| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafnt í London
Liverpool og Tottenham skildu jöfn 2-2 í tíðindamiklum leik. Ákvarðanir dómarans voru í brennidepli og Jürgen Klopp alls ekki sáttur.
Byrjunarlið gestanna var litað af þeirri staðreynd að Covid smit innan herbúða þeirra höfðu aukist og Thiago þar nýjasta fórnarlambið. Jordan Henderson gat heldur ekki verið með vegna veikinda en sem betur fer er það ekki Covid. Klopp gerði því þrjár breytingar á liðinu og miðjan var skipuð nýjum mönnum. Tyler Morton lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í deildinni og Milner og Keita byrjuðu einnig. Tottenham gátu stillt upp nánast sínu sterkasta liði og maður óttaðist það að þeir væru 100% klárir í slaginn eftir ágætis hvíld.
Liverpool menn voru líklegri í upphafi leiks og fengu nokkur hálffæri. Robertson skallaði fyrirgjöf frá Alexander-Arnold hárfínt framhjá, Milner átti skot sem var nú nokkuð þægilegt fyrir Lloris í markinu en hann þurfti svo að vera vel á verði þegar Alexander-Arnold skaut að marki á 10. mínútu. En þrem mínútum síðar voru heimamenn komnir yfir. Ndombele tók á rás upp völlinn, renndi boltanum á Kane inná teignum og hann rúllaði boltanum í fjærhornið framhjá Alisson. Eftir þetta máttu heimamenn naga sig í handarbökin að bæta ekki við mörkum því Son fór illa með tvö færi en í þvi seinna var það Alisson sem bjargaði vel einn gegn einum. Harry Kane hefði svo alveg mátt sjá rauða spjaldið fara á loft þegar hann tæklaði Robertson illa en dómarinn sá bara ástæðu til að lyfta gula spjaldinu og myndbandsdómgæslan sá ekkert athugavert við það. Gestirnir lyftu leik sínum á hærra plan eftir því sem leið á hálfleikinn og á 35. mínútu kom jöfnunarmarkið. Robertson gerði vel í að vinna boltann í teignum, lék framhjá einum varnarmanni og sendi boltann inná markteig þar sem Jota skallaði í netið. Skömmu síðar hefði Jota svo átt að fá víti þegar hann gerði sig líklegan til að skjóta á markið í teignum en varnarmaður fór greinilega í bakið á honum og ýtti honum frá boltanum. Ekkert dæmt og Klopp uppskar gult spjald fyrir mikil mótmæli í kjölfarið. Lloris varði svo vel frá Alexander-Arnold og hélt stöðunni jafnri fyrir sína menn, 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Seinni hálfleikur var einnig fjörlegur og fyrsta færið var gestanna þegar Jota skallaði yfir markið. Alisson bjargaði svo enn og aftur frábærlega þegar Kane var kominn einn gegn honum á 55. mínútu. Á 69. mínútu komust svo okkar menn yfir en atgangurinn byrjaði hinumegin á vellinum. Alli vildi fá vítaspyrnu þegar hann var að sleppa í gegn en snertingin var lítil sem engin. Liverpool menn brunuðu upp í sókn sem endaði með fyrirgjöf frá vinstri þar sem Salah var í baráttunni, boltinn virtist koma við hendina á honum en barst svo til Alexander-Arnold sem sendi beint á kollinn á Robertson sem skallaði í netið. Myndbandsdómgæslan tók við og smá tíma tók að skera úr um að allt hefði verið löglegt og markið stóð. Því miður stóð forysta okkar manna ekki lengi því Alisson gerði sig sekan um mistök þegar hann renndi sér í boltann og reyndi að sparka frá. Hann hitti boltann ekki og Son var kominn á auðan sjó með markið tómt fyrir framan sig og renndi boltanum í netið. Á 77. mínútu átti Robertson svo pirrings brot á Emerson sem í fyrstu var gult spjald en núna var dómarinn sendur til að skoða atvikið á skjá og rauða spjaldið fór á loft. Hvers vegna það var ekki gert í fyrri hálfleik er óskiljanlegt og jók þetta bara enn meir á pirring Klopp og okkar stuðningsmanna en dómurinn var auðvitað réttur í þessu tilviki. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út þó svo að heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið. Lokatölur 2-2.
Tottenham: Lloris, Emerson, Sánchez, Dier, Davies, Sessegnon (Reguilion, 86. mín.), Ndombele (Skipp, 64. mín.), Winks, Alli (Lucas Moura, 81. mín.), Kane, Son. Ónotaðir varamenn: Doherty, Rodon, Lo Celso, Bergwijn, Tanganga, Austin.
Mörk Tottenham: Kane (13. mín.) og Son (74. mín.).
Gul spjöld: Emerson, Davies, Winks og Kane.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Konaté, Robertson, Keita, Morton (Firmino, 60. mín.), Milner, Salah, Jota (Gomez, 90+2 mín.), Mané (Tsimikas, 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, N. Williams, Quansah, Oxlade-Chamberlain, Gordon, Minamino.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (35. mín.) og Andy Robertson (69. mín.).
Gul spjöld: Konaté, Keita, Morton og Tsimikas.
Rautt spjald: Robertson.
Maður leiksins: Hver stóð uppúr í þessum klikkaða leik er ekki gott að segja. Alisson bjargaði vissulega oft vel en gerði sig sekan um mistök sem kostuðu jöfnunarmark. Robertson lagði upp og skoraði en var svo rekinn útaf. Látum það vera að velja mann leiksins að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Ef ég byrja á því að tala um úrslitin þá voru þau svosem fín. Hefðu auðvitað verið önnur ef ákvarðanir dómarans væru réttar en við breytum því ekki og ég er sáttur við úrslitin, 2-2 gegn Tottenham á útivelli er allt í lagi. Leikurinn var erfiður fyrir okkur útaf mörgum ástæðum. Ein er sú að við þurftum að breyta miklu og í kjölfarið er auðvitað erfitt að eiga við allt það sem gerist svo í erfiðum leik sem þessum."
Fróðleikur:
- Diogo Jota skoraði sitt 10. deildarmark á tímabilinu.
- Andy Robertson skoraði sitt fyrsta deildarmark.
- Sadio Mané spilaði sinn 180. deildarleik fyrir Liverpool.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 41 stig eftir 18 leiki.
- Tottenham sitja í 7. sæti með 26 stig eftir 15 leiki.
Byrjunarlið gestanna var litað af þeirri staðreynd að Covid smit innan herbúða þeirra höfðu aukist og Thiago þar nýjasta fórnarlambið. Jordan Henderson gat heldur ekki verið með vegna veikinda en sem betur fer er það ekki Covid. Klopp gerði því þrjár breytingar á liðinu og miðjan var skipuð nýjum mönnum. Tyler Morton lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í deildinni og Milner og Keita byrjuðu einnig. Tottenham gátu stillt upp nánast sínu sterkasta liði og maður óttaðist það að þeir væru 100% klárir í slaginn eftir ágætis hvíld.
Liverpool menn voru líklegri í upphafi leiks og fengu nokkur hálffæri. Robertson skallaði fyrirgjöf frá Alexander-Arnold hárfínt framhjá, Milner átti skot sem var nú nokkuð þægilegt fyrir Lloris í markinu en hann þurfti svo að vera vel á verði þegar Alexander-Arnold skaut að marki á 10. mínútu. En þrem mínútum síðar voru heimamenn komnir yfir. Ndombele tók á rás upp völlinn, renndi boltanum á Kane inná teignum og hann rúllaði boltanum í fjærhornið framhjá Alisson. Eftir þetta máttu heimamenn naga sig í handarbökin að bæta ekki við mörkum því Son fór illa með tvö færi en í þvi seinna var það Alisson sem bjargaði vel einn gegn einum. Harry Kane hefði svo alveg mátt sjá rauða spjaldið fara á loft þegar hann tæklaði Robertson illa en dómarinn sá bara ástæðu til að lyfta gula spjaldinu og myndbandsdómgæslan sá ekkert athugavert við það. Gestirnir lyftu leik sínum á hærra plan eftir því sem leið á hálfleikinn og á 35. mínútu kom jöfnunarmarkið. Robertson gerði vel í að vinna boltann í teignum, lék framhjá einum varnarmanni og sendi boltann inná markteig þar sem Jota skallaði í netið. Skömmu síðar hefði Jota svo átt að fá víti þegar hann gerði sig líklegan til að skjóta á markið í teignum en varnarmaður fór greinilega í bakið á honum og ýtti honum frá boltanum. Ekkert dæmt og Klopp uppskar gult spjald fyrir mikil mótmæli í kjölfarið. Lloris varði svo vel frá Alexander-Arnold og hélt stöðunni jafnri fyrir sína menn, 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Seinni hálfleikur var einnig fjörlegur og fyrsta færið var gestanna þegar Jota skallaði yfir markið. Alisson bjargaði svo enn og aftur frábærlega þegar Kane var kominn einn gegn honum á 55. mínútu. Á 69. mínútu komust svo okkar menn yfir en atgangurinn byrjaði hinumegin á vellinum. Alli vildi fá vítaspyrnu þegar hann var að sleppa í gegn en snertingin var lítil sem engin. Liverpool menn brunuðu upp í sókn sem endaði með fyrirgjöf frá vinstri þar sem Salah var í baráttunni, boltinn virtist koma við hendina á honum en barst svo til Alexander-Arnold sem sendi beint á kollinn á Robertson sem skallaði í netið. Myndbandsdómgæslan tók við og smá tíma tók að skera úr um að allt hefði verið löglegt og markið stóð. Því miður stóð forysta okkar manna ekki lengi því Alisson gerði sig sekan um mistök þegar hann renndi sér í boltann og reyndi að sparka frá. Hann hitti boltann ekki og Son var kominn á auðan sjó með markið tómt fyrir framan sig og renndi boltanum í netið. Á 77. mínútu átti Robertson svo pirrings brot á Emerson sem í fyrstu var gult spjald en núna var dómarinn sendur til að skoða atvikið á skjá og rauða spjaldið fór á loft. Hvers vegna það var ekki gert í fyrri hálfleik er óskiljanlegt og jók þetta bara enn meir á pirring Klopp og okkar stuðningsmanna en dómurinn var auðvitað réttur í þessu tilviki. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út þó svo að heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið. Lokatölur 2-2.
Tottenham: Lloris, Emerson, Sánchez, Dier, Davies, Sessegnon (Reguilion, 86. mín.), Ndombele (Skipp, 64. mín.), Winks, Alli (Lucas Moura, 81. mín.), Kane, Son. Ónotaðir varamenn: Doherty, Rodon, Lo Celso, Bergwijn, Tanganga, Austin.
Mörk Tottenham: Kane (13. mín.) og Son (74. mín.).
Gul spjöld: Emerson, Davies, Winks og Kane.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Konaté, Robertson, Keita, Morton (Firmino, 60. mín.), Milner, Salah, Jota (Gomez, 90+2 mín.), Mané (Tsimikas, 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, N. Williams, Quansah, Oxlade-Chamberlain, Gordon, Minamino.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (35. mín.) og Andy Robertson (69. mín.).
Gul spjöld: Konaté, Keita, Morton og Tsimikas.
Rautt spjald: Robertson.
Maður leiksins: Hver stóð uppúr í þessum klikkaða leik er ekki gott að segja. Alisson bjargaði vissulega oft vel en gerði sig sekan um mistök sem kostuðu jöfnunarmark. Robertson lagði upp og skoraði en var svo rekinn útaf. Látum það vera að velja mann leiksins að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Ef ég byrja á því að tala um úrslitin þá voru þau svosem fín. Hefðu auðvitað verið önnur ef ákvarðanir dómarans væru réttar en við breytum því ekki og ég er sáttur við úrslitin, 2-2 gegn Tottenham á útivelli er allt í lagi. Leikurinn var erfiður fyrir okkur útaf mörgum ástæðum. Ein er sú að við þurftum að breyta miklu og í kjölfarið er auðvitað erfitt að eiga við allt það sem gerist svo í erfiðum leik sem þessum."
Fróðleikur:
- Diogo Jota skoraði sitt 10. deildarmark á tímabilinu.
- Andy Robertson skoraði sitt fyrsta deildarmark.
- Sadio Mané spilaði sinn 180. deildarleik fyrir Liverpool.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 41 stig eftir 18 leiki.
- Tottenham sitja í 7. sæti með 26 stig eftir 15 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan