| Sf. Gutt
Liverpool endaði árið á tapi. Liðið lék ekki vel í Leicester og tapaði 1:0 en hefði átt að vinna miðað við færin sem gáfust í leiknum.
Liverpool fékk frí á öðrum degi jóla og því voru leikmenn liðsins úthvíldir miðað við leikmenn heimamanna sem spiluðu þá. Að auki fengu flestir leikmenn liðsins frí í Deildarbikarnum í síðustu viku en þá vann Liverpool einmitt sigur á Leicester. Meiðsli og þreyta hjá Leicester en leikmenn Liverpool úthvíldir miðað við þá.
Það kom því ekki á óvart að Liverpool tók öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Refirnir pökkuðu í vörn enda búnir að fá á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum þar af þrjú á móti Liverpool. Eftir tæpan stundarfjórðung fékk Liverpool víti eftir að brotið var á Mohamed Salah. Hann tók vítið sjálfur en Kasper Schmeichel varði. Mohamed náði frákastinu en skalli hann fór í þverslá. Aftur fékk Mohamed boltann en varnarmaður bjargaði. Hið versta mál að nýta ekki víti!
Liverpool hélt sókninni áfram og eftir um hálftíma féll boltinn fyrir fætur Mohamed í vítateignum en Kasper varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Færið var þröngt en frábærlega varið. Yfirburðir Liverpool voru miklir en ekkert hafði verið skorað þegar flautað var til hlés.
Það sama var uppi á tengingnum í byrjun síðari hálfleiks. Eftir tíu mínútur lagði Diogo Jota upp færi fyrir Sadio Mané. Hann komst svo til óáreittur inn í vítateiginn en skaut yfir. Algjört dauðafæri sem Senegalinn hefði átt að nýta. Fjórum mínútum seinna var Liverpool refsað. Varamaðurinn Ademola Lookman fékk sendingu fram völlinn. Hann braust inn í vítateiginn og skaut föstu skoti sem Alisson Becker réði ekkert við. Leicester komnir yfir þvert á gang leiksins.
Í stuttu máli sótti Liverpool til leiksloka en Refirnir vörðu fenginn hlut með kjafti og klóm. Þeim tókst að landa sigri og stuðningsmenn þeirra fögnuðu innilega í leikslok. Reyndar hefði Liverpool ekki skorað þó leikurinn hefði staðið fram að miðnætti!
Liverpool hefði átt að vinna sigur miðað við færin í leiknum og gang leiksins. Liðið spilaði samt ekki vel og Leicester vann sannarlega fyrir sigrinum!
Mark Leicester City: Ademola Lookman (59. mín.).
Áhorfendur á King Power leikvanginum: 32.230.
Maður leiksins: Joël Matip. Miðvörðurinn spilaði mjög vel. Reyndar var lítið að gera í vörninni en hann tók magnaðar spispur fram völlinn og hefði getað skorað.
Jürgen Klopp: Við vorum ekki sjálfum okkur líkir í kvöld. Við lögðum ekki upp með það í kövld að gefa Manchester City færi á að stinga af ef svo mætti segja.
- Þetta var síðasti leikur ársins 2022.
- Liverpool hafði skorað að minnsta skoti eitt mark í síðustu 36 leikjum fyrir þennan leik.
- Virgil van Dijk lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 14 mörk og lagt upp sex.
TIL BAKA
Tap í lok ársins
Liverpool endaði árið á tapi. Liðið lék ekki vel í Leicester og tapaði 1:0 en hefði átt að vinna miðað við færin sem gáfust í leiknum.
Liverpool fékk frí á öðrum degi jóla og því voru leikmenn liðsins úthvíldir miðað við leikmenn heimamanna sem spiluðu þá. Að auki fengu flestir leikmenn liðsins frí í Deildarbikarnum í síðustu viku en þá vann Liverpool einmitt sigur á Leicester. Meiðsli og þreyta hjá Leicester en leikmenn Liverpool úthvíldir miðað við þá.
Það kom því ekki á óvart að Liverpool tók öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Refirnir pökkuðu í vörn enda búnir að fá á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum þar af þrjú á móti Liverpool. Eftir tæpan stundarfjórðung fékk Liverpool víti eftir að brotið var á Mohamed Salah. Hann tók vítið sjálfur en Kasper Schmeichel varði. Mohamed náði frákastinu en skalli hann fór í þverslá. Aftur fékk Mohamed boltann en varnarmaður bjargaði. Hið versta mál að nýta ekki víti!
Liverpool hélt sókninni áfram og eftir um hálftíma féll boltinn fyrir fætur Mohamed í vítateignum en Kasper varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Færið var þröngt en frábærlega varið. Yfirburðir Liverpool voru miklir en ekkert hafði verið skorað þegar flautað var til hlés.
Það sama var uppi á tengingnum í byrjun síðari hálfleiks. Eftir tíu mínútur lagði Diogo Jota upp færi fyrir Sadio Mané. Hann komst svo til óáreittur inn í vítateiginn en skaut yfir. Algjört dauðafæri sem Senegalinn hefði átt að nýta. Fjórum mínútum seinna var Liverpool refsað. Varamaðurinn Ademola Lookman fékk sendingu fram völlinn. Hann braust inn í vítateiginn og skaut föstu skoti sem Alisson Becker réði ekkert við. Leicester komnir yfir þvert á gang leiksins.
Í stuttu máli sótti Liverpool til leiksloka en Refirnir vörðu fenginn hlut með kjafti og klóm. Þeim tókst að landa sigri og stuðningsmenn þeirra fögnuðu innilega í leikslok. Reyndar hefði Liverpool ekki skorað þó leikurinn hefði staðið fram að miðnætti!
Liverpool hefði átt að vinna sigur miðað við færin í leiknum og gang leiksins. Liðið spilaði samt ekki vel og Leicester vann sannarlega fyrir sigrinum!
Mark Leicester City: Ademola Lookman (59. mín.).
Áhorfendur á King Power leikvanginum: 32.230.
Maður leiksins: Joël Matip. Miðvörðurinn spilaði mjög vel. Reyndar var lítið að gera í vörninni en hann tók magnaðar spispur fram völlinn og hefði getað skorað.
Jürgen Klopp: Við vorum ekki sjálfum okkur líkir í kvöld. Við lögðum ekki upp með það í kövld að gefa Manchester City færi á að stinga af ef svo mætti segja.
Fróðleikur
- Þetta var síðasti leikur ársins 2022.
- Liverpool hafði skorað að minnsta skoti eitt mark í síðustu 36 leikjum fyrir þennan leik.
- Virgil van Dijk lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 14 mörk og lagt upp sex.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan