| Sf. Gutt
Stórsigur Liverpool á Bournemouth fór í annála Liverpool Football Club. Hann var jöfnun á stærsta sigri Liverpool í efstu deild frá upphafi vega!
Sigurinn jafnaði stærsta sigur Liverpool í efstu deild en Liverpool vann Crystal Palace 9:0 á Anfield 12. september 1989. Stærsti deildarsigur í sögu Liverpool vannst 18. febrúar 1896. Liverpool vann þá Rotherham Town 10:1 á Anfield. Sá leikur var í annarri deild. Sá sigur er auðvitað jafn sigrum Liverpool á Crystal Palace og Bournemouth. Hann telst þó stærri þar sem Liverpool skoraði fleiri mörk eða tíu talsins.
Frá því Úrvalsdeildin var stofnuð 1992 er 9:0 stærasti sigur sem hefur unnist í deildinni. Sigur Liverpool er því jöfnun á því meti. Þetta var í fjórða sinn sem 9:0 sigur vinnst í Úrvalsdeildinni. En stærsti sigur í efstu deild frá upphafi er 12:0. West Bromwich Albion vann Darwen 12:0 1892 og 1909 vann Nottingham Forest Leicester Fosse með sömu markatölu.
Sigur Liverpool á Bournemouth er sjötti stærsti sigur liðsins í öllum keppnum. Stærsti sigur Liverpool í öllum keppnum er 11:0. Sá sigur vannst á norska liðinu Strømsgodset 17. september 1974. Leikurinn var í Evrópukeppni bikarhafa.
Luis Diaz (3. og 85. mín.), Roberto Firmino (31. og 62. mín.), Harvey Elliott (6. mín.), Trent Alexander-Arnold (28. mín.), Virgil Van Dijk (45. mín.), Chris Mepham, sm, (47. mín.) og Fabio Carvalho (81. mín.) skoruðu mörk Liverpool. Fimm mismunandi leikmenn skoruðu í fyrri hálfleik. Það hefur ekki gerst í sögu Liverpool frá því í leik gegn Higher Wolton í september 1892. Í fyrsta sinn frá því í september 1958 skoraði Liverpool fimm mörk í fyrri hálfleik í deildarleik. Liverpool skoraði þá fimm mörk í leik á móti Brighton.
TIL BAKA
Sögulegur stórsigur!
Stórsigur Liverpool á Bournemouth fór í annála Liverpool Football Club. Hann var jöfnun á stærsta sigri Liverpool í efstu deild frá upphafi vega!
Sigurinn jafnaði stærsta sigur Liverpool í efstu deild en Liverpool vann Crystal Palace 9:0 á Anfield 12. september 1989. Stærsti deildarsigur í sögu Liverpool vannst 18. febrúar 1896. Liverpool vann þá Rotherham Town 10:1 á Anfield. Sá leikur var í annarri deild. Sá sigur er auðvitað jafn sigrum Liverpool á Crystal Palace og Bournemouth. Hann telst þó stærri þar sem Liverpool skoraði fleiri mörk eða tíu talsins.
Frá því Úrvalsdeildin var stofnuð 1992 er 9:0 stærasti sigur sem hefur unnist í deildinni. Sigur Liverpool er því jöfnun á því meti. Þetta var í fjórða sinn sem 9:0 sigur vinnst í Úrvalsdeildinni. En stærsti sigur í efstu deild frá upphafi er 12:0. West Bromwich Albion vann Darwen 12:0 1892 og 1909 vann Nottingham Forest Leicester Fosse með sömu markatölu.
Sigur Liverpool á Bournemouth er sjötti stærsti sigur liðsins í öllum keppnum. Stærsti sigur Liverpool í öllum keppnum er 11:0. Sá sigur vannst á norska liðinu Strømsgodset 17. september 1974. Leikurinn var í Evrópukeppni bikarhafa.
Luis Diaz (3. og 85. mín.), Roberto Firmino (31. og 62. mín.), Harvey Elliott (6. mín.), Trent Alexander-Arnold (28. mín.), Virgil Van Dijk (45. mín.), Chris Mepham, sm, (47. mín.) og Fabio Carvalho (81. mín.) skoruðu mörk Liverpool. Fimm mismunandi leikmenn skoruðu í fyrri hálfleik. Það hefur ekki gerst í sögu Liverpool frá því í leik gegn Higher Wolton í september 1892. Í fyrsta sinn frá því í september 1958 skoraði Liverpool fimm mörk í fyrri hálfleik í deildarleik. Liverpool skoraði þá fimm mörk í leik á móti Brighton.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan