| Sf. Gutt
Liverpool niðurlægði Manchester United á Old Trafford síðdegis í dag og vann 0:5! Þetta er stærsti sigur Liverpool á Old Trafford í sögunni! Sigur sem lengi verður í minnum hafður!
Fabinho Tavarez gat ekki spilað vegna meiðsla og svo var Joël Matip óvænt á bekknum. Í hans stað kom Ibrahima Konaté. Kom þetta mörgum á óvart. Diogo Jota kom í byrjunarliðið í stað Sadio Mané.
Manchester United fékk fyrsta færi leiksins á 4. mínútu. Boltinn gekk hratt frá vinstri til hægri en Bruno Fernandes skaut upp í stúku úr góðu skotfæri í vítateignum. Um mínútu seinna tók Liverpool forystu. Alisson Becker hóf sóknina og boltinn gekk manna á milli fram völlinn. Roberto Firmino sendi svo fram á Mohamed Salah sem lék fram að vítateignum og sendi svo boltann til hægri á Naby Keita og hann skoraði örugglega úr vítateignum. Vörn Manchester United galopin eftir snilldarsamleik Rauða hersins. Liverpool lét kné fylgja kviði og á 13. mínútu kom annað mark. Andrew Robertson sendi fram að vítateig United þar sem tveir varnarmenn rugluðust í rýminu. Naby náði boltanum og sendi hann út til hægri á Trent Alexander-Arnold sem gaf viðstöðulaust fyrir markið. Diogo teygði sig í boltann og skoraði af stuttu færi.
Rétt eftir miðjan hálfleikinn varð James Milner að fara af velli eftir að hafa tognað. Curtis Jones kom í hans stað. Eftir rétt tæpan hálftíma átti Mason Greenwood skot hægra megin úr vítateginum sem Alisson Becker varði vel. Stuttu á eftir slapp Mohamed inn í vítateig United hægra megin eftir langa sendingu aftur frá mótherja en færið var þröngt og David De Gea varði.
Þriðja mark Liverpool kom á 38. mínútu. Gott spil endaði með því að Mohamed reyndi skot við vítateigslínuna. Skotið fór í varnarmann og boltinn hrökk inn í vítateiginn til hægri til Naby. Hann sendi fyrir markið þar sem Mohamed var mættur eins og gammur á bráð og smellti boltanum í markið af stuttu færi. Frábært spil í aðdraganda marksins! Cristiano Ronaldo var svo heppinn að vera ekki rekinn út af eftir að hann sparkaði tvívegis í Curtis. Í seinna skiptið þar sem Curtis lá. Boltinn var í milli en ásetningurinn algjör.
Það var ekki allt búið því rétt áður en dómarinn flautaði af kom enn eitt markið. Liverpool spilaði fram völlinn eftir aukaspyrnu við miðju vallarins vinstra megin. Andrew sendi til Diogo sem fékk boltann við vítateigslínuna. Hann renndi boltanum út til hægri á Mohamed sem skoraði viðstöðulaust. Staðan orðin 0:4! Algjör sýning og stuðningsmenn Liverpool voru í skýjunum. Á hinn bóginn bauluðu stuðningsmenn Manchester United hátt á sína menn þegar þeir fóru til búningsherbergja. Ótrúleg staða!
Liverpool hélt uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks. Á 50. mínútu vann Jordan Henderson boltann á miðjunni. Hann lék aðeins fram og stakk boltanum svo inn fyrir vörnina, með meistaralegri utanfótarspyrnu, á Mohamed. Egyptinn lék inn í vítateiginn hægra megin og sneiddi boltann svo framhjá David í markinu sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Stórkostleg sending og afgreiðslan í hæsta gæðaflokki! Staðan á Old Trafford orðin 0:5 fyrir Liverpool!!!!!
Nokkrum mínútum seinna skoraði Cristiano úr vítateignum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu var Paul Pobga, sem kom inn sem varamaður í hálfleik, rekinn af velli eftir að hafa sparkað með sólanum í legginn á Naby. Það merkilega var að dómarinn þurfti að skoða atvikið í sjónvarpi til að sjá að hann átti að reka Paul út af í stað þess að sýna honum gult spjald eins og hann gerði upphaflega. Fautalegt brot! Það þurfti að bera Naby af velli og óvíst er um meiðsli hans. Alex Oxlade-Chamberlain kom í stað Naby.
Á 71. mínútu átti Trent fast skot utan vítateigs sem David varði vel í horn. Heimamenn ógnuðu á 83. mínútu og boltinn fór í þverslána eftir tilraun Edinson Cavani af örstuttu færi.
Annars var leikurinn eftir að Paul var rekinn af velli ótrúlegur á að horfa. Liverpool hélt boltanum tímunum saman og leikmenn Manchester United hlupu á milli. Liverpool hélt í raun hálftíma æfingu í samspili á Old Traffrod og á meðan kyrjuðu stuðningsmenn Liverpool söngva sína fullum hálsi. Manchester United getur bara þakkað fyrir að Liverpool gerði ekki meiri atlögur að því að skora fleiri mörk!
Það var ekki hægt að segja að mikill fögnuður hafi brotist út þegar flautað var til leiksloka. Stuðningsmenn Liverpool voru nefnilega búnir að halda háværa sigurhátíð frá því flautað var til hálfleiks og kannski allt frá því Naby Keita skoraði fyrsta mark leiksins. Liverpool spilaði í raun ekki eins og liðið getur best. En liðið var samt frábært og refsaði heimamönnum grimmilega hvað eftir annað! Metsigur sem lengi verður í minnum hafður! Hans verður jafn lengi minnst og Liverpool og Manchester United munu spila knattspyrnu!
Rautt spjald: Paul Pogba.
Gul spjöld: Luke Shaw, Cristiano Ronaldo, Fred, Bruno Fernandes, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka.
Mörk Liverpool: Naby Keita (5. mín.), Diogo Jota (13. mín.), Mohamed Salah (38., 45. og 50. mín.).
Áhorfendur á Old Trafford: 73.088.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egypski kóngurinn var óviðráðanlegur! Það fer að skorta lýsingarorð til að gera almennilega grein fyrir því hvað Mohamed Salah er að gera á knattspyrnuvöllum um þessar mundir!
Jürgen Klopp: Einn af bestu dögum ferilsins? Ég hef nú ekki hugsað um það ennþá. En þetta er góður dagur. Virkilega góður og ég ætla ekki að vera með neina vanvirðingu í þeim efnum. Ég veit það samt ekki. En ég veit að þetta var merkilegur sigur. Það er ekki vafi á því. Eftir leikinn var mér sagt að þetta hefði ekki gerst áður í sögu langri sögu LFC. Þessi leikmannahópur er sífellt að reyna að skrifa nýja stutta kafla í þá stóru og miklu bók sem varðveitir sögu félagsins. Í kvöld skrifuðu þeir einn slíkan. Einn lítinn kafla!
- Þetta er stærsti sigur Liverpool á Old Trafford í sögunni!
- Naby Keita skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Diogo Jota skoraði í fjórða sinn á sparktíðinni.
- Mohamed Salah er nú kominn með 15 mörk á keppnistímabilinu.
- Hann bætti sitt eigið met með því að skora í tíunda leiknum í röð.
- Mohamed er nú orðinn markahæstur allra leikmanna frá Afríku í efstu deild á Englandi.
- Þetta var 200. sigur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Hann náði 200. sigrinum í sínum 331. leik sem er félagsmet!
TIL BAKA
Liverpool niðurlægði Manchester United!
Liverpool niðurlægði Manchester United á Old Trafford síðdegis í dag og vann 0:5! Þetta er stærsti sigur Liverpool á Old Trafford í sögunni! Sigur sem lengi verður í minnum hafður!
Fabinho Tavarez gat ekki spilað vegna meiðsla og svo var Joël Matip óvænt á bekknum. Í hans stað kom Ibrahima Konaté. Kom þetta mörgum á óvart. Diogo Jota kom í byrjunarliðið í stað Sadio Mané.
Manchester United fékk fyrsta færi leiksins á 4. mínútu. Boltinn gekk hratt frá vinstri til hægri en Bruno Fernandes skaut upp í stúku úr góðu skotfæri í vítateignum. Um mínútu seinna tók Liverpool forystu. Alisson Becker hóf sóknina og boltinn gekk manna á milli fram völlinn. Roberto Firmino sendi svo fram á Mohamed Salah sem lék fram að vítateignum og sendi svo boltann til hægri á Naby Keita og hann skoraði örugglega úr vítateignum. Vörn Manchester United galopin eftir snilldarsamleik Rauða hersins. Liverpool lét kné fylgja kviði og á 13. mínútu kom annað mark. Andrew Robertson sendi fram að vítateig United þar sem tveir varnarmenn rugluðust í rýminu. Naby náði boltanum og sendi hann út til hægri á Trent Alexander-Arnold sem gaf viðstöðulaust fyrir markið. Diogo teygði sig í boltann og skoraði af stuttu færi.
Rétt eftir miðjan hálfleikinn varð James Milner að fara af velli eftir að hafa tognað. Curtis Jones kom í hans stað. Eftir rétt tæpan hálftíma átti Mason Greenwood skot hægra megin úr vítateginum sem Alisson Becker varði vel. Stuttu á eftir slapp Mohamed inn í vítateig United hægra megin eftir langa sendingu aftur frá mótherja en færið var þröngt og David De Gea varði.
Þriðja mark Liverpool kom á 38. mínútu. Gott spil endaði með því að Mohamed reyndi skot við vítateigslínuna. Skotið fór í varnarmann og boltinn hrökk inn í vítateiginn til hægri til Naby. Hann sendi fyrir markið þar sem Mohamed var mættur eins og gammur á bráð og smellti boltanum í markið af stuttu færi. Frábært spil í aðdraganda marksins! Cristiano Ronaldo var svo heppinn að vera ekki rekinn út af eftir að hann sparkaði tvívegis í Curtis. Í seinna skiptið þar sem Curtis lá. Boltinn var í milli en ásetningurinn algjör.
Það var ekki allt búið því rétt áður en dómarinn flautaði af kom enn eitt markið. Liverpool spilaði fram völlinn eftir aukaspyrnu við miðju vallarins vinstra megin. Andrew sendi til Diogo sem fékk boltann við vítateigslínuna. Hann renndi boltanum út til hægri á Mohamed sem skoraði viðstöðulaust. Staðan orðin 0:4! Algjör sýning og stuðningsmenn Liverpool voru í skýjunum. Á hinn bóginn bauluðu stuðningsmenn Manchester United hátt á sína menn þegar þeir fóru til búningsherbergja. Ótrúleg staða!
Liverpool hélt uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks. Á 50. mínútu vann Jordan Henderson boltann á miðjunni. Hann lék aðeins fram og stakk boltanum svo inn fyrir vörnina, með meistaralegri utanfótarspyrnu, á Mohamed. Egyptinn lék inn í vítateiginn hægra megin og sneiddi boltann svo framhjá David í markinu sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Stórkostleg sending og afgreiðslan í hæsta gæðaflokki! Staðan á Old Trafford orðin 0:5 fyrir Liverpool!!!!!
Nokkrum mínútum seinna skoraði Cristiano úr vítateignum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu var Paul Pobga, sem kom inn sem varamaður í hálfleik, rekinn af velli eftir að hafa sparkað með sólanum í legginn á Naby. Það merkilega var að dómarinn þurfti að skoða atvikið í sjónvarpi til að sjá að hann átti að reka Paul út af í stað þess að sýna honum gult spjald eins og hann gerði upphaflega. Fautalegt brot! Það þurfti að bera Naby af velli og óvíst er um meiðsli hans. Alex Oxlade-Chamberlain kom í stað Naby.
Á 71. mínútu átti Trent fast skot utan vítateigs sem David varði vel í horn. Heimamenn ógnuðu á 83. mínútu og boltinn fór í þverslána eftir tilraun Edinson Cavani af örstuttu færi.
Annars var leikurinn eftir að Paul var rekinn af velli ótrúlegur á að horfa. Liverpool hélt boltanum tímunum saman og leikmenn Manchester United hlupu á milli. Liverpool hélt í raun hálftíma æfingu í samspili á Old Traffrod og á meðan kyrjuðu stuðningsmenn Liverpool söngva sína fullum hálsi. Manchester United getur bara þakkað fyrir að Liverpool gerði ekki meiri atlögur að því að skora fleiri mörk!
Það var ekki hægt að segja að mikill fögnuður hafi brotist út þegar flautað var til leiksloka. Stuðningsmenn Liverpool voru nefnilega búnir að halda háværa sigurhátíð frá því flautað var til hálfleiks og kannski allt frá því Naby Keita skoraði fyrsta mark leiksins. Liverpool spilaði í raun ekki eins og liðið getur best. En liðið var samt frábært og refsaði heimamönnum grimmilega hvað eftir annað! Metsigur sem lengi verður í minnum hafður! Hans verður jafn lengi minnst og Liverpool og Manchester United munu spila knattspyrnu!
Rautt spjald: Paul Pogba.
Gul spjöld: Luke Shaw, Cristiano Ronaldo, Fred, Bruno Fernandes, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka.
Mörk Liverpool: Naby Keita (5. mín.), Diogo Jota (13. mín.), Mohamed Salah (38., 45. og 50. mín.).
Áhorfendur á Old Trafford: 73.088.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egypski kóngurinn var óviðráðanlegur! Það fer að skorta lýsingarorð til að gera almennilega grein fyrir því hvað Mohamed Salah er að gera á knattspyrnuvöllum um þessar mundir!
Jürgen Klopp: Einn af bestu dögum ferilsins? Ég hef nú ekki hugsað um það ennþá. En þetta er góður dagur. Virkilega góður og ég ætla ekki að vera með neina vanvirðingu í þeim efnum. Ég veit það samt ekki. En ég veit að þetta var merkilegur sigur. Það er ekki vafi á því. Eftir leikinn var mér sagt að þetta hefði ekki gerst áður í sögu langri sögu LFC. Þessi leikmannahópur er sífellt að reyna að skrifa nýja stutta kafla í þá stóru og miklu bók sem varðveitir sögu félagsins. Í kvöld skrifuðu þeir einn slíkan. Einn lítinn kafla!
Fróðleikur
- Þetta er stærsti sigur Liverpool á Old Trafford í sögunni!
- Naby Keita skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Diogo Jota skoraði í fjórða sinn á sparktíðinni.
- Mohamed Salah er nú kominn með 15 mörk á keppnistímabilinu.
- Hann bætti sitt eigið met með því að skora í tíunda leiknum í röð.
- Mohamed er nú orðinn markahæstur allra leikmanna frá Afríku í efstu deild á Englandi.
- Þetta var 200. sigur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Hann náði 200. sigrinum í sínum 331. leik sem er félagsmet!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan