| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er stórleikur á dagskrá í kvöld þegar okkar menn heimsækja Atletico Madrid í 3. umferð riðlakeppni Meistaradeildar.
Heimavöllur Atletico er Wanda Metropolitano leikvangurinn og þaðan eigum við ljúfar minningar frá árinu 2019 þegar sjötti Evrópumeistaratitillinn var tryggður með 2-0 sigri á Tottenham. Þó eru ekki eins góðar minningar frá síðustu heimsókn þangað en í febrúar árið 2020 tapaði Liverpool 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Flestir muna svo eftir seinni leik liðanna á Anfield, rétt áður en allt lokaðist vegna Kórónuveirunnar og er sá leikur reyndar talinn eiga stóran þátt í útbreiðslu veirunnar í Liverpool borg og valda fjölda dauðsfalla, en það er önnur saga.
Liðin leiða saman hesta sína í kvöld í sjöunda skipti og hefur Liverpool ekki tekist að vinna Spánverjana á þeirra heimavelli (eitt jafntefli og tvö töp). Jürgen Klopp endurheimtir Alisson og Fabinho í liðið en þeir hafa beðið rólegir á Spáni síðan landsleikjahléinu lauk. Áfram á meiðslalista eru svo þeir Curtis Jones, Thiago og Harvey Elliott. Hjá heimamönnum lítur út fyrir að Diego Simeone hafi úr öllum sínum leikmönnum að velja en þeir Jose Gimenez, Marcos Llorente og Matheus Cunha hafa náð sér af meiðslum. Þess má svo geta að Madridingar fengu frí í deildinni um síðustu helgi þar sem nokkrir leikmenn þeirra voru í landsliðsverkefnum í Suður-Ameríku og hefðu skilað sér seint til Spánar, munaður sem okkar menn gátu ekki leyft sér á Englandi. Spænska liðið mætir því vel úthvílt í þennan leik.
Þetta er klárlega toppslagur riðilsins og erfitt verkefni er framundan hjá gestunum. Heimamenn eru ríkjandi Spánarmeistarar og eru með 17 stig eftir átta leiki í deildinni heimafyrir, þar sem þeir eiga leik til góða (ásamt fleiri liðum) á topplið Real Sociedad sem eru með 20 stig. Einn leikur hefur tapast það sem af er hjá þeim og kom það kannski svolítið á óvart þegar Alavés (sem eru í fallsæti) unnu 1-0 sigur í lok september. Í hinum leikjunum tveimur í þessum riðli gerði liðið kannski nokkuð óvænt jafntefli við Porto á heimavelli í fyrstu umferð og unnu svo AC Milan á Ítalíu í síðustu umferð með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Sigur hjá okkar mönnum í kvöld myndi fleyta liðinu langt með að tryggja sig inní 16-liða úrslitin í febrúar og það er kannski eitthvað sem Klopp horfir hýru auga til, en hann hlýtur einnig að leiða örlítið hugann að leik helgarinnar þegar hann ákveður hverjir byrja. Það verða klárlega einhverjar breytingar á liðinu, fyrir utan þær augljósu að Alisson og Fabinho koma inn en einhverjir þeirra sem byrjuðu gegn Watford um helgina fá sér sæti á bekknum í kvöld. Það verður ekkert spáð frekar fyrir um það og þetta kemur allt í ljós.
Spáin að þessu sinni er sú að liðin muni sætta sig við jafntefli í kvöld, 1-1. Okkar menn skora fyrst en heimamenn jafna um miðjan seinni hálfleikinn. Bæði lið fá svo góð tækifæri til að tryggja sér sigur en tekst ekki. Þetta eru úrslit sem eru alveg ásættanleg svona fyrirfram þó auðvitað viljum við sjá okkar menn vinna alla leiki.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino spilar líklega sinn 300. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Jordan Henderson gæti spilað Evrópuleik númer 60 fyrir félagið.
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna það sem af er tímabils með 10 mörk í öllum keppnum, þar af þrjú í Meistaradeild.
- Luis Suarez er markahæstur Madridinga með fimm mörk alls, þar af eitt í Meistaradeild.
Heimavöllur Atletico er Wanda Metropolitano leikvangurinn og þaðan eigum við ljúfar minningar frá árinu 2019 þegar sjötti Evrópumeistaratitillinn var tryggður með 2-0 sigri á Tottenham. Þó eru ekki eins góðar minningar frá síðustu heimsókn þangað en í febrúar árið 2020 tapaði Liverpool 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Flestir muna svo eftir seinni leik liðanna á Anfield, rétt áður en allt lokaðist vegna Kórónuveirunnar og er sá leikur reyndar talinn eiga stóran þátt í útbreiðslu veirunnar í Liverpool borg og valda fjölda dauðsfalla, en það er önnur saga.
Liðin leiða saman hesta sína í kvöld í sjöunda skipti og hefur Liverpool ekki tekist að vinna Spánverjana á þeirra heimavelli (eitt jafntefli og tvö töp). Jürgen Klopp endurheimtir Alisson og Fabinho í liðið en þeir hafa beðið rólegir á Spáni síðan landsleikjahléinu lauk. Áfram á meiðslalista eru svo þeir Curtis Jones, Thiago og Harvey Elliott. Hjá heimamönnum lítur út fyrir að Diego Simeone hafi úr öllum sínum leikmönnum að velja en þeir Jose Gimenez, Marcos Llorente og Matheus Cunha hafa náð sér af meiðslum. Þess má svo geta að Madridingar fengu frí í deildinni um síðustu helgi þar sem nokkrir leikmenn þeirra voru í landsliðsverkefnum í Suður-Ameríku og hefðu skilað sér seint til Spánar, munaður sem okkar menn gátu ekki leyft sér á Englandi. Spænska liðið mætir því vel úthvílt í þennan leik.
Þetta er klárlega toppslagur riðilsins og erfitt verkefni er framundan hjá gestunum. Heimamenn eru ríkjandi Spánarmeistarar og eru með 17 stig eftir átta leiki í deildinni heimafyrir, þar sem þeir eiga leik til góða (ásamt fleiri liðum) á topplið Real Sociedad sem eru með 20 stig. Einn leikur hefur tapast það sem af er hjá þeim og kom það kannski svolítið á óvart þegar Alavés (sem eru í fallsæti) unnu 1-0 sigur í lok september. Í hinum leikjunum tveimur í þessum riðli gerði liðið kannski nokkuð óvænt jafntefli við Porto á heimavelli í fyrstu umferð og unnu svo AC Milan á Ítalíu í síðustu umferð með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Sigur hjá okkar mönnum í kvöld myndi fleyta liðinu langt með að tryggja sig inní 16-liða úrslitin í febrúar og það er kannski eitthvað sem Klopp horfir hýru auga til, en hann hlýtur einnig að leiða örlítið hugann að leik helgarinnar þegar hann ákveður hverjir byrja. Það verða klárlega einhverjar breytingar á liðinu, fyrir utan þær augljósu að Alisson og Fabinho koma inn en einhverjir þeirra sem byrjuðu gegn Watford um helgina fá sér sæti á bekknum í kvöld. Það verður ekkert spáð frekar fyrir um það og þetta kemur allt í ljós.
Spáin að þessu sinni er sú að liðin muni sætta sig við jafntefli í kvöld, 1-1. Okkar menn skora fyrst en heimamenn jafna um miðjan seinni hálfleikinn. Bæði lið fá svo góð tækifæri til að tryggja sér sigur en tekst ekki. Þetta eru úrslit sem eru alveg ásættanleg svona fyrirfram þó auðvitað viljum við sjá okkar menn vinna alla leiki.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino spilar líklega sinn 300. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Jordan Henderson gæti spilað Evrópuleik númer 60 fyrir félagið.
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna það sem af er tímabils með 10 mörk í öllum keppnum, þar af þrjú í Meistaradeild.
- Luis Suarez er markahæstur Madridinga með fimm mörk alls, þar af eitt í Meistaradeild.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan