| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fyrsti sigurinn
Ozan Kabak segir það hafa verið þýðingarmikið fyrir sig að hafa náð sínum fyrsta sigri með nýju liði, ekki skemmdi fyrir að markinu var haldið hreinu.
Kabak var í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins eftir leik og hafði þetta að segja: ,,Þetta var mjög þýðingarmikill leikur fyrir mig því við héldum markinu hreinu og ég náði í minn fyrsta sigur í Liverpool treyjunni."
,,Ég er nýr leikmaður hér, er enn ungur að árum og hér eru margar stórstjörnur. Ég þarf aðeins meiri tíma til að aðlagast og með tímanum mun ég verða betri. Mér fannst við spila vel og við gáfum allt sem við áttum úti á vellinum. Við unnum alla mikilvægu boltana á miðjunni, áttum skilið að sigra og ég er hæstánægður með það. Leipzig eru mjög gott lið, eru í öðru sæti í þýsku deildinni og mér fannst við stjórna leiknum mjög vel."
,,Í fyrri hálfleik áttum við fín færi og í þeim seinni nýttum við okkur mistök þeirra, en við vorum hvort sem er með leikinn undir okkar stjórn. Ég held að þetta hafi verið virkilega góð frammistaða heilt yfir hjá liðinu."
Kabak vonast nú til þess að sigurinn komi liðinu á rétta braut í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur er nágrannaslagur gegn Everton.
Hann bætti við: ,,Ég vona að við getum haldið áfram að spila líkt og við gerðum gegn Leipzig og vinnum þar með okkar næsta leik í deildinni."
Kabak var í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins eftir leik og hafði þetta að segja: ,,Þetta var mjög þýðingarmikill leikur fyrir mig því við héldum markinu hreinu og ég náði í minn fyrsta sigur í Liverpool treyjunni."
,,Ég er nýr leikmaður hér, er enn ungur að árum og hér eru margar stórstjörnur. Ég þarf aðeins meiri tíma til að aðlagast og með tímanum mun ég verða betri. Mér fannst við spila vel og við gáfum allt sem við áttum úti á vellinum. Við unnum alla mikilvægu boltana á miðjunni, áttum skilið að sigra og ég er hæstánægður með það. Leipzig eru mjög gott lið, eru í öðru sæti í þýsku deildinni og mér fannst við stjórna leiknum mjög vel."
,,Í fyrri hálfleik áttum við fín færi og í þeim seinni nýttum við okkur mistök þeirra, en við vorum hvort sem er með leikinn undir okkar stjórn. Ég held að þetta hafi verið virkilega góð frammistaða heilt yfir hjá liðinu."
Kabak vonast nú til þess að sigurinn komi liðinu á rétta braut í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur er nágrannaslagur gegn Everton.
Hann bætti við: ,,Ég vona að við getum haldið áfram að spila líkt og við gerðum gegn Leipzig og vinnum þar með okkar næsta leik í deildinni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan