| Sf. Gutt
Roy Hodgson verður við varamannabekkinn hjá Watford þegar liðið kemur í heimsókn á Anfield Road á laugardaginn. Enginn hefði átt von á því í lok síðustu leiktíðar en þá lýsti Roy því yfir að langur framkvæmdastjóraferill hans væri á enda. Síðasti leikur hans á framkvæmdastjóraferlinum var einmitt á Anfield í síðustu umferð deildarinnar á síðasta keppnistímabili þegar Liverpool vann Crystal Palace 2:0. Það er að segja að leit allt út fyrir að þetta yrði síðasti leikur Roy sem framkvæmdastjóra. Svo fór þó ekki. Myndin að ofan var tekin á Anfield þegar Liverpool og Crystal Palace mættust í síðasta leiknum hans Roy sem varð svo ekki síðasti leikurinn!
Roy sló reyndar ákveðinn varnagla þegar hann lýsti því yfir að hann væri hættur í fyrra. ,,Ég er að hætta afskiptum af knattspyrnu að sinni. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Þetta er svona aldrei að segja aldrei andartak."
Watford hefur verið í fallbaráttu á leiktíðinni og í janúar leituðu forráðamenn félagsins til Roy Hodgson. Hann stóðst ekki mátið og gerði samning til loka leiktíðarinnar. Hann tók við af Claudio Ranieri sem hafði í október verið ráðinn í stað Xisco Muñoz.
Roy Hodgson er sem sagt ekki af baki dottinn þó hann verði 75 ára þann 9. ágúst næstkomandi. Watford er 16. félagsliðið sem hann stjórnar frá því hann hóf feril sinn sem framkvæmdastjóri með sænska liðinu Halmstad á nýársdag 1976. Hann hefur svo stjórnað fimm landsliðum.
TIL BAKA
Roy hætti við að hætta!
Roy Hodgson verður við varamannabekkinn hjá Watford þegar liðið kemur í heimsókn á Anfield Road á laugardaginn. Enginn hefði átt von á því í lok síðustu leiktíðar en þá lýsti Roy því yfir að langur framkvæmdastjóraferill hans væri á enda. Síðasti leikur hans á framkvæmdastjóraferlinum var einmitt á Anfield í síðustu umferð deildarinnar á síðasta keppnistímabili þegar Liverpool vann Crystal Palace 2:0. Það er að segja að leit allt út fyrir að þetta yrði síðasti leikur Roy sem framkvæmdastjóra. Svo fór þó ekki. Myndin að ofan var tekin á Anfield þegar Liverpool og Crystal Palace mættust í síðasta leiknum hans Roy sem varð svo ekki síðasti leikurinn!
Roy sló reyndar ákveðinn varnagla þegar hann lýsti því yfir að hann væri hættur í fyrra. ,,Ég er að hætta afskiptum af knattspyrnu að sinni. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Þetta er svona aldrei að segja aldrei andartak."
Watford hefur verið í fallbaráttu á leiktíðinni og í janúar leituðu forráðamenn félagsins til Roy Hodgson. Hann stóðst ekki mátið og gerði samning til loka leiktíðarinnar. Hann tók við af Claudio Ranieri sem hafði í október verið ráðinn í stað Xisco Muñoz.
Roy Hodgson er sem sagt ekki af baki dottinn þó hann verði 75 ára þann 9. ágúst næstkomandi. Watford er 16. félagsliðið sem hann stjórnar frá því hann hóf feril sinn sem framkvæmdastjóri með sænska liðinu Halmstad á nýársdag 1976. Hann hefur svo stjórnað fimm landsliðum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan