| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur er gegn Brentford á Anfield. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 sunnudaginn 16. janúar.
Eins og venjulega sat Jürgen Klopp fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik. Stjórinn sagði að sami leikmannahópur væri tiltækur fyrir þennan leik þrátt fyrir að þeir Virgil van Dijk, Andy Robertson og James Milner hafi kennt sér smá meins eftir leikinn við Arsenal á fimmtudaginn. Meiðsli þeirra eru öll þess eðlis að þeir missa ekki af næsta leik. Divock Origi er nálægt því að snúa aftur á völlinn er þessi leikur er því miður ekki möguleiki fyrir Belgann. Sem fyrr eru svo þeir Harvey Elliott, Thiago og Nat Phillips frá vegna meiðsla og auðvitað verða Sadio Mané, Naby Keita og Mohamed Salah ekki með heldur. Hjá gestunum eru þeir Dasilva, Raya, Goode og Jörgensen frá vegna meiðsla og Onyeka er á Afríkumótinu en þeir Henry og Canos ættu að vera klárir í leikinn samkvæmt því sem Thomas Frank, stjóri þeirra sagði fyrir leik.
Margir muna eftir fyrri leik liðanna á tímabilinu sem var fjörugur og endaði með 3-3 jafntefli. Nú dugir ekkert annað en sigur fyrir okkar menn ef þeir ætla sér ekki nánast að afhenda Manchester City titilinn. Liverpool á tvo leiki til góða og mega ekki tapa mörgum stigum í baráttunni. En ef við horfum á síðasta leik verður bjartsýnin kannski ekki mjög mikil. Sóknarleikurinn var alls ekki nógu beittur og miðjan hálf bitlaus í stuðningi við sóknina. Það verður reyndar að horfa í þá staðreynd að þegar Arsenal misstu mann útaf var ljóst að þeir myndu leggja sig alla fram um að halda markinu hreinu og þeir voru mjög agaðir í varnarleik sínum. Það er auðvelt að horfa til Mané og Salah og sakna þeirra framlags en það þýðir lítið. Næsti mótherji er lið sem leiðist svo sem ekki að spila sóknarleik og við vonum að leikmenn Liverpool nái að nýta sér það.
Ef við spáum í byrjunarlið okkar manna þá hlýtur Klopp að vilja meiri sóknar ákefð á miðjuna og því ekki ólíklegt að Curtis Jones eða Alex Oxlade-Chamberlain taki sæti James Milner frá síðasta leik. Öftustu og fremstu menn verða líklega þeir sömu og í síðasta leik en þó gæti auðvitað verið að Ibrahima Konaté fái sénsinn í stað Joel Matip.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst að komast á sigurbraut á ný í deildinni. Lokatölur verða 2-1 þar sem gestunum tekst að jafna metin í seinni hálfleik en sigurmarkið kemur á síðasta korteri leiksins hjá þeim rauðu.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 16 mörk.
- Ivan Toney er markahæstur hjá Brentford með fjögur mörk.
- Jürgen Klopp stýrir Liverpool í 350. sinn.
Eins og venjulega sat Jürgen Klopp fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik. Stjórinn sagði að sami leikmannahópur væri tiltækur fyrir þennan leik þrátt fyrir að þeir Virgil van Dijk, Andy Robertson og James Milner hafi kennt sér smá meins eftir leikinn við Arsenal á fimmtudaginn. Meiðsli þeirra eru öll þess eðlis að þeir missa ekki af næsta leik. Divock Origi er nálægt því að snúa aftur á völlinn er þessi leikur er því miður ekki möguleiki fyrir Belgann. Sem fyrr eru svo þeir Harvey Elliott, Thiago og Nat Phillips frá vegna meiðsla og auðvitað verða Sadio Mané, Naby Keita og Mohamed Salah ekki með heldur. Hjá gestunum eru þeir Dasilva, Raya, Goode og Jörgensen frá vegna meiðsla og Onyeka er á Afríkumótinu en þeir Henry og Canos ættu að vera klárir í leikinn samkvæmt því sem Thomas Frank, stjóri þeirra sagði fyrir leik.
Margir muna eftir fyrri leik liðanna á tímabilinu sem var fjörugur og endaði með 3-3 jafntefli. Nú dugir ekkert annað en sigur fyrir okkar menn ef þeir ætla sér ekki nánast að afhenda Manchester City titilinn. Liverpool á tvo leiki til góða og mega ekki tapa mörgum stigum í baráttunni. En ef við horfum á síðasta leik verður bjartsýnin kannski ekki mjög mikil. Sóknarleikurinn var alls ekki nógu beittur og miðjan hálf bitlaus í stuðningi við sóknina. Það verður reyndar að horfa í þá staðreynd að þegar Arsenal misstu mann útaf var ljóst að þeir myndu leggja sig alla fram um að halda markinu hreinu og þeir voru mjög agaðir í varnarleik sínum. Það er auðvelt að horfa til Mané og Salah og sakna þeirra framlags en það þýðir lítið. Næsti mótherji er lið sem leiðist svo sem ekki að spila sóknarleik og við vonum að leikmenn Liverpool nái að nýta sér það.
Ef við spáum í byrjunarlið okkar manna þá hlýtur Klopp að vilja meiri sóknar ákefð á miðjuna og því ekki ólíklegt að Curtis Jones eða Alex Oxlade-Chamberlain taki sæti James Milner frá síðasta leik. Öftustu og fremstu menn verða líklega þeir sömu og í síðasta leik en þó gæti auðvitað verið að Ibrahima Konaté fái sénsinn í stað Joel Matip.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst að komast á sigurbraut á ný í deildinni. Lokatölur verða 2-1 þar sem gestunum tekst að jafna metin í seinni hálfleik en sigurmarkið kemur á síðasta korteri leiksins hjá þeim rauðu.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 16 mörk.
- Ivan Toney er markahæstur hjá Brentford með fjögur mörk.
- Jürgen Klopp stýrir Liverpool í 350. sinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan