| Sf. Gutt
Sadio Mané kom Liverpool yfir á móti Crystal Palace í gær. Um leið og boltinn hafnaði í markinu náði hann tveimur merkum áföngum. Annar er einfaldlega met!
Í fyrsta lagi var markið 100. mark Sadio fyrir Liverpool. Hann er aðeins 18. leikmaðurinn í sögu Liverpool til að náð 100 mörkum. Mörkin hefur hann skorað í 224 leikjum. Hann er nú jafn Kevin Keegan með 100 mörk.
Sadio opnaði markareikning sinn í strax í sínum fyrsta leik þegar Liverpool vann Arsenal 3:4 14. ágúst 2016. Hann skoraði 13 mörk á sinni fyrstu leiktíð en síðan alltaf fleiri.
Hinn áfanginn sem Sadio náði með markinu í gær var sá að hann hefur nú skorað í níu leikjum í röð á móti Crystal Palace. Leikmaður hefur aldrei skorað í níu leikjum í röð á móti sama liðinu frá því Úrvalsdeildin var sett á stofn. Magnað afrek sem er um leið met!
TIL BAKA
Tveir merkir áfangar hjá Sadio!

Sadio Mané kom Liverpool yfir á móti Crystal Palace í gær. Um leið og boltinn hafnaði í markinu náði hann tveimur merkum áföngum. Annar er einfaldlega met!
Í fyrsta lagi var markið 100. mark Sadio fyrir Liverpool. Hann er aðeins 18. leikmaðurinn í sögu Liverpool til að náð 100 mörkum. Mörkin hefur hann skorað í 224 leikjum. Hann er nú jafn Kevin Keegan með 100 mörk.
Sadio opnaði markareikning sinn í strax í sínum fyrsta leik þegar Liverpool vann Arsenal 3:4 14. ágúst 2016. Hann skoraði 13 mörk á sinni fyrstu leiktíð en síðan alltaf fleiri.


Hinn áfanginn sem Sadio náði með markinu í gær var sá að hann hefur nú skorað í níu leikjum í röð á móti Crystal Palace. Leikmaður hefur aldrei skorað í níu leikjum í röð á móti sama liðinu frá því Úrvalsdeildin var sett á stofn. Magnað afrek sem er um leið met!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan