| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafnt á Etihad
Erum við öll búin að jafna okkur eftir stórleik helgarinnar? Hvort sem er þá er hér síðbúin leikskýrsla um þennan frábæra leik milli Manchester City og Liverpool sem endaði 2-2.
Gríðarleg eftirvænting var hjá stuðningsmönnum liðanna fyrir leikinn og biðin var svo sannarlega erfið. Klukkutíma fyrir leik voru byrjunarliðin tilkynnt og þar gerði Jürgen Klopp þrjár breytingar frá síðasta leik. Inn komu þeir Joel Matip, Jordan Henderson og Diogo Jota í stað Ibrahima Konaté, Naby Keita og Luis Díaz.
Það tók ekki langan tíma fyrir fyrsta færi leiksins að líta dagsins ljós en ekki voru nema fimm mínútur liðnar þegar heimamenn sóttu hratt upp völlinn. Boltinn barst út á hægri kantinn til Gabriel Jesus sem sendi strax inná teiginn. Þar var Raheem Sterling kominn einn gegn Alisson sem varði frábærlega með góðu úthlaupi. Okkar menn náðu ekki að koma boltanum almennilega frá marki og City menn fengu aukaspyrnu á miðjun vallarhelmingi Liverpool. Spyrnan var tekin snögglega og boltinn barst á Kevin De Bruyne sem lék nær marki og átti skot sem hafði viðkomu í Matip og fór svo yfir Alisson í stöngina og inn. Sannkölluð draumabyrjun heimamanna en sem betur fer varði hún ekki lengi. Á 13. mínútu kom fyrsta alvöru sókn gestanna. Thiago sendi frábæran bolta út til hægri á Trent Alexander-Arnold sem fann Salah fyrir framan vítateiginn. Salah reyndi að senda innfyrir á Mané en varnarmaður skallaði frá, beint í samherja sem kom þar með boltanum óvart út á Andy Robertson. Skotinn sendi háan bolta yfir á fjærstöngina þar sem Alexander-Arnold var mættur og hann sendi í fyrsta út á Jota sem kom boltanum framhjá Ederson í markinu. Ótrúlega mikilvægt að jafna metin svona fljótt og þagga aðeins niður í bláa helmingi Manchester (og kannski þeim rauða líka). Á 23. mínútu var svo Ederson heppinn að missa ekki boltann innfyrir marklínuna þegar hann var eitthvað að gaufa með boltann rétt fyrir framan markið en því miður komst Jota ekki nógu snöggt fyrir sendingu hans í burtu.
Leikurinn var áfram fjörlegur en það voru aðallega heimamenn sem sköpuðu sér færin. De Bruyne fékk fínt skotfæri í teignum en hitt sem betur fer ekki markið. Það má eiginlega segja að manni fannst markið liggja í loftinu hjá City mönnum því varnarleikur Liverpool var ekki til eftirbreytni aldrei þessu vant. Á 36. mínútu var þessi tilfinning staðfest þegar hornspyrna frá City var skölluð frá. Sending kom frá Cancelo á vinstri kanti alla leið yfir á fjær þar sem Jesus lúrði. Hann var á undan Alisson í boltann og sendi hann í markið af slánni og inn. Undir lok hálfleiksins var Sterling svo ekki langt frá því að ná til boltans inná teignum eftir sendingu frá vinstri en Robertson náði mikilvægri snertingu til að bægja hættunni frá. Hinumegin var Jota svo í góðri stöðu þegar hann slapp nánast einn í gegn en hann var of lengi að ákveða sig og varnarmenn náðu að bjarga. Staðan 2-1 í hálfleik.
Það tók hinsvegar ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik. Sadio Mané gerði það á 46. mínútu eftir frábæra sendingu innfyrir frá Salah. Allt orðið jafnt aftur og spennan óbærileg. Nokkrum mínútum síðar sendi Salah inná teiginn á ný en nú til Jota sem náði ekki nógu kröftugu skoti að marki og Ederson varði. Á 60. mínútu kom fyrsta alvöru færi heimamanna þegar Jesus vann boltann hægra megin í teignum. Hann lék á tvo varnarmenn og skaut loks á markið en sem betur fer var Virgil van Dijk vel staðsettur og hann blokkaði skotið. Þrem mínútum síðar skoraði svo Sterling eftir að hafa verið sendur aleinn í gegn. Til allrar hamingju var Sterling dæmdur rangstæður eftir að myndbandsdómgæslan hafði skoðað atvkikið vel. En tæpt var það ! Hinumegin gerðist skrýtið atvik þegar Salah skaut að marki en boltinn fór greinilega í Laporte og framhjá. Taylor dómari leiksins dæmdi hinsvegar markspyrnu Myndbandsdómarinn skoðaði atvikið með tilliti til þess hvort að boltinn hefði farið í hendina á Laporte en sá auðvitað að ekkert slíkt hafði gerst. Engu að síður stóð ákvörðun Taylors um að dæma markspyrnu. Lætin voru ekki búin og rétt fyrir leikslok átti Riyad Mahrez skot úr aukaspyrnu sem fór í utanverða stöngina. Hann komst svo í úrvals færi í uppbótartíma en ákvað að reyna að lyfta boltanum yfir Alisson sem var kominn langt út úr markinu. Boltinn fór hinsvegar yfir markið og skömmu síðar gátum við öll andað léttar með 2-2 jafntefli.
Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Cancelo, Rodri, B. Silva, Jesus (Grealish, 83. mín.), De Bruyne, Foden, Sterling (Mahrez, 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Aké, Gundogan, Zinchenko, Steffen, Fernandinho, McAtee, Lavia.
Mörk Manchester City: De Bruyne (5. mín.) og Jesus (37. mín.).
Gult spjald: B. Silva.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Keita, 78. mín.), Fabinho, Thiago, Salah, Jota (Díaz, 70. mín.), Mané (Firmino, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, Tsimikas, Milner, Jones.
Mörk Liverpool: Jota (13. mín.) og Mané (46. mín.).
Gul spjöld: van Dijk, Robertson, Fabinho og Thiago.
Maður leiksins: Liðið var heilt yfir ekki að spila mjög vel og margir leikmenn duttu niður á plan sem þeir eru ekki vanir að sýna. En Alisson stóð fyrir sínu í markinu og bjargaði vel þegar á þurfti að halda, hann gat svo lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var frábær leikur og úrslit sem við verðum að lifa með og við getum vel lifað með þeim. Leikurinn var villtur og hraðinn hreint brjálæði. Þetta var eins og tveir þungavigtaboxarar sem reyna að koma rothögginu á andstæðinginn. Við þurftum að þjást og þeir líka.
Fróðleikur:
- Diogo Jota skoraði sitt 15. deildarmark á leiktíðinni.
- Sadio Mané skoraði sitt 13. deildarmark.
- Í fyrsta sinn á leiktíðinni unnu City ekki leik eftir að hafa náð forystunni.
- Trent Alexander-Arnold lagði upp sitt 17. mark á leiktíðinni.
- Liverpool sitja í 2. sæti deildarinnar með 73 stig eftir 31 leik.
- Manchester City eru áfram á toppnum með stigi meira eftir jafnmarga leiki.
Gríðarleg eftirvænting var hjá stuðningsmönnum liðanna fyrir leikinn og biðin var svo sannarlega erfið. Klukkutíma fyrir leik voru byrjunarliðin tilkynnt og þar gerði Jürgen Klopp þrjár breytingar frá síðasta leik. Inn komu þeir Joel Matip, Jordan Henderson og Diogo Jota í stað Ibrahima Konaté, Naby Keita og Luis Díaz.
Það tók ekki langan tíma fyrir fyrsta færi leiksins að líta dagsins ljós en ekki voru nema fimm mínútur liðnar þegar heimamenn sóttu hratt upp völlinn. Boltinn barst út á hægri kantinn til Gabriel Jesus sem sendi strax inná teiginn. Þar var Raheem Sterling kominn einn gegn Alisson sem varði frábærlega með góðu úthlaupi. Okkar menn náðu ekki að koma boltanum almennilega frá marki og City menn fengu aukaspyrnu á miðjun vallarhelmingi Liverpool. Spyrnan var tekin snögglega og boltinn barst á Kevin De Bruyne sem lék nær marki og átti skot sem hafði viðkomu í Matip og fór svo yfir Alisson í stöngina og inn. Sannkölluð draumabyrjun heimamanna en sem betur fer varði hún ekki lengi. Á 13. mínútu kom fyrsta alvöru sókn gestanna. Thiago sendi frábæran bolta út til hægri á Trent Alexander-Arnold sem fann Salah fyrir framan vítateiginn. Salah reyndi að senda innfyrir á Mané en varnarmaður skallaði frá, beint í samherja sem kom þar með boltanum óvart út á Andy Robertson. Skotinn sendi háan bolta yfir á fjærstöngina þar sem Alexander-Arnold var mættur og hann sendi í fyrsta út á Jota sem kom boltanum framhjá Ederson í markinu. Ótrúlega mikilvægt að jafna metin svona fljótt og þagga aðeins niður í bláa helmingi Manchester (og kannski þeim rauða líka). Á 23. mínútu var svo Ederson heppinn að missa ekki boltann innfyrir marklínuna þegar hann var eitthvað að gaufa með boltann rétt fyrir framan markið en því miður komst Jota ekki nógu snöggt fyrir sendingu hans í burtu.
Leikurinn var áfram fjörlegur en það voru aðallega heimamenn sem sköpuðu sér færin. De Bruyne fékk fínt skotfæri í teignum en hitt sem betur fer ekki markið. Það má eiginlega segja að manni fannst markið liggja í loftinu hjá City mönnum því varnarleikur Liverpool var ekki til eftirbreytni aldrei þessu vant. Á 36. mínútu var þessi tilfinning staðfest þegar hornspyrna frá City var skölluð frá. Sending kom frá Cancelo á vinstri kanti alla leið yfir á fjær þar sem Jesus lúrði. Hann var á undan Alisson í boltann og sendi hann í markið af slánni og inn. Undir lok hálfleiksins var Sterling svo ekki langt frá því að ná til boltans inná teignum eftir sendingu frá vinstri en Robertson náði mikilvægri snertingu til að bægja hættunni frá. Hinumegin var Jota svo í góðri stöðu þegar hann slapp nánast einn í gegn en hann var of lengi að ákveða sig og varnarmenn náðu að bjarga. Staðan 2-1 í hálfleik.
Það tók hinsvegar ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik. Sadio Mané gerði það á 46. mínútu eftir frábæra sendingu innfyrir frá Salah. Allt orðið jafnt aftur og spennan óbærileg. Nokkrum mínútum síðar sendi Salah inná teiginn á ný en nú til Jota sem náði ekki nógu kröftugu skoti að marki og Ederson varði. Á 60. mínútu kom fyrsta alvöru færi heimamanna þegar Jesus vann boltann hægra megin í teignum. Hann lék á tvo varnarmenn og skaut loks á markið en sem betur fer var Virgil van Dijk vel staðsettur og hann blokkaði skotið. Þrem mínútum síðar skoraði svo Sterling eftir að hafa verið sendur aleinn í gegn. Til allrar hamingju var Sterling dæmdur rangstæður eftir að myndbandsdómgæslan hafði skoðað atvkikið vel. En tæpt var það ! Hinumegin gerðist skrýtið atvik þegar Salah skaut að marki en boltinn fór greinilega í Laporte og framhjá. Taylor dómari leiksins dæmdi hinsvegar markspyrnu Myndbandsdómarinn skoðaði atvikið með tilliti til þess hvort að boltinn hefði farið í hendina á Laporte en sá auðvitað að ekkert slíkt hafði gerst. Engu að síður stóð ákvörðun Taylors um að dæma markspyrnu. Lætin voru ekki búin og rétt fyrir leikslok átti Riyad Mahrez skot úr aukaspyrnu sem fór í utanverða stöngina. Hann komst svo í úrvals færi í uppbótartíma en ákvað að reyna að lyfta boltanum yfir Alisson sem var kominn langt út úr markinu. Boltinn fór hinsvegar yfir markið og skömmu síðar gátum við öll andað léttar með 2-2 jafntefli.
Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Cancelo, Rodri, B. Silva, Jesus (Grealish, 83. mín.), De Bruyne, Foden, Sterling (Mahrez, 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Aké, Gundogan, Zinchenko, Steffen, Fernandinho, McAtee, Lavia.
Mörk Manchester City: De Bruyne (5. mín.) og Jesus (37. mín.).
Gult spjald: B. Silva.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Keita, 78. mín.), Fabinho, Thiago, Salah, Jota (Díaz, 70. mín.), Mané (Firmino, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, Tsimikas, Milner, Jones.
Mörk Liverpool: Jota (13. mín.) og Mané (46. mín.).
Gul spjöld: van Dijk, Robertson, Fabinho og Thiago.
Maður leiksins: Liðið var heilt yfir ekki að spila mjög vel og margir leikmenn duttu niður á plan sem þeir eru ekki vanir að sýna. En Alisson stóð fyrir sínu í markinu og bjargaði vel þegar á þurfti að halda, hann gat svo lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var frábær leikur og úrslit sem við verðum að lifa með og við getum vel lifað með þeim. Leikurinn var villtur og hraðinn hreint brjálæði. Þetta var eins og tveir þungavigtaboxarar sem reyna að koma rothögginu á andstæðinginn. Við þurftum að þjást og þeir líka.
Fróðleikur:
- Diogo Jota skoraði sitt 15. deildarmark á leiktíðinni.
- Sadio Mané skoraði sitt 13. deildarmark.
- Í fyrsta sinn á leiktíðinni unnu City ekki leik eftir að hafa náð forystunni.
- Trent Alexander-Arnold lagði upp sitt 17. mark á leiktíðinni.
- Liverpool sitja í 2. sæti deildarinnar með 73 stig eftir 31 leik.
- Manchester City eru áfram á toppnum með stigi meira eftir jafnmarga leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan