| Sf. Gutt
Það er stutt stórra högga á milli hjá Liverpool þessa dagana. Sigur í Leeds síðasta sunnudag og svo aftur sigur gegn AC Milan í fyrrakvöld. Svo er næsti leikur rétt handan við hornið og hann er á Anfield Road við Crystal Palace á morgun.
Liverpool endaði síðustu leiktíð á 2:0 sigri á Crystal Palace á Anfield. Sigurinn innsiglaði Meistaradeildarsæti og var góður endapunktur á mögnuðum endaspretti. Það hafa orðið ýmsar breytingar hjá Palace frá því í maí. Roy Hodgson endaði feril sinn sem framkvæmdastjóri eftir leikinn við Liverpool og nú stýrir Patrick Vieira liðinu. Liðið vann sinn fyrsta sigur í deildinni um síðustu helgi þannig að það ætti að vera komið sjálfstraust í liðið eftir erfiða byrjun.
Liverpool spilaði stórvel bæði á móti Leeds United og AC Milan. Ef undan eru skildar síðustu mínútur fyrri hálfleiks á móti AC Milan má segja að Liverpool hafi keyrt yfir bæði lið. Liðið hefur reyndar byrjað leiktíðina mjög vel og vonandi verður framhald á. Trúlega verða einhverjar breytingar gerðar á byrjunarliðinu enda stutt á milli leikja. Sadio Mané og Virgil van Dijk voru hafðir á bekknum á miðvikudagskvöldið. Sadio kom reyndar inn á og trúlega verður hann í byrjunarliðinu á morgun. Ekki kæmi á óvart að Virgil kæmi líka inn í liðið.
Liverpool þarf að spila vel til að vinna á morgun því það eru góðir leikmenn í liði Crystal Palace. Fjögur lið eru efst og jöfn eftir fjóra leiki. Liverpool þarf að halda sig í þeim hópi. Ég spái því að Liverpool vinni 3:1. Diogo Jota skorar tvö og Sadio Mané eitt.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Crystal Palace
Það er stutt stórra högga á milli hjá Liverpool þessa dagana. Sigur í Leeds síðasta sunnudag og svo aftur sigur gegn AC Milan í fyrrakvöld. Svo er næsti leikur rétt handan við hornið og hann er á Anfield Road við Crystal Palace á morgun.
Liverpool endaði síðustu leiktíð á 2:0 sigri á Crystal Palace á Anfield. Sigurinn innsiglaði Meistaradeildarsæti og var góður endapunktur á mögnuðum endaspretti. Það hafa orðið ýmsar breytingar hjá Palace frá því í maí. Roy Hodgson endaði feril sinn sem framkvæmdastjóri eftir leikinn við Liverpool og nú stýrir Patrick Vieira liðinu. Liðið vann sinn fyrsta sigur í deildinni um síðustu helgi þannig að það ætti að vera komið sjálfstraust í liðið eftir erfiða byrjun.
Liverpool spilaði stórvel bæði á móti Leeds United og AC Milan. Ef undan eru skildar síðustu mínútur fyrri hálfleiks á móti AC Milan má segja að Liverpool hafi keyrt yfir bæði lið. Liðið hefur reyndar byrjað leiktíðina mjög vel og vonandi verður framhald á. Trúlega verða einhverjar breytingar gerðar á byrjunarliðinu enda stutt á milli leikja. Sadio Mané og Virgil van Dijk voru hafðir á bekknum á miðvikudagskvöldið. Sadio kom reyndar inn á og trúlega verður hann í byrjunarliðinu á morgun. Ekki kæmi á óvart að Virgil kæmi líka inn í liðið.
Liverpool þarf að spila vel til að vinna á morgun því það eru góðir leikmenn í liði Crystal Palace. Fjögur lið eru efst og jöfn eftir fjóra leiki. Liverpool þarf að halda sig í þeim hópi. Ég spái því að Liverpool vinni 3:1. Diogo Jota skorar tvö og Sadio Mané eitt.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan