| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerði það ekki endasleppt á sunnudaginn á móti Manchester United. Hann skoraði þrennu og setti fjögur met í leiknum. Reyndar féllu fleiri met.
Merkilegasta metið var að sigurinn var sá stærsti sem Liverpool hefur unnið á Old Trafford í allri sögu félagsins!
Mohamed Salah varð fyrstur leikmanna Liverpool til að skora í tíu leikjum í röð. Hann bætti met sem hann setti sjálfur í síðasta leik.
Enginn leikmaður frá Afríku hefur nú skorað fleiri mörk í efstu deild á Englandi. Mohamed Salah sló met sem Didier Drogba leikmaður Chelsea átti. Met Didier, sem er frá Fílabeinsströndinni, var 104 mörk. Egyptinn er nú búinn að skora 107 mörk. Í þriðja sæti er Senegalinn Sadio Mané með 100 mörk.
Mohamed varð fyrstur leikmanna til að skora þrennu á Old Trafford í deildarleik á móti Manchester United frá því Úrvalsdeildin var stofnuð.
Mohamed varð fyrsti leikmaður Liverpool til að skora þrennu á Old Trafford frá því Fred Howe gerði það í nóvember 1936. Liverpool vann þann leik 2:5.
Mohamed jafnaði félagsmet með því að skora í fimmta útileiknum í röð. Sam Raybould afrekaði þetta áður á keppnistímabilinu 1902/03.
Mohamed Salah skoraði í þriðja leiknum í röð á Old Trafford. Enginn leikmaður Liverpool hefur afrekað það áður. Mohamed skoraði tvö mörk í FA bikarnum þegar liðin mættust snemma á árinu og svo aftur í vor í deildarleik.
Liverpool er fyrsta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar til að skora þrjú mörk eða fleiri í níu leikjum í röð í öllum keppnum.
Þetta var 200. sigur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Hann náði 200. sigrinum í sínum 331. leik sem er félagsmet!
TIL BAKA
Metaregn í stórsigrinum á Old Trafford!

Mohamed Salah gerði það ekki endasleppt á sunnudaginn á móti Manchester United. Hann skoraði þrennu og setti fjögur met í leiknum. Reyndar féllu fleiri met.
Merkilegasta metið var að sigurinn var sá stærsti sem Liverpool hefur unnið á Old Trafford í allri sögu félagsins!
Mohamed Salah varð fyrstur leikmanna Liverpool til að skora í tíu leikjum í röð. Hann bætti met sem hann setti sjálfur í síðasta leik.
Enginn leikmaður frá Afríku hefur nú skorað fleiri mörk í efstu deild á Englandi. Mohamed Salah sló met sem Didier Drogba leikmaður Chelsea átti. Met Didier, sem er frá Fílabeinsströndinni, var 104 mörk. Egyptinn er nú búinn að skora 107 mörk. Í þriðja sæti er Senegalinn Sadio Mané með 100 mörk.

Mohamed varð fyrstur leikmanna til að skora þrennu á Old Trafford í deildarleik á móti Manchester United frá því Úrvalsdeildin var stofnuð.
Mohamed varð fyrsti leikmaður Liverpool til að skora þrennu á Old Trafford frá því Fred Howe gerði það í nóvember 1936. Liverpool vann þann leik 2:5.
Mohamed jafnaði félagsmet með því að skora í fimmta útileiknum í röð. Sam Raybould afrekaði þetta áður á keppnistímabilinu 1902/03.

Mohamed Salah skoraði í þriðja leiknum í röð á Old Trafford. Enginn leikmaður Liverpool hefur afrekað það áður. Mohamed skoraði tvö mörk í FA bikarnum þegar liðin mættust snemma á árinu og svo aftur í vor í deildarleik.

Liverpool er fyrsta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar til að skora þrjú mörk eða fleiri í níu leikjum í röð í öllum keppnum.
Þetta var 200. sigur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Hann náði 200. sigrinum í sínum 331. leik sem er félagsmet!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Virgil Van Dijk vill að leikmenn fari ekki fram úr sér. Nú sé að duga eða drepast -
| Sf. Gutt
Erum staðfastir í baráttunni -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Arne Slot fær tveggja leikja bann -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið!
Fréttageymslan