| Sf. Gutt
Þá er komið að Deildarbikarnum. Árangur Liverpool þar síðustu árin hefur ekki verið upp á marga fiska. Vonandi lagast árangurinn á þessu keppnistímabili.
Á síðustu leiktíð féll Liverpool við aðra hindrun en þá tapaði liðið í vítaspyrnukeppni á móti Arsenal á Anfield eftir að hafa verið með yfirburði í leiknum. Hvað um það nú er fyrsta hindrunin á Carrow Road í Norwich. Liverpool hóf deildina auðvitað þar og vann 0:3.
Það er þó næsta víst að liðin verða öðruvísi skipuð en um daginn. Alla vega er öruggt mál að Liverpool liðinu verður mikið breytt og kannski gerbreytt. Ekki er víst hvaða pól framkvæmdastjóri Norwich tekur í liðsvali sínu annað kvöld. Kanarífuglarnir eru án stiga í neðsta sæti deildarinnar og kannski verða bara ungliðar sendir til leiks. Hugsanlega velja þeir sterkt lið því Liverpool verður ekki með sitt besta lið. Það liggur fyrir!
Þó svo að Liverpool tefli ekki fram sínu besta liði á liðið að vinna í Norwich. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2. Divock Origi og Curtis Jones skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Þá er komið að Deildarbikarnum. Árangur Liverpool þar síðustu árin hefur ekki verið upp á marga fiska. Vonandi lagast árangurinn á þessu keppnistímabili.
Á síðustu leiktíð féll Liverpool við aðra hindrun en þá tapaði liðið í vítaspyrnukeppni á móti Arsenal á Anfield eftir að hafa verið með yfirburði í leiknum. Hvað um það nú er fyrsta hindrunin á Carrow Road í Norwich. Liverpool hóf deildina auðvitað þar og vann 0:3.
Það er þó næsta víst að liðin verða öðruvísi skipuð en um daginn. Alla vega er öruggt mál að Liverpool liðinu verður mikið breytt og kannski gerbreytt. Ekki er víst hvaða pól framkvæmdastjóri Norwich tekur í liðsvali sínu annað kvöld. Kanarífuglarnir eru án stiga í neðsta sæti deildarinnar og kannski verða bara ungliðar sendir til leiks. Hugsanlega velja þeir sterkt lið því Liverpool verður ekki með sitt besta lið. Það liggur fyrir!
Þó svo að Liverpool tefli ekki fram sínu besta liði á liðið að vinna í Norwich. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2. Divock Origi og Curtis Jones skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan