| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Aftur á sigurbraut
Fyrsti heimaleikur ársins í deildinni skilaði þremur stigum í hús þegar Liverpool vann 3-0 sigur á Brentford.
Það kom fátt á óvart í byrjunarliði Jürgen Klopp og ánægjulegt var að sjá að hann vildi greinilega fá sóknarsinnaða menn á miðjuna og gerði hann tvær breytingar frá leiknum gegn Arsenal. Curtis Jones og Alex Oxlade-Chamberlain komu inn í stað James Milner og Takumi Minamino. Hjá gestunum var einnig lítið um óvænta hluti en fyrrum leikmaður Liverpool, Sergi Canós, settist á bekkinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum þegar flestir bjuggust kannski við því að sjá hann byrja.
Uppskriftin að heimaleik Liverpool gegn liði sem er að berjast í neðri hluta deildarinnar kunnum við stuðningsmenn nánast utanbókar. Heimamenn mun meira með boltann og pressan uppvið vítateig gestanna töluverð. En eins og svo oft áður þurfti fjölmörg færi til að brjóta ísinn. Fyrri hálfleikur var ákkúrat á þessa leið, skallatilraunir yfir markið, nokkrir leikmenn reyndu að koma skoti á rammann en varnarmenn komust alltaf fyrir og hornspyrnurnar voru einnig fjölmargar. Rétt fyrir hálfleik skoraði Fabinho svo fyrsta mark leiksins og kom það eftir hornspyrnu frá Alexander-Arnold. Boltinn sveif framhjá öllum á nærstöng og þeir sem voru staddir á miðjum markteig náðu ekki heldur til boltans sem skoppaði yfir á fjær þar sem Brasilíumaðurinn skallaði í markið. Frábær tímapunktur til að skora mark og létti heilmikið á andrúmsloftinu á Anfield.
Seinni hálfleikur var auðvitað keimlíkur þeim fyrri en hættulegasta færi gestanna kom á 58. mínútu þegar Mbeumo skaut að marki úr teignum en boltinn fór ekki langt framhjá markinu. Skömmu síðar þrumaði Jota í stöngina eftir fínan undirbúning frá Alexander-Arnold og ekki svo löngu eftir það klikkaði Portúgalinn á dauðafæri eftir að hafa fengið sendingu innfyrir og komist framhjá varnarmanni í teignum. Skot Jota var vel varið af Fernandez í markinu, því miður. Á 69. mínútu kom svo annað mark Liverpool þegar Robertson sendi fyrir markið frá vinstri og þar var Oxlade-Chamberlain mættur á fjær til að stanga boltann í netið. Hann þurfti svo að fara af velli skömmu síðar vegna meiðsla sem við vonum að séu ekki alvarleg. Í hans stað kom Takumi Minamino og Japaninn var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Gestirnir reyndu að spila sig út úr vörninni en Firmino var flottur í pressunni, stal boltanum á vítateigslínu og kom boltanum á Minamino sem skaut viðstöðulaust í netið. Kaide Gordon kom svo inná þegar nokkrar mínútur voru eftir og lék hann þar með sinn fyrsta leik fyrir félagið í deildinni. Lokatölur 3-0 og sigurinn vissulega kærkominn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Jones, Oxlade-Chamberlain (Minamino, 74. mín.), Firmino (Milner, 78. mín.), Jota (Gordon, 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, N. Williams, Tsimikas, Morton.
Mörk Liverpool: Fabinho (44. mín.), Alex Oxlade-Chamberlain (69. mín.) og Takumi Minamino (77. mín.).
Brentford: Fernández, Ajer, Jansson, Pinnock, Roerslev, Baptiste (Wissa, 68. mín.), Nørgaard, Janelt, Henry (Canós, 49. mín.), Mbeumo (Jensen, 75. mín.), Toney. Ónotaðir varamenn: Forss, Ghoddos, Bidstrup, Bech Sørensen, Stevens, Lössl.
Gult spjald: Ajer.
Maður leiksins: Fabinho var kóngurinn á miðjunni, vann ófáa bolta eins og hans er von og vísa. Fyrsta markið leiksins sem hann skoraði kom á mikilvægum tímapunkti í leiknum.
Jürgen Klopp: ,,Ég vissi fyrir leikinn að þetta yrði erfitt en ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Við fórum yfir þrjú atriði í hálfleik sem höfðu tekist vel í þeim fyrri og vildum fá strákana til að halda því áfram. Fyrir utan smá kafla í seinni hálfleik sem Brentford ógnuðu þá náðum við stjórn á leiknum á ný og skoruðum flott mörk, þannig að ég er mjög ánægður."
Fróðleikur:
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt fyrsta deildarmark á leiktíðinni.
- Fabinho og Minamino skoruðu báðir sitt annað deildarmark.
- Minamino fagnaði afmæli sínu á besta mögulega máta, með því að skora mark.
- Jürgen Klopp fagnaði sigri í sínum 350. leik með Liverpool. Sigurinn var sá 213. í röðinni og sigurhlutfall stjórans er 60,86% sem er það besta af öllum stjórum í sögu félagsins.
- Liverpool komust upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, liðið er með 45 stig eftir 21 leik.
- Brentford sitja í 14. sæti með 23 stig einnig eftir 21 leik.
Það kom fátt á óvart í byrjunarliði Jürgen Klopp og ánægjulegt var að sjá að hann vildi greinilega fá sóknarsinnaða menn á miðjuna og gerði hann tvær breytingar frá leiknum gegn Arsenal. Curtis Jones og Alex Oxlade-Chamberlain komu inn í stað James Milner og Takumi Minamino. Hjá gestunum var einnig lítið um óvænta hluti en fyrrum leikmaður Liverpool, Sergi Canós, settist á bekkinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum þegar flestir bjuggust kannski við því að sjá hann byrja.
Uppskriftin að heimaleik Liverpool gegn liði sem er að berjast í neðri hluta deildarinnar kunnum við stuðningsmenn nánast utanbókar. Heimamenn mun meira með boltann og pressan uppvið vítateig gestanna töluverð. En eins og svo oft áður þurfti fjölmörg færi til að brjóta ísinn. Fyrri hálfleikur var ákkúrat á þessa leið, skallatilraunir yfir markið, nokkrir leikmenn reyndu að koma skoti á rammann en varnarmenn komust alltaf fyrir og hornspyrnurnar voru einnig fjölmargar. Rétt fyrir hálfleik skoraði Fabinho svo fyrsta mark leiksins og kom það eftir hornspyrnu frá Alexander-Arnold. Boltinn sveif framhjá öllum á nærstöng og þeir sem voru staddir á miðjum markteig náðu ekki heldur til boltans sem skoppaði yfir á fjær þar sem Brasilíumaðurinn skallaði í markið. Frábær tímapunktur til að skora mark og létti heilmikið á andrúmsloftinu á Anfield.
Seinni hálfleikur var auðvitað keimlíkur þeim fyrri en hættulegasta færi gestanna kom á 58. mínútu þegar Mbeumo skaut að marki úr teignum en boltinn fór ekki langt framhjá markinu. Skömmu síðar þrumaði Jota í stöngina eftir fínan undirbúning frá Alexander-Arnold og ekki svo löngu eftir það klikkaði Portúgalinn á dauðafæri eftir að hafa fengið sendingu innfyrir og komist framhjá varnarmanni í teignum. Skot Jota var vel varið af Fernandez í markinu, því miður. Á 69. mínútu kom svo annað mark Liverpool þegar Robertson sendi fyrir markið frá vinstri og þar var Oxlade-Chamberlain mættur á fjær til að stanga boltann í netið. Hann þurfti svo að fara af velli skömmu síðar vegna meiðsla sem við vonum að séu ekki alvarleg. Í hans stað kom Takumi Minamino og Japaninn var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Gestirnir reyndu að spila sig út úr vörninni en Firmino var flottur í pressunni, stal boltanum á vítateigslínu og kom boltanum á Minamino sem skaut viðstöðulaust í netið. Kaide Gordon kom svo inná þegar nokkrar mínútur voru eftir og lék hann þar með sinn fyrsta leik fyrir félagið í deildinni. Lokatölur 3-0 og sigurinn vissulega kærkominn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Jones, Oxlade-Chamberlain (Minamino, 74. mín.), Firmino (Milner, 78. mín.), Jota (Gordon, 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, N. Williams, Tsimikas, Morton.
Mörk Liverpool: Fabinho (44. mín.), Alex Oxlade-Chamberlain (69. mín.) og Takumi Minamino (77. mín.).
Brentford: Fernández, Ajer, Jansson, Pinnock, Roerslev, Baptiste (Wissa, 68. mín.), Nørgaard, Janelt, Henry (Canós, 49. mín.), Mbeumo (Jensen, 75. mín.), Toney. Ónotaðir varamenn: Forss, Ghoddos, Bidstrup, Bech Sørensen, Stevens, Lössl.
Gult spjald: Ajer.
Maður leiksins: Fabinho var kóngurinn á miðjunni, vann ófáa bolta eins og hans er von og vísa. Fyrsta markið leiksins sem hann skoraði kom á mikilvægum tímapunkti í leiknum.
Jürgen Klopp: ,,Ég vissi fyrir leikinn að þetta yrði erfitt en ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Við fórum yfir þrjú atriði í hálfleik sem höfðu tekist vel í þeim fyrri og vildum fá strákana til að halda því áfram. Fyrir utan smá kafla í seinni hálfleik sem Brentford ógnuðu þá náðum við stjórn á leiknum á ný og skoruðum flott mörk, þannig að ég er mjög ánægður."
Fróðleikur:
- Alex Oxlade-Chamberlain skoraði sitt fyrsta deildarmark á leiktíðinni.
- Fabinho og Minamino skoruðu báðir sitt annað deildarmark.
- Minamino fagnaði afmæli sínu á besta mögulega máta, með því að skora mark.
- Jürgen Klopp fagnaði sigri í sínum 350. leik með Liverpool. Sigurinn var sá 213. í röðinni og sigurhlutfall stjórans er 60,86% sem er það besta af öllum stjórum í sögu félagsins.
- Liverpool komust upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, liðið er með 45 stig eftir 21 leik.
- Brentford sitja í 14. sæti með 23 stig einnig eftir 21 leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan