| Sf. Gutt
Það hefur varla liðið það félagaskiptatímabil frá því Philippe Coutinho fór frá Liverpool að hann hafi ekki verið orðaður við endurkomu til síns gamla félags. En nú er hann kominn til Englands en þó ekki til Liverpool. Hann mun leika sem lánsmaður út leiktíðina hjá Aston Villa. Ekki er ólíklegt að Steven Gerrard, framkvæmdastjóri Aston Villa, hafi átt drjúgan þátt í að tala Brasilíumanninn inn á að koma til Villa.
Philippe kom til Liverpool frá Inter Milan í janúar 2013. Hann komst smá saman í fremstu röð leikmanna Liverpool og virtist eiga bjarta framtíð þar. En í janúar 2018 stóðst hann ekki mátið og gekk til liðs við Barcelona. Þó svo að hann hafi fengið draum sinn uppfylltan að spila fyrir Barcelona og unnið titla þá hefur hann hefur aldrei náð sér á strik hjá spænska félaginu. Hann varð spænskur meistari 2018 og 2019. Philippe varð spænskur bikarmeistari 2018 og vann Stórbikarinn á Spáni sama ár.
Á keppnistímabilinu 2019/20 var hann lánaður til Bayern Munchen. Bayern vann þýsku deildina, þýska bikarinn og Evrópubikarinn þá leiktíð og átti Philippe sinn þátt í því afreki. Bayern átti forkaupsrétt á honum en notaði hann ekki. Philippe er því ennþá leikmaður Barcelona.
Philippe Coutinho lék 201 leik með Liverpool. Hann skoraði 54 mörk og lagði upp 43.
Það verður áhugavert að sjá hvernig Philippe Coutinho vegnar hjá Aston Villa. Það er alla vega á hreinu að hann kemur ekki til Liverpool á þessu félagaskiptatímabili frekar en öðrum eftir að hann fór til Barcelona.
TIL BAKA
Philippe Coutinho kominn til Englands
Það hefur varla liðið það félagaskiptatímabil frá því Philippe Coutinho fór frá Liverpool að hann hafi ekki verið orðaður við endurkomu til síns gamla félags. En nú er hann kominn til Englands en þó ekki til Liverpool. Hann mun leika sem lánsmaður út leiktíðina hjá Aston Villa. Ekki er ólíklegt að Steven Gerrard, framkvæmdastjóri Aston Villa, hafi átt drjúgan þátt í að tala Brasilíumanninn inn á að koma til Villa.
Philippe kom til Liverpool frá Inter Milan í janúar 2013. Hann komst smá saman í fremstu röð leikmanna Liverpool og virtist eiga bjarta framtíð þar. En í janúar 2018 stóðst hann ekki mátið og gekk til liðs við Barcelona. Þó svo að hann hafi fengið draum sinn uppfylltan að spila fyrir Barcelona og unnið titla þá hefur hann hefur aldrei náð sér á strik hjá spænska félaginu. Hann varð spænskur meistari 2018 og 2019. Philippe varð spænskur bikarmeistari 2018 og vann Stórbikarinn á Spáni sama ár.
Á keppnistímabilinu 2019/20 var hann lánaður til Bayern Munchen. Bayern vann þýsku deildina, þýska bikarinn og Evrópubikarinn þá leiktíð og átti Philippe sinn þátt í því afreki. Bayern átti forkaupsrétt á honum en notaði hann ekki. Philippe er því ennþá leikmaður Barcelona.
Philippe Coutinho lék 201 leik með Liverpool. Hann skoraði 54 mörk og lagði upp 43.
Það verður áhugavert að sjá hvernig Philippe Coutinho vegnar hjá Aston Villa. Það er alla vega á hreinu að hann kemur ekki til Liverpool á þessu félagaskiptatímabili frekar en öðrum eftir að hann fór til Barcelona.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan