| Sf. Gutt
Alisson Becker er orðinn þrítugur. Brasilíumaðurinn er búinn að vera frábær frá því hann gekk til liðs við Liverpool sumarið 2018.
Alisson fæddist í Novo Hamburgo í Brasilíu 2. október 1992. Internacional var fyrsta félag hans og þar var hann á mála frá 2013 til 2016.
Alisson hóf feril sinn í Evrópu hjá Roma en þangað fór hann 2016. Hann lék með Roma til 2018 þegar hann hélt til Englands til að spila með Liverpool. Liverpool borgaði 65 milljónir sterlingspunda fyrir Alisson sem var hæsta upphæð sem borguð hafði verið fyrir markmann í öllum heiminum.
Alisson varð frá upphafi aðalmarkmaður Liverpool og þó svo hann hafi verið dýr hefur hann sannarlega verið peninganna virði. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna utan þess að hann var meiddur þegar Liverpool vann Stórbikar Evrópu 2019 og Samfélagsskjöldinn núna í sumar.
Brasilíumaðurinn er talinn einn af allra bestu markmönnum heims. Það skiptir svo sem ekki öllu hvar hann er í röðinni af þeim bestu. Stuðningsmenn Liverpool vita að hann er einn af þeim bestu. Það segir sína sögu að hann hefur tvívegis, 2019 og 2022 unnið Gullhanskann í Úrvalsdeildinni á Englandi.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Alisson Becker til hamingju með stórafmælið!
TIL BAKA
Til hamingju!

Alisson Becker er orðinn þrítugur. Brasilíumaðurinn er búinn að vera frábær frá því hann gekk til liðs við Liverpool sumarið 2018.
Alisson fæddist í Novo Hamburgo í Brasilíu 2. október 1992. Internacional var fyrsta félag hans og þar var hann á mála frá 2013 til 2016.

Alisson hóf feril sinn í Evrópu hjá Roma en þangað fór hann 2016. Hann lék með Roma til 2018 þegar hann hélt til Englands til að spila með Liverpool. Liverpool borgaði 65 milljónir sterlingspunda fyrir Alisson sem var hæsta upphæð sem borguð hafði verið fyrir markmann í öllum heiminum.

Alisson varð frá upphafi aðalmarkmaður Liverpool og þó svo hann hafi verið dýr hefur hann sannarlega verið peninganna virði. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna utan þess að hann var meiddur þegar Liverpool vann Stórbikar Evrópu 2019 og Samfélagsskjöldinn núna í sumar.

Brasilíumaðurinn er talinn einn af allra bestu markmönnum heims. Það skiptir svo sem ekki öllu hvar hann er í röðinni af þeim bestu. Stuðningsmenn Liverpool vita að hann er einn af þeim bestu. Það segir sína sögu að hann hefur tvívegis, 2019 og 2022 unnið Gullhanskann í Úrvalsdeildinni á Englandi.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Alisson Becker til hamingju með stórafmælið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan