| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool 2021/22 lauk með vonbrigðum á Frakklandsleikvanginum í París. Ferðin var löng og viðburðarík. Jürgen Klopp sagði þetta eftir úrslitaleikinn um Evrópubikarinn.
,,Ég hef það sterklega á tilfinningunni að við eigum eftir að koma aftur. Það er bara svoleiðis. Strákarnir eru geysilega kappsamir og liðshópurinn framúrskarandi. Við gerum atlögu á nýjan leik og þeir koma aftur á næsta keppnistímabili. Hver verður úrslitaleikurinn á næsta keppnistímabili? Istanbúl? Bókiði ykkur hótel!"
Þetta voru skilaboð Jürgen Klopp til stuðningsmanna Liverpool og það verður áhugavert að sjá hvort Rauði herinn fer aftur til Istanbúl á komandi vori. Það verður alla vega gerð tilraun til að vinna Evrópubikarinn á næstu leiktíð!
Eins og allir muna gerði Liverpool góða ferð til Ístanbúl 2005 og vann Evrópubikarinn þar í borg. Við óskum eftir endurtekningu að ári!
TIL BAKA
Bókiði hótel!

Evrópuvegferð Liverpool 2021/22 lauk með vonbrigðum á Frakklandsleikvanginum í París. Ferðin var löng og viðburðarík. Jürgen Klopp sagði þetta eftir úrslitaleikinn um Evrópubikarinn.
,,Ég hef það sterklega á tilfinningunni að við eigum eftir að koma aftur. Það er bara svoleiðis. Strákarnir eru geysilega kappsamir og liðshópurinn framúrskarandi. Við gerum atlögu á nýjan leik og þeir koma aftur á næsta keppnistímabili. Hver verður úrslitaleikurinn á næsta keppnistímabili? Istanbúl? Bókiði ykkur hótel!"

Þetta voru skilaboð Jürgen Klopp til stuðningsmanna Liverpool og það verður áhugavert að sjá hvort Rauði herinn fer aftur til Istanbúl á komandi vori. Það verður alla vega gerð tilraun til að vinna Evrópubikarinn á næstu leiktíð!

Eins og allir muna gerði Liverpool góða ferð til Ístanbúl 2005 og vann Evrópubikarinn þar í borg. Við óskum eftir endurtekningu að ári!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan