| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Fyrsti leikur riðlakeppni Meistaradeildar er næstur á dagskrá. Liverpool heimsækja Napoli á Ítalíu og hefst leikurinn kl. 19:00 miðvikudaginn 7. september.
Það er alltaf spennandi að byrja nýtt tímabil í Meistaradeildinni og undanfarin ár hefur þessi keppni veitt okkur mikla gleði, allavega allt fram að úrslitaleik en af síðustu fimm úrslitaleikjum hafa okkar menn verið með í þremur þeirra. Það væri óskandi að titlarnir væru fleiri en þessi eini sem vannst af þremur en ekkert þýðir að skæla yfir því. Áfram gakk.
Fyrsti leikurinn er kannski sá erfiðasti en heimavöllur Napoli, sem nú heitir í höfuðið á goðsögninni Diego Armando Maradona, hefur reynst Liverpool erfiður. Napoli voru í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana og eitt af þeim liðum sem maður hefði helst viljað sleppa við. Það má alveg leiða að því líkum að þeir séu með sterkara lið en Ajax, sem voru í fyrsta styrkleikaflokki. En hvað um það, verkefnið er semsagt þetta og nú er bara að sækja sinn fyrsta sigur á þessum velli.
Jürgen Klopp fór yfir stöðuna á blaðamannafundi fyrir leik og þar bar kannski hæst staðan hvað meiðsli varðar. Það eru vissulega góðar fréttir að þeir Joel Matip og Diogo Jota komu báðir inná í síðasta leik og spurning hvort þeir fái tækifæri frá byrjun núna. Þá er einnig talið líklegt að Thiago geti verið á bekknum en óvíst er með Fabio Carvalho þar sem hann fékk þokkalegt högg á fótinn um síðustu helgi og þarf kannski meiri tíma til að jafna sig. Það er að minnsta kosti ljóst að þeir Jordan Henderson, Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, Ibrahima Konaté, Calvin Ramsay og Caoimhin Kelleher verða ekki með. Klopp sagði að lánsmaðurinn Arthur þurfi fleiri mínútur á æfingasvæðinu sem og í leikjum en er ekki tilbúinn í heilan leik, hann þarf samt að venjast ákafanum í hverri keppni enda hafði hann lítið spilað fyrir Juventus undanfarna mánuði. Einhver umræða hefur verið fyrir leikinn að Klopp gæti gefið Trent Alexander-Arnold smá hvíld en það hefur vakið athygli að honum hefur verið skipt útaf í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum. Klopp hefur einnig verið að rótera þeim Andy Robertson og Kostas Tsimikas hinumegin. En svona tippum við á byrjunarliðið. Alisson í marki, í vörninni verða Joe Gomez í hægri bakverði, Joel Matip og Virgil van Dijk í miðverði og Andy Robertson byrjar vinstra megin. Á miðjunni verða Fabinho, James Milner og Elliott. Fremstu þrír er erfitt gisk núna en segjum að Mohamed Salah, Darwin og Diogo Jota byrji.
Hjá Napoli er þeirra helsti sóknarmaður Victor Osimhen tæpur en í hans stað er líklegt að Giovanni Simeone komi inn. Sá ágæti leikmaður er sonur knattspyrnustjóra Atletico Madrid, Diego Simeone og vonum við að sonurinn verði ekki með vesen eins og faðir hans oft á tíðum. Spalletti þjálfari Napoli sagði þó á fundi fyrir leik að Osimhen gæti mögulega verið með. Sá leikmaður sem hefur þó komið mest á óvart það sem af er tímabils er Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia. Ég er ekki viss um að margir hafi heyrt á hann minnst áður en hann er 21 árs gamall kantmaður og var keyptur í sumar frá Dinamo Batumi í heimalandinu. Hann var reyndar á mála hjá rússneska félaginu Rubin Kazan þar á undan en þegar stríðið braust út í Úkraínu var erlendum leikmönnum í Rússlandi frjálst að semja við önnur lið og Kvara, eins og hann er kallaður, sneri þá aftur til Georgíu. Hann hefur til þessa skorað fjögur mörk fyrir Napoli og var útnefndur leikmaður ágúst mánaðar í ítölsku deildinni. Þarna virðist vera leikmaður sem rétt er að vara sig á. Hann varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn í sögu Napoli til að skora þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru engir aukvisar sem hafa spilað fyrir félagið í sögunni og því er afrek Kvara nokkuð stórt.
Liðin hafa tvisvar áður verið saman í riðli Meistaradeildar og einu sinni í riðlakeppni Evrópudeildar, nánar tiltekið tímabilið 2010-11 þar sem markalaust jafntefli var niðurstaðan á Ítalíu. Í Meistaradeildinni lentu liðin saman tvö ár í röð, fyrra skiptið 2018-19 þegar Liverpool vann keppnina sælla minninga. Fyrri leikurinn tapaðist 1-0 á Ítalíu með marki frá Insigne á lokamínútunni. Síðasti leikur liðanna á heimavelli Napoli var svo í september 2019 þegar Ítalirnir sigruðu 2-0, líkt og í leiknum árið á undan komu mörkin seint í leiknum. Eins og áður sagði er klárlega kominn tími til að vinna leik þarna en það verður ekki létt, svo mikið er víst. Napoli hafa spilað fimm leiki í deildinni og sitja í öðru sæti með 11 stig, semsagt þrír sigrar og tvö jafntefli. Þessir þrír sigrar hafa allir komið í röð, sá síðasti á erfiðum útivelli gegn Lazio og leiða má að því líkum að Napoli menn séu komnir á beinu brautina. Liðið okkar hefur hinsvegar verið að ströggla í upphafi leiktíðar og maður veit eiginlega ekki við hverju á að búast í næsta leik. Það virðist þurfa ansi mörg færi til þess að koma tuðrunni í netið og markmenn mótherjanna hafa hingað til verið að spila glimmrandi vel, sem er auðvitað hundfúlt. Nú er bara að einbeita sér að því að skjóta þá ekki í stuð.
Spáin að þessu sinni er sú að það takist því miður ekki að vinna leikinn. En taphrinan verður stöðvuð, lokatölur verða 1-1 í hörkuleik. Segjum að heimamenn skori í fyrri hálfleik en við það vakni okkar menn og jafni leikinn snemma í seinni hálfleik. Vonandi verður niðurstaðan betri en spáin segir til um og það væri óskandi að þurfa ekki enn og aftur að horfa á liðið okkar lenda undir.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino, Mohamed Salah og Luis Díaz eru markahæstir hjá okkar mönnum með þrjú mörk hver það sem af er tímabils.
- Khvicha Kvaratskhelia hefur skorað fjögur mörk fyrir Napoli.
- Fabinho spilar líklega sinn 40. Evrópuleik fyrir Liverpool.
- James Milner gæti spilað Evrópuleik númer 60.
- Darwin Núnez spilar líklega sinn fyrsta Evrópuleik.
Það er alltaf spennandi að byrja nýtt tímabil í Meistaradeildinni og undanfarin ár hefur þessi keppni veitt okkur mikla gleði, allavega allt fram að úrslitaleik en af síðustu fimm úrslitaleikjum hafa okkar menn verið með í þremur þeirra. Það væri óskandi að titlarnir væru fleiri en þessi eini sem vannst af þremur en ekkert þýðir að skæla yfir því. Áfram gakk.
Fyrsti leikurinn er kannski sá erfiðasti en heimavöllur Napoli, sem nú heitir í höfuðið á goðsögninni Diego Armando Maradona, hefur reynst Liverpool erfiður. Napoli voru í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana og eitt af þeim liðum sem maður hefði helst viljað sleppa við. Það má alveg leiða að því líkum að þeir séu með sterkara lið en Ajax, sem voru í fyrsta styrkleikaflokki. En hvað um það, verkefnið er semsagt þetta og nú er bara að sækja sinn fyrsta sigur á þessum velli.
Jürgen Klopp fór yfir stöðuna á blaðamannafundi fyrir leik og þar bar kannski hæst staðan hvað meiðsli varðar. Það eru vissulega góðar fréttir að þeir Joel Matip og Diogo Jota komu báðir inná í síðasta leik og spurning hvort þeir fái tækifæri frá byrjun núna. Þá er einnig talið líklegt að Thiago geti verið á bekknum en óvíst er með Fabio Carvalho þar sem hann fékk þokkalegt högg á fótinn um síðustu helgi og þarf kannski meiri tíma til að jafna sig. Það er að minnsta kosti ljóst að þeir Jordan Henderson, Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, Ibrahima Konaté, Calvin Ramsay og Caoimhin Kelleher verða ekki með. Klopp sagði að lánsmaðurinn Arthur þurfi fleiri mínútur á æfingasvæðinu sem og í leikjum en er ekki tilbúinn í heilan leik, hann þarf samt að venjast ákafanum í hverri keppni enda hafði hann lítið spilað fyrir Juventus undanfarna mánuði. Einhver umræða hefur verið fyrir leikinn að Klopp gæti gefið Trent Alexander-Arnold smá hvíld en það hefur vakið athygli að honum hefur verið skipt útaf í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum. Klopp hefur einnig verið að rótera þeim Andy Robertson og Kostas Tsimikas hinumegin. En svona tippum við á byrjunarliðið. Alisson í marki, í vörninni verða Joe Gomez í hægri bakverði, Joel Matip og Virgil van Dijk í miðverði og Andy Robertson byrjar vinstra megin. Á miðjunni verða Fabinho, James Milner og Elliott. Fremstu þrír er erfitt gisk núna en segjum að Mohamed Salah, Darwin og Diogo Jota byrji.
Hjá Napoli er þeirra helsti sóknarmaður Victor Osimhen tæpur en í hans stað er líklegt að Giovanni Simeone komi inn. Sá ágæti leikmaður er sonur knattspyrnustjóra Atletico Madrid, Diego Simeone og vonum við að sonurinn verði ekki með vesen eins og faðir hans oft á tíðum. Spalletti þjálfari Napoli sagði þó á fundi fyrir leik að Osimhen gæti mögulega verið með. Sá leikmaður sem hefur þó komið mest á óvart það sem af er tímabils er Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia. Ég er ekki viss um að margir hafi heyrt á hann minnst áður en hann er 21 árs gamall kantmaður og var keyptur í sumar frá Dinamo Batumi í heimalandinu. Hann var reyndar á mála hjá rússneska félaginu Rubin Kazan þar á undan en þegar stríðið braust út í Úkraínu var erlendum leikmönnum í Rússlandi frjálst að semja við önnur lið og Kvara, eins og hann er kallaður, sneri þá aftur til Georgíu. Hann hefur til þessa skorað fjögur mörk fyrir Napoli og var útnefndur leikmaður ágúst mánaðar í ítölsku deildinni. Þarna virðist vera leikmaður sem rétt er að vara sig á. Hann varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn í sögu Napoli til að skora þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru engir aukvisar sem hafa spilað fyrir félagið í sögunni og því er afrek Kvara nokkuð stórt.
Liðin hafa tvisvar áður verið saman í riðli Meistaradeildar og einu sinni í riðlakeppni Evrópudeildar, nánar tiltekið tímabilið 2010-11 þar sem markalaust jafntefli var niðurstaðan á Ítalíu. Í Meistaradeildinni lentu liðin saman tvö ár í röð, fyrra skiptið 2018-19 þegar Liverpool vann keppnina sælla minninga. Fyrri leikurinn tapaðist 1-0 á Ítalíu með marki frá Insigne á lokamínútunni. Síðasti leikur liðanna á heimavelli Napoli var svo í september 2019 þegar Ítalirnir sigruðu 2-0, líkt og í leiknum árið á undan komu mörkin seint í leiknum. Eins og áður sagði er klárlega kominn tími til að vinna leik þarna en það verður ekki létt, svo mikið er víst. Napoli hafa spilað fimm leiki í deildinni og sitja í öðru sæti með 11 stig, semsagt þrír sigrar og tvö jafntefli. Þessir þrír sigrar hafa allir komið í röð, sá síðasti á erfiðum útivelli gegn Lazio og leiða má að því líkum að Napoli menn séu komnir á beinu brautina. Liðið okkar hefur hinsvegar verið að ströggla í upphafi leiktíðar og maður veit eiginlega ekki við hverju á að búast í næsta leik. Það virðist þurfa ansi mörg færi til þess að koma tuðrunni í netið og markmenn mótherjanna hafa hingað til verið að spila glimmrandi vel, sem er auðvitað hundfúlt. Nú er bara að einbeita sér að því að skjóta þá ekki í stuð.
Spáin að þessu sinni er sú að það takist því miður ekki að vinna leikinn. En taphrinan verður stöðvuð, lokatölur verða 1-1 í hörkuleik. Segjum að heimamenn skori í fyrri hálfleik en við það vakni okkar menn og jafni leikinn snemma í seinni hálfleik. Vonandi verður niðurstaðan betri en spáin segir til um og það væri óskandi að þurfa ekki enn og aftur að horfa á liðið okkar lenda undir.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino, Mohamed Salah og Luis Díaz eru markahæstir hjá okkar mönnum með þrjú mörk hver það sem af er tímabils.
- Khvicha Kvaratskhelia hefur skorað fjögur mörk fyrir Napoli.
- Fabinho spilar líklega sinn 40. Evrópuleik fyrir Liverpool.
- James Milner gæti spilað Evrópuleik númer 60.
- Darwin Núnez spilar líklega sinn fyrsta Evrópuleik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan