| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Til Parísar !
Liverpool vann 2-3 sigur á Villarreal og tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar í París. Taugarnar voru svo sannarlega þandar eftir að heimamenn jöfnuðu metin í einvíginu 2-2 strax í fyrri hálfleik.
Jürgen Klopp gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, Trent Alexander-Arnold og Ibrahima Konaté komu í vörnina, Fabinho og Thiago á miðjuna og Salah í framlínuna. Þeir Joe Gomez, Joel Matip, Jordan Henderson, James Milner og Luis Díaz settust á bekkinn Heimamenn gátu stillt upp sínum helsta sóknarmanni, Gerard Moreno eftir meiðsli en Arnaut Danjuma var ekki leikfær. Leikurinn byrjaði svo á versta mögulega hátt fyrir gestina því ekki voru komnar þrjár mínútur á klukkuna þegar Villarreal hafði skorað fyrsta markið. Sending kom frá vinstri kanti yfir á fjær þar sem Capoue var grimmari í boltann og náði að senda fyrir inná markteig þar sem Dia var mættur til að setja boltann í markið. Ekki skemmdi þetta fyrir stemmningunni á vellinum, stuðningsmönnum þeirra gulu líkaði þetta svo um munaði og pressan hélt áfram. Í raun má segja að Liverpool hafi verið óþekkjanlegt lið fyrstu 45 mínúturnar. Sendingar voru lélegar sem þýddi auðvitað að liðið hélt bara alls ekki boltanum og buðu hættunni heim. Það eina sem hægt er að nefna sem hættu frá gestunum var sending frá Salah inná Jota sem var nánast kominn í gegn en fyrsta snerting hans var slæm og Rulli í markinu og varnarmenn náðu að trufla hann. Salah náði svo boltanum frá Rulli, sem hafði bara eina hönd á bolta en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Villarreal menn vildu fá víti þegar Lo Celso komst innfyrir gegn Alisson en þar gerði sá síðarnefndi vel og komst í boltann áður en Lo Celso lenti á honum, rétt hjá dómaranum að dæma ekkert. Fjórum mínútum fyrir hálfleik kom svo annað mark Villarreal þegar Capoue sendi fyrir frá hægri og þar reis Coquelin yfir Alexander-Arnold og skallaði boltann í markið. Allt orðið jafnt og útlitið ekki gott miðað við spilamennsku okkar manna.
Klopp gerði strax skiptingu í hálfleik og setti Luis Díaz inná fyrir Jota. Það hafði tilætluð áhrif, Díaz lét strax finna fyrir sér úti vinstra megin og djöflaðist áfram við að reyna að skapa hættu. Spilamennska okkar manna í fyrri hálfleik var gleymd og grafin og liðið fór að halda boltanum mun betur. Villarreal menn virtust hafa eytt mikilli orku í baráttunni í fyrri hálfleik og þeir pressuðu langt um minna. Færin fóru að líta dagsins ljós uppvið mark heimamanna, Alexander-Arnold átti langskot sem hafði viðkomu í varnarmanni og skoppaði svo ofaná þverslána. Díaz fékk svo úrvals færi á fjærstöng en reyndi að klippa boltann í fyrsta þegar hann virtist hafa meiri tíma, skotið var máttlaust því miður.
Eftir rúmlega klukkutíma leik kom svo markið sem við biðum eftir. Salah sendi innfyrir á Fabinho sem var utarlega hægra megin í teignum, hann leit inná teiginn til að sjá hver væri þar en ákvað svo að skjóta á markið. Boltinn fór á milli fóta Rulli og í netið, okkur öllum til mikils léttis og markinu var auðvitað vel fagnað. Fimm mínútum síðar var staðan jöfn! Alexander-Arnold sendi fyrir frá hægri þar sem Díaz var mættur einn og óvaldaður, hann skallaði boltann og aftur fór boltinn á milli fóta Rulli og í netið. Frábært að vera búnir að jafna metin og þetta slökkti nú endanlega í vonum heimamanna.
Það er skemmst frá því að segja að okkar menn voru ekki hættir og Mané bætti við þriðja markinu þegar hann fékk sendingu innfyrir, Rulli kom langt út en Mané lék framhjá honum og einum varnarmanni líka, lék nær markinu og sendi svo boltann í autt markið. Þarna var um það bil korter eftir af leiknum og pirringur leikmanna Villarreal orðinn töluverður. Undir lok leiks fékk Capoue sitt annað gula spjald og þeir luku leik manni færri. Liverpool sigldi sigrinum í höfn og tryggðu sæti sitt í úrslitaleiknum í París, þann 28. maí næstkomandi.
Villarreal: Rulli, Foyth, Albiol (Aurier, 79. mín.), Torres, Estupiñán (Trigueros Muñoz, 79. mín.), Lo Celso, Parejo, Capoue, Coquelin (Pedraza, 68. mín.), Moreno (Chukwueze, 68. mín.), Dia (Alcácer, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Asenjo, Pérez Martínez, Iborra, Peña, Mandi, Gómez Bardonado, Jörgensen.
Mörk Villarral: Dia (3. mín.) og Coquelin (41. mín.).
Gul spjöld: Torres og Lo Celso.
Rautt spjald: Capoue.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson (Tsimikas, 80. mín.), Keita (Henderson, 79. mín.), Fabinho (Milner, 84. mín.), Thiago (Jones, 80. mín.), Salah, Jota (Díaz, 45. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Matip, Milner, Oxlade-Chamberlain, Elliott, Minamino, Origi.
Mörk Liverpool: Fabinho (62. mín.), Luis Díaz (67. mín.) og Mané (74. mín.).
Gult spjald: Alexander-Arnold.
Maður leiksins: Luis Díaz átti frábæra innkomu og þó svo að einn maður geti nú kannski ekki breytt alveg öllu þá sýndi hann áræðni og kraft, eitthvað sem vantaði sárlega í fyrri hálfleik. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið og hlýtur því nafnbótina að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Byrjun leiksins var augljóslega eitthvað sem við vildum ekki. Við náðum svo ekki að byggja upp neinar sóknir, reyndum langa bolta fram völlinn sem skiluðu engu. Í hálfleik útskýrðum við fyrir strákunum hvar við ættum að spila boltanum, hvar við ættum að vera sterkari og snjallari í okkar spili. Villarreal spiluðu nánast maður á mann vörn og við spiluðum uppí hendurnar á þeim í fyrri hálfleik. Það breyttist í seinni hálfleik."
Fróðleikur:
- Fabinho skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og það áttunda í öllum keppnum.
- Luis Díaz skoraði sitt annað mark í keppninni og það fimmta alls í öllum keppnum.
- Sadio Mané skoraði sitt fimmta Meistadaradeildarmark og er kominn með 21 mark í öllum keppnum.
- Mané er þar með orðinn markahæsti Afríkumaður útsláttarkeppni Meistaradeildar með 15 mörk.
- Liverpool komust í úrslit Meistaradeildar í þriðja skiptið á síðustu fimm árum.
- Þetta verður í 10. sinn sem Liverpool leikur í úrslitum.
- Aðeins Real Madrid (16), AC Milan (11) og Bayern Munchen (11) hafa komist oftar í úrslitaleikinn.
- Jürgen Klopp er fyrsti stjórinn í sögunni sem leiðir lið sitt í úrslitaleiki Deildarbikars, FA bikars og Meistaradeildar á einu og sama tímabilinu.
- Hann jafnaði auk þess með þeirra Carlo Ancelotti, Marcello Lippi og Alex Ferguson með því að komast í úrslit sem stjóri fjórum sinnum.
- Liverpool hafa nú skorað 139 mörk í 57 leikjum á tímabilinu, sem er félagsmet.
Jürgen Klopp gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, Trent Alexander-Arnold og Ibrahima Konaté komu í vörnina, Fabinho og Thiago á miðjuna og Salah í framlínuna. Þeir Joe Gomez, Joel Matip, Jordan Henderson, James Milner og Luis Díaz settust á bekkinn Heimamenn gátu stillt upp sínum helsta sóknarmanni, Gerard Moreno eftir meiðsli en Arnaut Danjuma var ekki leikfær. Leikurinn byrjaði svo á versta mögulega hátt fyrir gestina því ekki voru komnar þrjár mínútur á klukkuna þegar Villarreal hafði skorað fyrsta markið. Sending kom frá vinstri kanti yfir á fjær þar sem Capoue var grimmari í boltann og náði að senda fyrir inná markteig þar sem Dia var mættur til að setja boltann í markið. Ekki skemmdi þetta fyrir stemmningunni á vellinum, stuðningsmönnum þeirra gulu líkaði þetta svo um munaði og pressan hélt áfram. Í raun má segja að Liverpool hafi verið óþekkjanlegt lið fyrstu 45 mínúturnar. Sendingar voru lélegar sem þýddi auðvitað að liðið hélt bara alls ekki boltanum og buðu hættunni heim. Það eina sem hægt er að nefna sem hættu frá gestunum var sending frá Salah inná Jota sem var nánast kominn í gegn en fyrsta snerting hans var slæm og Rulli í markinu og varnarmenn náðu að trufla hann. Salah náði svo boltanum frá Rulli, sem hafði bara eina hönd á bolta en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Villarreal menn vildu fá víti þegar Lo Celso komst innfyrir gegn Alisson en þar gerði sá síðarnefndi vel og komst í boltann áður en Lo Celso lenti á honum, rétt hjá dómaranum að dæma ekkert. Fjórum mínútum fyrir hálfleik kom svo annað mark Villarreal þegar Capoue sendi fyrir frá hægri og þar reis Coquelin yfir Alexander-Arnold og skallaði boltann í markið. Allt orðið jafnt og útlitið ekki gott miðað við spilamennsku okkar manna.
Klopp gerði strax skiptingu í hálfleik og setti Luis Díaz inná fyrir Jota. Það hafði tilætluð áhrif, Díaz lét strax finna fyrir sér úti vinstra megin og djöflaðist áfram við að reyna að skapa hættu. Spilamennska okkar manna í fyrri hálfleik var gleymd og grafin og liðið fór að halda boltanum mun betur. Villarreal menn virtust hafa eytt mikilli orku í baráttunni í fyrri hálfleik og þeir pressuðu langt um minna. Færin fóru að líta dagsins ljós uppvið mark heimamanna, Alexander-Arnold átti langskot sem hafði viðkomu í varnarmanni og skoppaði svo ofaná þverslána. Díaz fékk svo úrvals færi á fjærstöng en reyndi að klippa boltann í fyrsta þegar hann virtist hafa meiri tíma, skotið var máttlaust því miður.
Eftir rúmlega klukkutíma leik kom svo markið sem við biðum eftir. Salah sendi innfyrir á Fabinho sem var utarlega hægra megin í teignum, hann leit inná teiginn til að sjá hver væri þar en ákvað svo að skjóta á markið. Boltinn fór á milli fóta Rulli og í netið, okkur öllum til mikils léttis og markinu var auðvitað vel fagnað. Fimm mínútum síðar var staðan jöfn! Alexander-Arnold sendi fyrir frá hægri þar sem Díaz var mættur einn og óvaldaður, hann skallaði boltann og aftur fór boltinn á milli fóta Rulli og í netið. Frábært að vera búnir að jafna metin og þetta slökkti nú endanlega í vonum heimamanna.
Það er skemmst frá því að segja að okkar menn voru ekki hættir og Mané bætti við þriðja markinu þegar hann fékk sendingu innfyrir, Rulli kom langt út en Mané lék framhjá honum og einum varnarmanni líka, lék nær markinu og sendi svo boltann í autt markið. Þarna var um það bil korter eftir af leiknum og pirringur leikmanna Villarreal orðinn töluverður. Undir lok leiks fékk Capoue sitt annað gula spjald og þeir luku leik manni færri. Liverpool sigldi sigrinum í höfn og tryggðu sæti sitt í úrslitaleiknum í París, þann 28. maí næstkomandi.
Villarreal: Rulli, Foyth, Albiol (Aurier, 79. mín.), Torres, Estupiñán (Trigueros Muñoz, 79. mín.), Lo Celso, Parejo, Capoue, Coquelin (Pedraza, 68. mín.), Moreno (Chukwueze, 68. mín.), Dia (Alcácer, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Asenjo, Pérez Martínez, Iborra, Peña, Mandi, Gómez Bardonado, Jörgensen.
Mörk Villarral: Dia (3. mín.) og Coquelin (41. mín.).
Gul spjöld: Torres og Lo Celso.
Rautt spjald: Capoue.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson (Tsimikas, 80. mín.), Keita (Henderson, 79. mín.), Fabinho (Milner, 84. mín.), Thiago (Jones, 80. mín.), Salah, Jota (Díaz, 45. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Matip, Milner, Oxlade-Chamberlain, Elliott, Minamino, Origi.
Mörk Liverpool: Fabinho (62. mín.), Luis Díaz (67. mín.) og Mané (74. mín.).
Gult spjald: Alexander-Arnold.
Maður leiksins: Luis Díaz átti frábæra innkomu og þó svo að einn maður geti nú kannski ekki breytt alveg öllu þá sýndi hann áræðni og kraft, eitthvað sem vantaði sárlega í fyrri hálfleik. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið og hlýtur því nafnbótina að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Byrjun leiksins var augljóslega eitthvað sem við vildum ekki. Við náðum svo ekki að byggja upp neinar sóknir, reyndum langa bolta fram völlinn sem skiluðu engu. Í hálfleik útskýrðum við fyrir strákunum hvar við ættum að spila boltanum, hvar við ættum að vera sterkari og snjallari í okkar spili. Villarreal spiluðu nánast maður á mann vörn og við spiluðum uppí hendurnar á þeim í fyrri hálfleik. Það breyttist í seinni hálfleik."
Fróðleikur:
- Fabinho skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og það áttunda í öllum keppnum.
- Luis Díaz skoraði sitt annað mark í keppninni og það fimmta alls í öllum keppnum.
- Sadio Mané skoraði sitt fimmta Meistadaradeildarmark og er kominn með 21 mark í öllum keppnum.
- Mané er þar með orðinn markahæsti Afríkumaður útsláttarkeppni Meistaradeildar með 15 mörk.
- Liverpool komust í úrslit Meistaradeildar í þriðja skiptið á síðustu fimm árum.
- Þetta verður í 10. sinn sem Liverpool leikur í úrslitum.
- Aðeins Real Madrid (16), AC Milan (11) og Bayern Munchen (11) hafa komist oftar í úrslitaleikinn.
- Jürgen Klopp er fyrsti stjórinn í sögunni sem leiðir lið sitt í úrslitaleiki Deildarbikars, FA bikars og Meistaradeildar á einu og sama tímabilinu.
- Hann jafnaði auk þess með þeirra Carlo Ancelotti, Marcello Lippi og Alex Ferguson með því að komast í úrslit sem stjóri fjórum sinnum.
- Liverpool hafa nú skorað 139 mörk í 57 leikjum á tímabilinu, sem er félagsmet.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan