| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Taugarnar verða þandar þegar Liverpool heimsækir Villarreal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar. Leikurinn hefst klukkan 19:00 þriðjudaginn 3. maí.
Jürgen Klopp gat leyft sér að hvíla nokkra leikmenn í leiknum gegn Newcastle um síðustu helgi og enginn leikmaður meiddist sem er gott mál. Roberto Firmino ferðaðist með liðinu til Spánar en er ekki leikfær ennþá. Klopp sagði að Brasilíumaðurinn nálgist samt óðum endurkomu á völlinn. Þá hefur Divock Origi jafnað sig af veikindum sem héldu honum frá um síðustu helgi. Að öðru leyti eru menn klárir í verkefnið. Hjá Spánverjunum er næsta víst að framherjinn Gerard Moreno verður með þar sem hann er byrjaður að æfa á ný. Staðan verður tekin á Arnaut Danjuma sem missti af deildarleik helgarinnar og eins og síðast missa þeir Yeremy Pino og Alberto Moreno af leiknum vegna meiðsla. Unai Emery notaði einnig tækifærið um helgina til að hvíla nokkra leikmenn og við gerum ráð fyrir Guli kafbáturinn verði á fullu stími í þessum mikilvæga leik.
Hvað byrjunarlið Liverpool varðar gerum við ráð fyrir því að þeir Konaté, Alexander-Arnold, Fabinho, Thiago og Salah komi inn sem þýðir þá að Matip, Gomez, Milner, Keita og Jota setjist á bekkinn. Jota hefur kannski ekki alveg verið að finna sig undanfarið, allavega hvað markaskorun varðar og Luis Díaz heldur sæti sínu. Liðið verður þá svona: Alisson í marki, varnarmenn Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk og Robertson. Á miðjunni Fabinho, Henderson og Thiago og frammi þeir Mané, Salah og Díaz. Þetta er klárlega lið sem má treysta fyrir þessu risastóra verkefni.
Stóra spurningin er auðvitað sú hvort að 2-0 forysta dugi til. Villarreal eru erfiðir heim að sækja og Emery kann svo sannarlega þá list að komast áfram í tveggja leikja útsláttarkeppni. Það er ansi líklegt að Spánverjinn hafi lagst yfir spilamennsku Liverpool til að reyna að finna leiðir að markinu. Heimavöllur þeirra tekur ekkert rosalega marga áhorfendur en þeir munu láta vel í sér heyra og styðja sitt lið með látum. Eitt mark eða fleiri frá gestunum myndi klárlega róa okkur sem sitjum heima fyrir framan sjónvarpið og við vonum innilega að þeir rauðu nái að spila sinn leik og aðallega passa sig á því að hleypa leiknum ekki upp í einhverja vitleysu. Í síðustu tvö skipti sem Liverpol hefur verið á útivelli í undanúrslitum Meistaradeildar hefur liðið fengið á sig sjö mörk. Árið 2018 í seinni leiknum gegn Roma enduðu leikar 4-2 fyrir Ítalana, það dugði til þar sem fyrri leikurinn fór 5-2. Árið eftir töpuðu okkar menn 3-0 gegn Barcelona á Spáni og við vitum nú öll hvernig seinni leikurinn endaði. Við biðjum ekki um mikið, bara að heimaliðið skori ekki meira en eitt mark, helst bara ekkert takk.
Spáin að þessu sinni er á þá leið að Liverpool tekst að ná fram úrslitum sem koma þeim í úrslitaleikinn. En það verður taugatrekkjandi eins og við erum kannski orðin vön í gegnum árin. Lokatölur verða 1-1, Villarreal skora fyrst sem setur auðvitað mikla spennu í leikinn en jöfnunarmarkið kemur fljótt og slekkur í vonum heimamanna.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í Meistaradeildinni með átta mörk það sem af er.
- Arnaut Danjuma er markahæstur hjá Villarreal með sex mörk.
- Liverpool hefur einu sinni áður spilað við Villarreal á útivelli og þá tapaðist leikurinn 1-0.
- Andy Robertson spilar líklega sinn 45. Evrópuleik fyrir félagið og jafnframt sinn 220. leik í öllum keppnum.
Jürgen Klopp gat leyft sér að hvíla nokkra leikmenn í leiknum gegn Newcastle um síðustu helgi og enginn leikmaður meiddist sem er gott mál. Roberto Firmino ferðaðist með liðinu til Spánar en er ekki leikfær ennþá. Klopp sagði að Brasilíumaðurinn nálgist samt óðum endurkomu á völlinn. Þá hefur Divock Origi jafnað sig af veikindum sem héldu honum frá um síðustu helgi. Að öðru leyti eru menn klárir í verkefnið. Hjá Spánverjunum er næsta víst að framherjinn Gerard Moreno verður með þar sem hann er byrjaður að æfa á ný. Staðan verður tekin á Arnaut Danjuma sem missti af deildarleik helgarinnar og eins og síðast missa þeir Yeremy Pino og Alberto Moreno af leiknum vegna meiðsla. Unai Emery notaði einnig tækifærið um helgina til að hvíla nokkra leikmenn og við gerum ráð fyrir Guli kafbáturinn verði á fullu stími í þessum mikilvæga leik.
Hvað byrjunarlið Liverpool varðar gerum við ráð fyrir því að þeir Konaté, Alexander-Arnold, Fabinho, Thiago og Salah komi inn sem þýðir þá að Matip, Gomez, Milner, Keita og Jota setjist á bekkinn. Jota hefur kannski ekki alveg verið að finna sig undanfarið, allavega hvað markaskorun varðar og Luis Díaz heldur sæti sínu. Liðið verður þá svona: Alisson í marki, varnarmenn Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk og Robertson. Á miðjunni Fabinho, Henderson og Thiago og frammi þeir Mané, Salah og Díaz. Þetta er klárlega lið sem má treysta fyrir þessu risastóra verkefni.
Stóra spurningin er auðvitað sú hvort að 2-0 forysta dugi til. Villarreal eru erfiðir heim að sækja og Emery kann svo sannarlega þá list að komast áfram í tveggja leikja útsláttarkeppni. Það er ansi líklegt að Spánverjinn hafi lagst yfir spilamennsku Liverpool til að reyna að finna leiðir að markinu. Heimavöllur þeirra tekur ekkert rosalega marga áhorfendur en þeir munu láta vel í sér heyra og styðja sitt lið með látum. Eitt mark eða fleiri frá gestunum myndi klárlega róa okkur sem sitjum heima fyrir framan sjónvarpið og við vonum innilega að þeir rauðu nái að spila sinn leik og aðallega passa sig á því að hleypa leiknum ekki upp í einhverja vitleysu. Í síðustu tvö skipti sem Liverpol hefur verið á útivelli í undanúrslitum Meistaradeildar hefur liðið fengið á sig sjö mörk. Árið 2018 í seinni leiknum gegn Roma enduðu leikar 4-2 fyrir Ítalana, það dugði til þar sem fyrri leikurinn fór 5-2. Árið eftir töpuðu okkar menn 3-0 gegn Barcelona á Spáni og við vitum nú öll hvernig seinni leikurinn endaði. Við biðjum ekki um mikið, bara að heimaliðið skori ekki meira en eitt mark, helst bara ekkert takk.
Spáin að þessu sinni er á þá leið að Liverpool tekst að ná fram úrslitum sem koma þeim í úrslitaleikinn. En það verður taugatrekkjandi eins og við erum kannski orðin vön í gegnum árin. Lokatölur verða 1-1, Villarreal skora fyrst sem setur auðvitað mikla spennu í leikinn en jöfnunarmarkið kemur fljótt og slekkur í vonum heimamanna.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í Meistaradeildinni með átta mörk það sem af er.
- Arnaut Danjuma er markahæstur hjá Villarreal með sex mörk.
- Liverpool hefur einu sinni áður spilað við Villarreal á útivelli og þá tapaðist leikurinn 1-0.
- Andy Robertson spilar líklega sinn 45. Evrópuleik fyrir félagið og jafnframt sinn 220. leik í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan