| Sf. Gutt
Jafntefli 1:1 varð niðurstaðan í stórleik Liverpool og Manchester City á Anfield Road. Meistararnir voru sterkari fyrir hlé en Liverpool eftir. Úrslitin voru sanngjörn þegar allt er tekið en Liverpool hefði átt að halda út eftir að hafa komist yfir í tvígang.
Það var rafmagnað andrúmsloft á Anfield fyrir leik. Jürgen Klopp hafði hvatt stuðningsmenn Liverpool til að leggjast á árarnar með leikmönnum liðsins svo hægt væri að vinna sigur á Englandsmeisturunum. Fyrir leikinn var Roger Hunt goðsagnar í sögu Liverpool minnst með dynjandi lófataki. Um leið var myndverk sett upp á Kop stúkunni í minningu riddarans. En The Kop aðlaði Roger eftir að hann varð heimsmeistari með enska landsliðinu 1966. Magnþrungin stund!
Trent Alexander-Arnold gat ekki leikið með frekar en á móti Porto og líkt og í þeim leik leysti James Milner hann af hólmi. Liverpool byrjaði betur en fljótlega náðu ensku meistararnir undirtökunum. Það var þó lítið um opin færi fyrr en á 20. mínútu. Bernardo Silva tók þá magnaðan sprett frá miðju og fram að vítateig Liverpool. Hann sendi svo út til vinstri á Phil Foden sem komst inn í vítateiginn en Alisson Becker kom út á móti honum og varði stórvel.
Manchester City herjaði skiljanlega á James Milner og sá gamli hafði í mörg horn að líta. Á 34. mínútu sendi Phil fyrir frá vinstri á Kevin de Bruyne en hann skallaði yfir úr mjög góðu færi. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og gat Liverpool vel við unað að vera ekki undir því City var búið að vera betri aðilinn. Það sagði sína sögu að Jürgen Klopp dreif sig til búningsherbergis um leið og dómarinn flautaði til hálfleiks. Það var svo sannarlega full þörf á bætingu hjá leikmönnum Liverpool!
Liverpool lék mun betur eftir hlé og náði betri tökum á leiknum. Eftir fimm mínútur sendi Joël Matip fram á Diogo Jota sem náði skoti við vítateiginn en Ederson varði. Liverpool komst svo yfir á 59. mínútu. Mohamed Salah fékk boltann fyrir aftan miðju, lék fram völlinn og laumaði svo boltanum inn í vítateiginn til hægri á Sadio Mané sem kom æðandi fram og skoraði með öruggu skoti neðst í vinstra hornið. Glæsileg sókn! Gestirnir jöfnuðu tíu mínútum seinna. Gabriel Jesus tók rispu utan við teiginn og sendi svo til vinstri út á Phil. Hann virtist í þröngu færi en náði skoti sem hafnaði neðst í fjærhorninu án þess að Alisson ætti möguleika. Staðan jöfn.
Ekki löngu seinna braut James af sér og hefði með réttu átt að fá annað gult spjald en dómarinn sleppti því sem betur fer. Pep Guardiola varð skiljanlega fjúkandi reiður á hliðarlínunni og fékk áminningu! Rétt á eftir, á 76. mínútu, komst Liverpool aftur yfir með stórfenglegu marki. Liverpool hóf sókn hægra megin. Curtis Jones fékk boltann og sendi hann fram á Mohamed Salah. Hann sneri þrjá leikmenn City af sér við vítategishornið, lék inn í vítateiginn þar sem hann fór framhjá einum leikmanni í viðbót áður en hann þrumaði boltanum í stöng og inn úr þröngu færi við markteigshornið. Allt sprakk af fögnuði á Anfield! Þvílík tilþrif og markið með þeim allra fallegustu sem hann hefur skorað og þá er mikið sagt! Mohamed er einfaldlega einn allra besti framherji í öllum heiminum!
James var auðvitað tekinn af velli og Joe Gomez kom inn. Það var ekki hægt að taka meiri áhættu með öldunginn sem reyndar stóð sig vel í erfiðum aðstæðum. Liverpool hefði nú átt að landa sigri en City gaf það ekki eftir. Þegar níu mínútur voru eftir náði Liverpool ekki að koma boltanum frá. Kevin fékk boltann og skaut rétt utan vítateigs. Boltinn breytti stefnu af Joël og hafnaði í netinu. Aftur jafnt!
Liverpool fékk upplagt færi til að tryggja sér sigur þegar þrjár mínútur voru eftir. Eftir aukaspyrnu frá hægri missti Ederson af boltanum og Fabinho Tavarez fékk hann við fjærstöngina fyrir opnu marki. Hann lagði boltann fyrir sig og það gaf Rodri færi á að komast til baka og bjarga við marklínuna. Fabinho hefði sannarlega átt að skora en björgun Rodri var mögnuð. Leiknum lauk því með jafntefli og voru það sanngjörn úrslit.
Liverpool lék alls ekki nógu vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndi liðið sitt rétta andlit. Frábær leikur tveggja magnaðra liða og andrúmsloftið á Anfield rafmagnað. Þessi leikur verður lengi í minnum hafður!
Mörk Liverpool: Sadio Mané (59. mín.) og Mohamed Salah (76. mín.).
Gul spjöld: James Milner, Diogo Jota og Fabinho Tavarez.
Mörk Manchester City: Phil Foden (69. mín.) og Kevin de Bruyne (81. mín.).
Gul spjöld: Rúben Dias, João Cancelo og Bernardo Silva.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn skoraði sórfenglegt mark sem lengi veður í minnum haft. Hann lagði líka upp mark og var frábær eins og svo oft áður. Hann er einfaldlega einn besti knattspyrnumaður í heimi!
Jürgen Klopp: Ég þakka Guði fyrir að knattspyrnuleikir eru með tvo hálfleiki. Við erum ánægðir með síðari hálfleikinn og ekki nógu sáttir með þann fyrri af augljósum ástæðum.
TIL BAKA
Jafntefli við meistarana
Jafntefli 1:1 varð niðurstaðan í stórleik Liverpool og Manchester City á Anfield Road. Meistararnir voru sterkari fyrir hlé en Liverpool eftir. Úrslitin voru sanngjörn þegar allt er tekið en Liverpool hefði átt að halda út eftir að hafa komist yfir í tvígang.
Það var rafmagnað andrúmsloft á Anfield fyrir leik. Jürgen Klopp hafði hvatt stuðningsmenn Liverpool til að leggjast á árarnar með leikmönnum liðsins svo hægt væri að vinna sigur á Englandsmeisturunum. Fyrir leikinn var Roger Hunt goðsagnar í sögu Liverpool minnst með dynjandi lófataki. Um leið var myndverk sett upp á Kop stúkunni í minningu riddarans. En The Kop aðlaði Roger eftir að hann varð heimsmeistari með enska landsliðinu 1966. Magnþrungin stund!
Trent Alexander-Arnold gat ekki leikið með frekar en á móti Porto og líkt og í þeim leik leysti James Milner hann af hólmi. Liverpool byrjaði betur en fljótlega náðu ensku meistararnir undirtökunum. Það var þó lítið um opin færi fyrr en á 20. mínútu. Bernardo Silva tók þá magnaðan sprett frá miðju og fram að vítateig Liverpool. Hann sendi svo út til vinstri á Phil Foden sem komst inn í vítateiginn en Alisson Becker kom út á móti honum og varði stórvel.
Manchester City herjaði skiljanlega á James Milner og sá gamli hafði í mörg horn að líta. Á 34. mínútu sendi Phil fyrir frá vinstri á Kevin de Bruyne en hann skallaði yfir úr mjög góðu færi. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og gat Liverpool vel við unað að vera ekki undir því City var búið að vera betri aðilinn. Það sagði sína sögu að Jürgen Klopp dreif sig til búningsherbergis um leið og dómarinn flautaði til hálfleiks. Það var svo sannarlega full þörf á bætingu hjá leikmönnum Liverpool!
Liverpool lék mun betur eftir hlé og náði betri tökum á leiknum. Eftir fimm mínútur sendi Joël Matip fram á Diogo Jota sem náði skoti við vítateiginn en Ederson varði. Liverpool komst svo yfir á 59. mínútu. Mohamed Salah fékk boltann fyrir aftan miðju, lék fram völlinn og laumaði svo boltanum inn í vítateiginn til hægri á Sadio Mané sem kom æðandi fram og skoraði með öruggu skoti neðst í vinstra hornið. Glæsileg sókn! Gestirnir jöfnuðu tíu mínútum seinna. Gabriel Jesus tók rispu utan við teiginn og sendi svo til vinstri út á Phil. Hann virtist í þröngu færi en náði skoti sem hafnaði neðst í fjærhorninu án þess að Alisson ætti möguleika. Staðan jöfn.
Ekki löngu seinna braut James af sér og hefði með réttu átt að fá annað gult spjald en dómarinn sleppti því sem betur fer. Pep Guardiola varð skiljanlega fjúkandi reiður á hliðarlínunni og fékk áminningu! Rétt á eftir, á 76. mínútu, komst Liverpool aftur yfir með stórfenglegu marki. Liverpool hóf sókn hægra megin. Curtis Jones fékk boltann og sendi hann fram á Mohamed Salah. Hann sneri þrjá leikmenn City af sér við vítategishornið, lék inn í vítateiginn þar sem hann fór framhjá einum leikmanni í viðbót áður en hann þrumaði boltanum í stöng og inn úr þröngu færi við markteigshornið. Allt sprakk af fögnuði á Anfield! Þvílík tilþrif og markið með þeim allra fallegustu sem hann hefur skorað og þá er mikið sagt! Mohamed er einfaldlega einn allra besti framherji í öllum heiminum!
James var auðvitað tekinn af velli og Joe Gomez kom inn. Það var ekki hægt að taka meiri áhættu með öldunginn sem reyndar stóð sig vel í erfiðum aðstæðum. Liverpool hefði nú átt að landa sigri en City gaf það ekki eftir. Þegar níu mínútur voru eftir náði Liverpool ekki að koma boltanum frá. Kevin fékk boltann og skaut rétt utan vítateigs. Boltinn breytti stefnu af Joël og hafnaði í netinu. Aftur jafnt!
Liverpool fékk upplagt færi til að tryggja sér sigur þegar þrjár mínútur voru eftir. Eftir aukaspyrnu frá hægri missti Ederson af boltanum og Fabinho Tavarez fékk hann við fjærstöngina fyrir opnu marki. Hann lagði boltann fyrir sig og það gaf Rodri færi á að komast til baka og bjarga við marklínuna. Fabinho hefði sannarlega átt að skora en björgun Rodri var mögnuð. Leiknum lauk því með jafntefli og voru það sanngjörn úrslit.
Liverpool lék alls ekki nógu vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndi liðið sitt rétta andlit. Frábær leikur tveggja magnaðra liða og andrúmsloftið á Anfield rafmagnað. Þessi leikur verður lengi í minnum hafður!
Mörk Liverpool: Sadio Mané (59. mín.) og Mohamed Salah (76. mín.).
Gul spjöld: James Milner, Diogo Jota og Fabinho Tavarez.
Mörk Manchester City: Phil Foden (69. mín.) og Kevin de Bruyne (81. mín.).
Gul spjöld: Rúben Dias, João Cancelo og Bernardo Silva.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn skoraði sórfenglegt mark sem lengi veður í minnum haft. Hann lagði líka upp mark og var frábær eins og svo oft áður. Hann er einfaldlega einn besti knattspyrnumaður í heimi!
Jürgen Klopp: Ég þakka Guði fyrir að knattspyrnuleikir eru með tvo hálfleiki. Við erum ánægðir með síðari hálfleikinn og ekki nógu sáttir með þann fyrri af augljósum ástæðum.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði í níunda sinn á sparktíðinni.
- Hann er búinn að skora í sjö leikjum í röð í öllum keppnum það sem af er keppnistímabilsins.
- Mohamed Salah skoraði í níunda sinn á sparktíðinni.
- Hann er búinn að skora í sjö leikjum í röð í öllum keppnum það sem af er keppnistímabilsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan