| Sf. Gutt
Segja má að Liverpool hafi sloppið áfram í Deildarbikarnum í kvöld. Liverpool vann 0:2 sigur í Preston og er komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. Liðið lék ekki vel en allt fór vel þegar upp var staðið.
Það kom ekki nokkrum manni á óvart að liðinu var umbylt frá metsigrinum á Old Trafford. Aðeins Curtis Jones og Alex Oxlade-Chamberlain voru í byrjunarliðinu af þeim leikmönnum sem spiluðu gegn Manchester United. Þeir komu reyndar inn á sem varamenn á sunnudaginn. Adrián San Miguel var í markinu því Caoimhín Kelleher var meiddur. Ungliðinn Harvey Blair lék sinn fyrsta leik. Sepp van den Berg var í liði Preston. Hann er í láni frá Liverpol og fékk leyfi til að spila á móti liðinu sínu en slíkt er ekki venjan.
Uppselt var á Deepdale og stuðningsmenn Liverpool fylltu Bill Shankly stúkuna. Það var vel við hæfi. Góð stemmning skilaði sér ekki í góðum leik. Liverpool lék illa og Preston North End færði sig upp á skaftið þegar leið á hálfleikinn. Á 25. mínútu slapp Brad Potts í gegnum vörn Liverpool og geystist að markinu. Fyrir utan teig reyndi hann að skjóta yfir Adrián San Miguel sem kom á móti honum en Spánverjinn náði að slá boltann í horn. Litlu síðar missti Joe Gomez boltann utan við vítateiginn og í kjölfarið kom sending inn í vítateiginn frá hægri. Sean Maguire náði föstu skoti á fjærstöng sem Adrián varði meistaralega. Hann hélt ekki boltanum og Ryan Ledson skaut að marki. Boltinn stefndi í markið en á einhvern ótrúlegan hátt náði Neco Williams að bjarga á línu með því að skalla frá. Aftur féll boltinn til leikmanns Preston en Brad skaut hátt yfir. Þarna slapp Liverpool sannarlega með skrekkinn! Reyndar má segja að þetta hafi verið það eina markverða sem gerðist í fyrri hálfleik. Liverpool átti ekki eina einustu marktilraun!
Nathaniel Phillips kom inn sem varamaður fyrir Joël Matip. Þessi skipting var þó sem betur fer ekki vegna meiðsla. Liverpool spilaði mun betur eftir hlé og þurfti nú reyndar ekki mikið til. Strax í upphafi sendi Alex Oxlade-Chamberlain góða sendingu inn í vítateiginn á Takumi Minamino en Japaninn hitti ekki boltann dauðafrír. Á 55. mínútu kom Alex sér í skotstöðu við vítateiginn eftir góða baráttu en skot hans fór rétt framhjá. Þetta var fyrsta marktilraun Liverpool í leiknum!
Sjö mínútum síðar sendi Tayler Morton langa sendingu út til hægri á Neco. Hann braust framhjá tveimur varnarmönnum og gaf fyrir markið. Þar náði Takumi að stýra boltanum í markið. Fyrsta skot Liverpool á markrammann! Liverpool gerði svo út um leikinn á 84. mínútu. Kostas Tsimikas gaf fyrir markið frá vinstri. Boltinn fór yfir markmann Preston og hafnaði ofan á þverslánni. Boltinn hrökk út og Neco náði honum. Hann náði skoti sem varnarmaður komst fyrir. Boltinn sveif upp í loftið í átt að Divock Origi sem á einhvern ótrúlegan hátt náði að sparka boltanum yfir sjálfan sig og fram fyrir sig með hælnum og í markið. Lygilegt mark hjá Belganum og flokkast sennilega sem sporðdrekaspark. Eitt af ótrúlegustu mörkum Liverpool og reyndar hef ég aldrei séð leikmann Liverpool skora viðlíka mark!
Mínútu fyrir leikslok sendi Divock snjalla sendingu fram á Neco sem komst inn í vítateiginn en Declan Rudd bjargaði með úthlaupi. Neco hefði átt að gefa á Takumi sem var frír við hliðina á honum. Undir blálokinn komu ungliðarnir Elijah Dixon-Bonner og Owen Beck inn sem varamenn. Owen var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Mörk Liverpool: Takumi Minamino (62. mín.) og Divock Origi (84. mín.).
Áhorfendur á Deepdale: 22.131.
Maður leiksins: Neco Williams. Hann byrjaði svo sem ekki ýkja vel en vann var betri eftir að hann var færður fram á kantinn. Hann átti þátt í báðum mörkunum.
Jürgen Klopp: Við spiluðum ekki vel. Það er bara svoleiðis. Það var svo sem eðilegt eftir að ellefu breytingar voru gerðar á liðinu.
- Takumi Minamino skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
- Divock Origi skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Divock er nú búinn að skora 11 mörk í 15 leikjum í Deildarbikarnum.
- Harvey Blair og Owen Beck spiluðu sína fyrstu leiki fyrir hönd Liverpool.
TIL BAKA
Liverpool slapp áfram
Segja má að Liverpool hafi sloppið áfram í Deildarbikarnum í kvöld. Liverpool vann 0:2 sigur í Preston og er komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. Liðið lék ekki vel en allt fór vel þegar upp var staðið.
Það kom ekki nokkrum manni á óvart að liðinu var umbylt frá metsigrinum á Old Trafford. Aðeins Curtis Jones og Alex Oxlade-Chamberlain voru í byrjunarliðinu af þeim leikmönnum sem spiluðu gegn Manchester United. Þeir komu reyndar inn á sem varamenn á sunnudaginn. Adrián San Miguel var í markinu því Caoimhín Kelleher var meiddur. Ungliðinn Harvey Blair lék sinn fyrsta leik. Sepp van den Berg var í liði Preston. Hann er í láni frá Liverpol og fékk leyfi til að spila á móti liðinu sínu en slíkt er ekki venjan.
Uppselt var á Deepdale og stuðningsmenn Liverpool fylltu Bill Shankly stúkuna. Það var vel við hæfi. Góð stemmning skilaði sér ekki í góðum leik. Liverpool lék illa og Preston North End færði sig upp á skaftið þegar leið á hálfleikinn. Á 25. mínútu slapp Brad Potts í gegnum vörn Liverpool og geystist að markinu. Fyrir utan teig reyndi hann að skjóta yfir Adrián San Miguel sem kom á móti honum en Spánverjinn náði að slá boltann í horn. Litlu síðar missti Joe Gomez boltann utan við vítateiginn og í kjölfarið kom sending inn í vítateiginn frá hægri. Sean Maguire náði föstu skoti á fjærstöng sem Adrián varði meistaralega. Hann hélt ekki boltanum og Ryan Ledson skaut að marki. Boltinn stefndi í markið en á einhvern ótrúlegan hátt náði Neco Williams að bjarga á línu með því að skalla frá. Aftur féll boltinn til leikmanns Preston en Brad skaut hátt yfir. Þarna slapp Liverpool sannarlega með skrekkinn! Reyndar má segja að þetta hafi verið það eina markverða sem gerðist í fyrri hálfleik. Liverpool átti ekki eina einustu marktilraun!
Nathaniel Phillips kom inn sem varamaður fyrir Joël Matip. Þessi skipting var þó sem betur fer ekki vegna meiðsla. Liverpool spilaði mun betur eftir hlé og þurfti nú reyndar ekki mikið til. Strax í upphafi sendi Alex Oxlade-Chamberlain góða sendingu inn í vítateiginn á Takumi Minamino en Japaninn hitti ekki boltann dauðafrír. Á 55. mínútu kom Alex sér í skotstöðu við vítateiginn eftir góða baráttu en skot hans fór rétt framhjá. Þetta var fyrsta marktilraun Liverpool í leiknum!
Sjö mínútum síðar sendi Tayler Morton langa sendingu út til hægri á Neco. Hann braust framhjá tveimur varnarmönnum og gaf fyrir markið. Þar náði Takumi að stýra boltanum í markið. Fyrsta skot Liverpool á markrammann! Liverpool gerði svo út um leikinn á 84. mínútu. Kostas Tsimikas gaf fyrir markið frá vinstri. Boltinn fór yfir markmann Preston og hafnaði ofan á þverslánni. Boltinn hrökk út og Neco náði honum. Hann náði skoti sem varnarmaður komst fyrir. Boltinn sveif upp í loftið í átt að Divock Origi sem á einhvern ótrúlegan hátt náði að sparka boltanum yfir sjálfan sig og fram fyrir sig með hælnum og í markið. Lygilegt mark hjá Belganum og flokkast sennilega sem sporðdrekaspark. Eitt af ótrúlegustu mörkum Liverpool og reyndar hef ég aldrei séð leikmann Liverpool skora viðlíka mark!
Mínútu fyrir leikslok sendi Divock snjalla sendingu fram á Neco sem komst inn í vítateiginn en Declan Rudd bjargaði með úthlaupi. Neco hefði átt að gefa á Takumi sem var frír við hliðina á honum. Undir blálokinn komu ungliðarnir Elijah Dixon-Bonner og Owen Beck inn sem varamenn. Owen var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Mörk Liverpool: Takumi Minamino (62. mín.) og Divock Origi (84. mín.).
Áhorfendur á Deepdale: 22.131.
Maður leiksins: Neco Williams. Hann byrjaði svo sem ekki ýkja vel en vann var betri eftir að hann var færður fram á kantinn. Hann átti þátt í báðum mörkunum.
Jürgen Klopp: Við spiluðum ekki vel. Það er bara svoleiðis. Það var svo sem eðilegt eftir að ellefu breytingar voru gerðar á liðinu.
Fróðleikur
- Takumi Minamino skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
- Divock Origi skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Divock er nú búinn að skora 11 mörk í 15 leikjum í Deildarbikarnum.
- Harvey Blair og Owen Beck spiluðu sína fyrstu leiki fyrir hönd Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan