| Sf. Gutt
Liverpool á ennþá möguleika á að vinna fjóra titla. Manchester City jók forystu sína í deildinni í dag eftir 5:1 sigur á Watford og nú verður Liverpool að vinna á morgun til að halda í við meistarana. Aftur og enn bíður stórleikur. Liverpool hefur leikið þrívegis við Manchester liðin á stuttum tíma og núna er það borgarslagur við Everton.
Liverpool er á fullu í baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Everton er á fullu í baráttu við að halda sér í deildinni. Það gæti ekki verið mikið lengra á milli liðanna en það segir lítið til um hvernig leikurinn á eftir að fara. Rafael Benítez var framkvæmdastjóri Everton þegar liðin mættust á síðasta ári en hann er á braut. Valdatíð hans lauk í janúar og nú leggur Frank Lampard á ráðin dag og nótt um hvernig á að halda Everton í deild þeirra bestu.
Það sama gildir um leik Liverpool og Everton á morgun og leik Liverpool við Manchester United fyrr í vikunni. Ef Liverpool leikur af eðlilegri getu þá á Liverpool að vinna Everton. Liverpool lék fábærlega á móti Manchester United og vann 4:0. Í leiknum kom vel í ljós getumunur liðanna núna. Liverpool fór illa með Everton á Goodison Park í fyrri leik liðanna og vann 1:4. Þá sýndi Liverpool hversu miklu betra liðið er en Everton. Leikmenn Everton munu þó mæta óðir til leiks á morgun og það getur allt gerst.
Ég spái því að Liverpool dragi á Manchester City á morgun. Liverpool vinnur 3:1 í erfiðum leik. Mohamed Salah, Naby Keita og Sadio Mané skora. Baráttan heldur áfram!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool á ennþá möguleika á að vinna fjóra titla. Manchester City jók forystu sína í deildinni í dag eftir 5:1 sigur á Watford og nú verður Liverpool að vinna á morgun til að halda í við meistarana. Aftur og enn bíður stórleikur. Liverpool hefur leikið þrívegis við Manchester liðin á stuttum tíma og núna er það borgarslagur við Everton.
Liverpool er á fullu í baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Everton er á fullu í baráttu við að halda sér í deildinni. Það gæti ekki verið mikið lengra á milli liðanna en það segir lítið til um hvernig leikurinn á eftir að fara. Rafael Benítez var framkvæmdastjóri Everton þegar liðin mættust á síðasta ári en hann er á braut. Valdatíð hans lauk í janúar og nú leggur Frank Lampard á ráðin dag og nótt um hvernig á að halda Everton í deild þeirra bestu.
Það sama gildir um leik Liverpool og Everton á morgun og leik Liverpool við Manchester United fyrr í vikunni. Ef Liverpool leikur af eðlilegri getu þá á Liverpool að vinna Everton. Liverpool lék fábærlega á móti Manchester United og vann 4:0. Í leiknum kom vel í ljós getumunur liðanna núna. Liverpool fór illa með Everton á Goodison Park í fyrri leik liðanna og vann 1:4. Þá sýndi Liverpool hversu miklu betra liðið er en Everton. Leikmenn Everton munu þó mæta óðir til leiks á morgun og það getur allt gerst.
Ég spái því að Liverpool dragi á Manchester City á morgun. Liverpool vinnur 3:1 í erfiðum leik. Mohamed Salah, Naby Keita og Sadio Mané skora. Baráttan heldur áfram!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan