| Sf. Gutt
Benfica vs Liverpool
Það þarf ekki að hafa mörg orð um stífa dagskrá Liverpool í þessum mánuði. Nóg hafa orðin um dagskrána verið í landsleikjahléinu og síðustu daga. En næst á dagskrá er Evrópuleikur í Portúgal.
Það er ekkert nýmæli að Liverpool spili Evrópuleiki í Portúgal og síðast á þessu keppnistímabili gerði liðið góða ferð til Porto og vann öruggan sigur eins og svo oft á síðustu árum. En nú mætir Liverpool Benfica sem er ekki jafn gott lið og Porto. Ernirnir frá Lissabon eru sem stendur í þriðja sæti. Porto er efst og Sporting frá Lissabon, meistarar síðustu leiktíðar, eru þar á eftir
Liverpool mætti Benfica síðast í keppni þeirra bestu á keppnistímabilinu 2005/06. Þá eins og nú vonuðust flestir eftir því að Liverpool myndi dragast á móti Benfica því það væri lakasta liðið. Svo fór að Benfica vann 1:0 á heimavelli og gerði svo gott betur með 0:2 sigri í Liverpool. Vörn Liverpool á Evrópubikarnum endaði óvænt og svona má ekki fara núna.
Benfica komst kannski frekar óvænt áfram úr riðlakeppninni á þessari leiktíð. Liðið kom svo aftur mörgum á óvart með því að slá Ajax út úr Meistaradeildinni í 16 liða úrsitum. Liverpool þarf því að varast allt vanmat og það er ekki nein ástæða til að ætla að portúgalska liðið verði vanmetið.
Benfica verður ekki auðveldur andstæðingur og þá sérstaklega ekki í heimavígi sínu með stuðningsmenn sína í vígahug annað kvöld. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í dag að enginn af sínum mönnum væri meiddur. Það er tími síðan svo gott hefur verið. Ég spái því að Liverpool vinni 1:2. Diogo Jota og Luis Díaz skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Benfica vs Liverpool
Það þarf ekki að hafa mörg orð um stífa dagskrá Liverpool í þessum mánuði. Nóg hafa orðin um dagskrána verið í landsleikjahléinu og síðustu daga. En næst á dagskrá er Evrópuleikur í Portúgal.
Það er ekkert nýmæli að Liverpool spili Evrópuleiki í Portúgal og síðast á þessu keppnistímabili gerði liðið góða ferð til Porto og vann öruggan sigur eins og svo oft á síðustu árum. En nú mætir Liverpool Benfica sem er ekki jafn gott lið og Porto. Ernirnir frá Lissabon eru sem stendur í þriðja sæti. Porto er efst og Sporting frá Lissabon, meistarar síðustu leiktíðar, eru þar á eftir
Liverpool mætti Benfica síðast í keppni þeirra bestu á keppnistímabilinu 2005/06. Þá eins og nú vonuðust flestir eftir því að Liverpool myndi dragast á móti Benfica því það væri lakasta liðið. Svo fór að Benfica vann 1:0 á heimavelli og gerði svo gott betur með 0:2 sigri í Liverpool. Vörn Liverpool á Evrópubikarnum endaði óvænt og svona má ekki fara núna.
Benfica komst kannski frekar óvænt áfram úr riðlakeppninni á þessari leiktíð. Liðið kom svo aftur mörgum á óvart með því að slá Ajax út úr Meistaradeildinni í 16 liða úrsitum. Liverpool þarf því að varast allt vanmat og það er ekki nein ástæða til að ætla að portúgalska liðið verði vanmetið.
Benfica verður ekki auðveldur andstæðingur og þá sérstaklega ekki í heimavígi sínu með stuðningsmenn sína í vígahug annað kvöld. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í dag að enginn af sínum mönnum væri meiddur. Það er tími síðan svo gott hefur verið. Ég spái því að Liverpool vinni 1:2. Diogo Jota og Luis Díaz skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan