| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Leikdagur í Deildarbikar
Dagsetning hefur verið ákveðin á leik Liverpool við Preston North End í fjórðu umferð enska Deildarbikarsins.
Leikurinn fer fram miðvikudaginn 27. október næstkomandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Liðin hafa mæst aðeins einu sinni á þessari öld, nánar tiltekið í þriðju umferð FA bikarsins árið 2009, einnig á heimavelli Preston. Þar sigruðu okkar menn 0-2 með mörkum frá Albert Riera og Fernando Torres. Þess má til gamans geta að leikurinn var 400. leikur Liverpool í þessari frægu bikarkeppni. Liðin hafa hinsvegar aldrei mæst áður í Deildarbikarnum.
Það verður ansi þétt spilað í lok október og verður þetta fjórði útileikur liðsins í röð eftir landsleikjahlé mánaðarins. Áður en að þessum leik kemur eru útileikir við Watford, Atletico Madrid og Manchester United.
Leikurinn fer fram miðvikudaginn 27. október næstkomandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Liðin hafa mæst aðeins einu sinni á þessari öld, nánar tiltekið í þriðju umferð FA bikarsins árið 2009, einnig á heimavelli Preston. Þar sigruðu okkar menn 0-2 með mörkum frá Albert Riera og Fernando Torres. Þess má til gamans geta að leikurinn var 400. leikur Liverpool í þessari frægu bikarkeppni. Liðin hafa hinsvegar aldrei mæst áður í Deildarbikarnum.
Það verður ansi þétt spilað í lok október og verður þetta fjórði útileikur liðsins í röð eftir landsleikjahlé mánaðarins. Áður en að þessum leik kemur eru útileikir við Watford, Atletico Madrid og Manchester United.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan