| Sf. Gutt

Spáð í spilin



Wolverhampton Wanderes vs Liverpool. 

Eftir góðan heimasigur á Puskas leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi er komið að síðasta leik Liverpool í bili. Liðið mætir Wolverhampton Wanderes annað kvöld en svo tekur við keppnishlé fram í apríl. Það er því geysilega mikilvægt að Liverpool nái að vinna Wolves til að fara inn í þetta hlé eftir að hafa unnið sigur.  


Wolves hefur ekki gengið jafn vel og á síðasta keppnistímabili og er um miðja deild. Liðið er samt ekki ýkja langt á eftir Liverpool og segir það sína sögu um slakt gengi Liverpool það sem af er ársins. Englandsmeistararnir léku þó mjög vel á móti Leipzig. Í þeim leik kom vel í ljós fórnarkostnaður sá sem hefur þurft að borga vegna meiðsla miðvarða Liverpool. Loksins kom að því að Fabinho Tavarez gat leikið stöðuna sína á miðjunni. Viti menn! Liðið spilaði mun betur!


Ef hægt er að gagnrýna Jürgen Klopp fyrir að taka ranga ákvörðun þá gerði hann rangt í að treysta ungu miðvörðunum ekki og láta Fabinho og svo Jordan Henderson spila sem miðverði. Þetta veikti vörnina kannski ekki mikið en miðjuspilið raskaðist illa og það kom óhemju mikið niður á gengi liðsins. Þeir Nathaniel Philipps og Ozan Kabak léku sem miðverðir í Ungverjalandi og stóðu sig vel. Vonandi verður þeim nú treyst áfram þannig að Fabinho geti leikið á miðjunni. Þar er hann með þeim allra bestu í sinni stöðu. 


Liverpool vann öruggan 4:0 sigur á Wolves á Anfield Road í einum af bestu leikjum leiktíðarinnar. Segja má að það verði erfitt hér eftir að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar en eina leiðin til að halda von um þau á lífi er að vinna leiki. Liverpool vinnur Wolves 0:1. Diogo Jota skorar markið gegn sínum gömlu félögum!

YNWA!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan