| Sf. Gutt
Manchester United vs Liverpool
Liverpool fer til Manchester til að taka hús á Manchester United. Enn einu sinni takast þessir miklu keppninautar á og það vantar ekki að mikið verður undir. Samt bara þrjú stig í boði fyrir þennan leik eins og aðra.
Manchester City og Chelsea slaka hvergi á og Liverpool og Manchester geta ekki leyft sér að misstíga sig neitt á ef á að halda í þessi tvö lið sem fyrr voru nefnd. Liverpool er aðeins fyrir ofan Manchester United og sigur myndi koma sér vel í toppbaráttunni. Það verður erfitt að ná þremur stigum úr leiknum því Liverpool spilar sjaldan mjög vel á Old Trafford. Það er gömul saga og ný!
Á síðasta keppnistímabili vann Liverpool þó sætan sigur á Old Trafford. Liverpool vann 2:4 á lokaspretti deildarinnar og þau stig hjálpuðu mikið til að landa Meistaradeildarsætinu. Liðin eru kannski álíka stödd og þá þó svo Liverpool sé í betra formi. Manchester United hefur vantað stöðugleika. Liðið spilar mjög vel þegar vel tekst til en inn á milli er liðið ekki sannfærandi. Það má því segja að það sé lag til að vinna á Old Trafford á morgun. Til þess að það takist þarf Liverpool að spila mjög vel líkt og liðið gerði síðast þegar liðin mættust. Liverpool sýndi í Madríd í vikunni að liðið getur unnið á erfiðustu útivöllum þegar allt gengur upp og þess vegna er vel hægt að vinna Manchester United þó á útivelli sé. Liverpool er með sína bestu menn til taks utan að Thiago Alcântara er ennþá meiddur.
Ég spái því að veturinn byrji vel og Liverpool vinni sigur í Manchester. Liverpool vinnur 1:2. Mohamed Salah og Roberto Firmino skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Manchester United vs Liverpool
Liverpool fer til Manchester til að taka hús á Manchester United. Enn einu sinni takast þessir miklu keppninautar á og það vantar ekki að mikið verður undir. Samt bara þrjú stig í boði fyrir þennan leik eins og aðra.
Manchester City og Chelsea slaka hvergi á og Liverpool og Manchester geta ekki leyft sér að misstíga sig neitt á ef á að halda í þessi tvö lið sem fyrr voru nefnd. Liverpool er aðeins fyrir ofan Manchester United og sigur myndi koma sér vel í toppbaráttunni. Það verður erfitt að ná þremur stigum úr leiknum því Liverpool spilar sjaldan mjög vel á Old Trafford. Það er gömul saga og ný!
Á síðasta keppnistímabili vann Liverpool þó sætan sigur á Old Trafford. Liverpool vann 2:4 á lokaspretti deildarinnar og þau stig hjálpuðu mikið til að landa Meistaradeildarsætinu. Liðin eru kannski álíka stödd og þá þó svo Liverpool sé í betra formi. Manchester United hefur vantað stöðugleika. Liðið spilar mjög vel þegar vel tekst til en inn á milli er liðið ekki sannfærandi. Það má því segja að það sé lag til að vinna á Old Trafford á morgun. Til þess að það takist þarf Liverpool að spila mjög vel líkt og liðið gerði síðast þegar liðin mættust. Liverpool sýndi í Madríd í vikunni að liðið getur unnið á erfiðustu útivöllum þegar allt gengur upp og þess vegna er vel hægt að vinna Manchester United þó á útivelli sé. Liverpool er með sína bestu menn til taks utan að Thiago Alcântara er ennþá meiddur.
Ég spái því að veturinn byrji vel og Liverpool vinni sigur í Manchester. Liverpool vinnur 1:2. Mohamed Salah og Roberto Firmino skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan