt markinu hreinu í 50. sinn fyrir félagið í öllum keppnum.
- Sadio Mané skoraði sitt 11. mark á leiktíðinni og aðeins sitt annað í Meistaradeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan