| Sf. Gutt
Liverpool hefur nú unnið fimm sigra í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool vann Porto 2:0 á Anfield Road. Einn leikur er eftir í riðlinum. Liverpool á því enn möguleika að vinna riðilinn með fullu húsi stiga. Það hefur ekki gerst áður.
Eins og við var að búast var liði Liverpool breytt nokkuð frá stórsigrinum á Arsenal á laugardaginn. Helsta fréttin var sú að ungliðinn Tyler Mortin kom inn í byrjunarliðið og tók stöðu á miðjunni. Alisson Becker var fyrirliði þar sem bæði Jordan Henderson og Virgil van Dijk voru varamenn.
Leikmenn Liverpool voru syfjulegir í upphafi leiks sem var frekar ótrúlegt því maður hefði haldið að menn sem sjaldan eru í byrjunarliðinu myndu spila af meiri krafti. Porto sótti linnulaust í uppphafi og eftir rúmlega tíu mínútur fékk Otávio boltann fyrir svo til opnu marki eftir hraða sókn en á einhvern ótrúlegan hátt skaut hann framhjá. Fram eftir öllum hálfleik var Porto miklu ákveðnara liðið og átti góðar sóknir.
Eftir hálftíma eða svo fór Liverpool að leika betur. Á 37. mínútu sendi Thiago Alcântara frábæra sendingu inn fyrir vörn Porto. Sadio Mané fékk boltann, lék inn í vítateiginn og skoraði svo auðveldlega neðst í hægra hornið. Ekki nokkrum manni datt í hug að eitthvað væri að markinu en eftir skoðun í sjónvarpi var farið í millimetrarstríð og markið dæmt af vegna rangstöðu. Algjör þvæla því Sadio var samsíða varnarmanni. Staðan markalaus í hálfleik.
Porto hóf síðari hálfleikinn vel en á 52. mínútur komst Liverpool yfir. Porto náði ekki að hreinsa almennilega eftir mislukkaða aukaspyrnu Alex Oxlade-Chamberlain. Varnarmaður skallaði frá og boltinn féll fyrir fætur Thiago Alcântara sem tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann með frábærri hægrifótarspyrnu neðst í hægra hornið fyrir framan Kop stúkuna. Frábært mark og með fallegustu langskotum sem maður hefur séð. Það er ekki að spyrja að spyrnutækni Spánverjans!
Eftir þetta var sigur Liverpool ekki í hættu og 20 mínútum fyrir leikslok innsiglaði Mohamed Salah málið. Tayler Morton sendi háa og langa sendingu út til hægri frá sínum eigin vítateig. Sendingin rataði beint á Mohamed Salah sem gaf á varamanninn Jordan Henderson. Hann sendi boltann aftur á Egyptann sem var kominn inn í vítateig, lék til vinstri framhjá varnarmanni og skoraði svo með skoti neðst í hægra hornið. Enn eitt markið hjá Mohamed sem skoraði með síðustu snertingu sinni í leiknum. Liverpool sigldi sigrinum örugglega í höfn. Fimm sigrar eftir fimm leiki í riðli sem var talinn sá erfiðasti í keppninni þegar dregið var. Ekki amalegur árangur og stuðningmenn Liverpool fóru ánægðir í háttinn!
Liverpool: Alisson, N. Williams, Matip, Konaté, Tsimikas (Robertson 63. mín.), Oxlade-Chamberlain (Milner 82. mín.), Morton, Thiago (Henderson 63. mín.), Salah (Fabinho 71. mín.), Minamino, Mané (Origi 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, van Dijk, Jota, Phillips og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Thiago Alcântara (52. mín.) og Mohamed Salah (70. mín.).
Gul spjöld: Ibrahima Konaté og Jmaes Milner.
Porto: Neto Lopes, Mbemba, Pepe (Cardoso 25. mín.), Sanusi, Otávio, Oliveira (Vitinha 64. mín.), Uribe (Grujic 77. mín.), Díaz, de Lima Barbosa (Martínez 77. mín.) og Taremi (Conceição 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Marchesín, JM Corona, Manafá Jancó, Wendell, Almeida Costa, og Vieira.
Gul spjöld: Mateus Uribe og Chancel Mbemba.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.209.
Maður leiksins: Thiago Alcântara. Miðjumaðurinn átti stórgóðan leik og lét boltann ganga hratt og örugglega. Markið hans er komið í annála Liverpool Football Club!
Jürgen Klopp: Við hefðum getað spilað betur og sýnt meiri yfirvegun í fyrri hálfleik en við vorum of æstir á köflum. Það er svo sem ekkert skrýtið þegar lið sem hefur sjaldan leikið saman er sent til leiks. Sumir héldu að við myndum taka það rólega en það stóð aldrei til. Það var uppselt á Anfield og við ætluðum að standa okkur vel.
- Liverpool hefur unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni hingað til.
- Thiago Alcântara skoraði fyrsta mark sinn á leiktíðinni.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 17 mörk á sparktíðinni.
- Alisson Becker var fyrirliði Liverpool í fyrsta sinn.
TIL BAKA
Fimm sigrar í röð í Meistaradeildinni!
Liverpool hefur nú unnið fimm sigra í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool vann Porto 2:0 á Anfield Road. Einn leikur er eftir í riðlinum. Liverpool á því enn möguleika að vinna riðilinn með fullu húsi stiga. Það hefur ekki gerst áður.
Eins og við var að búast var liði Liverpool breytt nokkuð frá stórsigrinum á Arsenal á laugardaginn. Helsta fréttin var sú að ungliðinn Tyler Mortin kom inn í byrjunarliðið og tók stöðu á miðjunni. Alisson Becker var fyrirliði þar sem bæði Jordan Henderson og Virgil van Dijk voru varamenn.
Leikmenn Liverpool voru syfjulegir í upphafi leiks sem var frekar ótrúlegt því maður hefði haldið að menn sem sjaldan eru í byrjunarliðinu myndu spila af meiri krafti. Porto sótti linnulaust í uppphafi og eftir rúmlega tíu mínútur fékk Otávio boltann fyrir svo til opnu marki eftir hraða sókn en á einhvern ótrúlegan hátt skaut hann framhjá. Fram eftir öllum hálfleik var Porto miklu ákveðnara liðið og átti góðar sóknir.
Eftir hálftíma eða svo fór Liverpool að leika betur. Á 37. mínútu sendi Thiago Alcântara frábæra sendingu inn fyrir vörn Porto. Sadio Mané fékk boltann, lék inn í vítateiginn og skoraði svo auðveldlega neðst í hægra hornið. Ekki nokkrum manni datt í hug að eitthvað væri að markinu en eftir skoðun í sjónvarpi var farið í millimetrarstríð og markið dæmt af vegna rangstöðu. Algjör þvæla því Sadio var samsíða varnarmanni. Staðan markalaus í hálfleik.
Porto hóf síðari hálfleikinn vel en á 52. mínútur komst Liverpool yfir. Porto náði ekki að hreinsa almennilega eftir mislukkaða aukaspyrnu Alex Oxlade-Chamberlain. Varnarmaður skallaði frá og boltinn féll fyrir fætur Thiago Alcântara sem tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann með frábærri hægrifótarspyrnu neðst í hægra hornið fyrir framan Kop stúkuna. Frábært mark og með fallegustu langskotum sem maður hefur séð. Það er ekki að spyrja að spyrnutækni Spánverjans!
Eftir þetta var sigur Liverpool ekki í hættu og 20 mínútum fyrir leikslok innsiglaði Mohamed Salah málið. Tayler Morton sendi háa og langa sendingu út til hægri frá sínum eigin vítateig. Sendingin rataði beint á Mohamed Salah sem gaf á varamanninn Jordan Henderson. Hann sendi boltann aftur á Egyptann sem var kominn inn í vítateig, lék til vinstri framhjá varnarmanni og skoraði svo með skoti neðst í hægra hornið. Enn eitt markið hjá Mohamed sem skoraði með síðustu snertingu sinni í leiknum. Liverpool sigldi sigrinum örugglega í höfn. Fimm sigrar eftir fimm leiki í riðli sem var talinn sá erfiðasti í keppninni þegar dregið var. Ekki amalegur árangur og stuðningmenn Liverpool fóru ánægðir í háttinn!
Liverpool: Alisson, N. Williams, Matip, Konaté, Tsimikas (Robertson 63. mín.), Oxlade-Chamberlain (Milner 82. mín.), Morton, Thiago (Henderson 63. mín.), Salah (Fabinho 71. mín.), Minamino, Mané (Origi 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, van Dijk, Jota, Phillips og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Thiago Alcântara (52. mín.) og Mohamed Salah (70. mín.).
Gul spjöld: Ibrahima Konaté og Jmaes Milner.
Porto: Neto Lopes, Mbemba, Pepe (Cardoso 25. mín.), Sanusi, Otávio, Oliveira (Vitinha 64. mín.), Uribe (Grujic 77. mín.), Díaz, de Lima Barbosa (Martínez 77. mín.) og Taremi (Conceição 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Marchesín, JM Corona, Manafá Jancó, Wendell, Almeida Costa, og Vieira.
Gul spjöld: Mateus Uribe og Chancel Mbemba.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.209.
Maður leiksins: Thiago Alcântara. Miðjumaðurinn átti stórgóðan leik og lét boltann ganga hratt og örugglega. Markið hans er komið í annála Liverpool Football Club!
Jürgen Klopp: Við hefðum getað spilað betur og sýnt meiri yfirvegun í fyrri hálfleik en við vorum of æstir á köflum. Það er svo sem ekkert skrýtið þegar lið sem hefur sjaldan leikið saman er sent til leiks. Sumir héldu að við myndum taka það rólega en það stóð aldrei til. Það var uppselt á Anfield og við ætluðum að standa okkur vel.
Fróðleikur
- Liverpool hefur unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni hingað til.
- Thiago Alcântara skoraði fyrsta mark sinn á leiktíðinni.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 17 mörk á sparktíðinni.
- Alisson Becker var fyrirliði Liverpool í fyrsta sinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan