| Sf. Gutt
Luis Suarez er ekki af baki dottinn hafi einhverjum dottið það í hug. Barcelona lét hann róa fyrir síðustu leiktíð en hann skaut þeim ref fyrir rass og varð Spánarmeistari með nýja félaginu sínu!
Luis yfirgaf Liverpool sumarið 2014 og gekk til liðs við Barcelona. Hann var á þeim tímapunkti einn allra besti knattspyrnumaður í heimi og vann fjölda titla á næstu árum. Hann varð Spánarmeistari 2014/15, 2015/16, 2017/18 og 2018/19. Luis varð svo spænskur bikarmeistari 2014/15, 2015/16, 2016/17 og 2017/18. Stórbikar Spánar vannst 2016 og 2018. Árið 2015 vann Barcelona líka Meistaradeildina, Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Á þessum árum raðaði Luis inn mörkum og var á köflum óstöðvandi. Sérstaklega á keppnistímabilinu 2015/16 þegar hann skoraði 60 mörk í öllum keppnum! Alls skoraði hann 198 mörk fyrir Barcelona.
Sumarið 2020 ákváðu forráðmenn Barcelona að láta Luis Suarez fara. Honum sárnaði það mikið og ekki síður Lionel Messi sem sá mikið eftir félaga sínum úr framlínu Barcelona. Svo fór að Luis samdi við Atletico Madrid. Luis byrjaði af krafti og skoraði tvö mörk í sinum fyrsta leik þegar Altetico vann Granada 6:1. Í síðustu umferð deildarinnar mætti Atletico Real Valladolid á útivelli. Atletico þurfti sigur til að tryggja sér titilinn. Atletico vann 1:2. Luis skoraði sigurmarkið og tryggði Spánartitilinn! Þetta var í 11. sinn sem Atletico Madrid varð Spánarmeistari.
Luis Suarez var frábær á leiktíðinni og átti stóran þátt í titlinum. Hann skoraði 21 mark og varð markakóngur liðsins. Ljóst er að Barcelona gerði mikil mistök í að láta hann fara!
Luis Suarez mætir nú Liverpool í annað sinn í Evrópukeppni eftir að hann fór frá félaginu. Allir muna að hann var í liði Barcelona sem Liverpool sló út úr Meistaradeildinni vorið 2019. Við sjáum hvað setur núna.
TIL BAKA
Luis Suarez er ekki af baki dottinn!
Luis Suarez er ekki af baki dottinn hafi einhverjum dottið það í hug. Barcelona lét hann róa fyrir síðustu leiktíð en hann skaut þeim ref fyrir rass og varð Spánarmeistari með nýja félaginu sínu!
Luis yfirgaf Liverpool sumarið 2014 og gekk til liðs við Barcelona. Hann var á þeim tímapunkti einn allra besti knattspyrnumaður í heimi og vann fjölda titla á næstu árum. Hann varð Spánarmeistari 2014/15, 2015/16, 2017/18 og 2018/19. Luis varð svo spænskur bikarmeistari 2014/15, 2015/16, 2016/17 og 2017/18. Stórbikar Spánar vannst 2016 og 2018. Árið 2015 vann Barcelona líka Meistaradeildina, Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Á þessum árum raðaði Luis inn mörkum og var á köflum óstöðvandi. Sérstaklega á keppnistímabilinu 2015/16 þegar hann skoraði 60 mörk í öllum keppnum! Alls skoraði hann 198 mörk fyrir Barcelona.
Sumarið 2020 ákváðu forráðmenn Barcelona að láta Luis Suarez fara. Honum sárnaði það mikið og ekki síður Lionel Messi sem sá mikið eftir félaga sínum úr framlínu Barcelona. Svo fór að Luis samdi við Atletico Madrid. Luis byrjaði af krafti og skoraði tvö mörk í sinum fyrsta leik þegar Altetico vann Granada 6:1. Í síðustu umferð deildarinnar mætti Atletico Real Valladolid á útivelli. Atletico þurfti sigur til að tryggja sér titilinn. Atletico vann 1:2. Luis skoraði sigurmarkið og tryggði Spánartitilinn! Þetta var í 11. sinn sem Atletico Madrid varð Spánarmeistari.
Luis Suarez var frábær á leiktíðinni og átti stóran þátt í titlinum. Hann skoraði 21 mark og varð markakóngur liðsins. Ljóst er að Barcelona gerði mikil mistök í að láta hann fara!
Luis Suarez mætir nú Liverpool í annað sinn í Evrópukeppni eftir að hann fór frá félaginu. Allir muna að hann var í liði Barcelona sem Liverpool sló út úr Meistaradeildinni vorið 2019. Við sjáum hvað setur núna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!
Fréttageymslan