| Sf. Gutt
Einn efnilegasti leikmaður Liverpool er tvítugur í dag. Fábio Leandro Freitas Gouveia Carvalho fæddist í Torres Vedras í Portúgal 30. ágúst 2002. Faðir hans er frá Angóla en móðir hans frá Portúgal. Hann fluttist til Englands með foreldrum sínum árið 2013 og byrjaði þá að spila með Belham. Hann hafði áður leikið með unglingaliði Benfica.
Árið 2015 fór Fabio til Fulham. Hann spilaði í fyrsta sinn með aðalliði Fulham á keppnistímabilinu 2020/21 en liðið féll þá úr Úrvalsdeildinni. Á síðasta keppnistímabili var hann lykilmaður hjá Fulham sem vann næst efstu deild. Hann var valinn í úrsvalslið deildarinnar af leikmönnum.
Fabio lék með undir 16, 17 og 18 ára landsliðum Englands. Hann er nú búinn að söðla um og hefur spilað með undir 21. árs liði Portúgals.
Portúgalinn er nú þegar búinn að sýna að það býr mikið í honum. Ekki er ósennilegt að hann eigi eftir að láta vel til sín taka á næstu árum.
TIL BAKA
Til hamingju!

Einn efnilegasti leikmaður Liverpool er tvítugur í dag. Fábio Leandro Freitas Gouveia Carvalho fæddist í Torres Vedras í Portúgal 30. ágúst 2002. Faðir hans er frá Angóla en móðir hans frá Portúgal. Hann fluttist til Englands með foreldrum sínum árið 2013 og byrjaði þá að spila með Belham. Hann hafði áður leikið með unglingaliði Benfica.

Árið 2015 fór Fabio til Fulham. Hann spilaði í fyrsta sinn með aðalliði Fulham á keppnistímabilinu 2020/21 en liðið féll þá úr Úrvalsdeildinni. Á síðasta keppnistímabili var hann lykilmaður hjá Fulham sem vann næst efstu deild. Hann var valinn í úrsvalslið deildarinnar af leikmönnum.

Fabio Carvalho gekk til liðs við Liverpool í sumar. Hann fékk óskabyrjun á ferlinum með Liverpool því hann vann Samfélagsskjöldinn í sínum fyrsta leik þegar Liverpool vann Manchester City 3:1. Fabio skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið um síðustu helgi þegar Liverpool burstaði Bournemouth 9:0.
Fabio lék með undir 16, 17 og 18 ára landsliðum Englands. Hann er nú búinn að söðla um og hefur spilað með undir 21. árs liði Portúgals.
Portúgalinn er nú þegar búinn að sýna að það býr mikið í honum. Ekki er ósennilegt að hann eigi eftir að láta vel til sín taka á næstu árum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan