| Sf. Gutt
Liverpool hefur titil að verja í Deildarbikarnum og vörnin, eða þá sóknin að næsta titli í keppninni, hefst annað kvöld. Derby County kemur í heimsókn en þetta merka félag er nú í þriðju efstu deild. Liverpool ætti því að komast örugglega áfram í næstu umferð. En allir vita að allt getur gerst. Töp Liverpool fyrir Nottingham Forest og Leeds United á síðustu vikum segja allt sem segja þarf.
Liverpool hefur reyndar unnið tvo síðustu leiki eftir tapið fyrir Leeds United. Fyrst vann Liverpool Napoli á Anfield og svo Tottenham Hotspur í London um helgina. Í þeim leikjum stillti Liverpool upp sínu besta liði en það verður ekki svo á móti Derby. Væntanlega verða einhverjir aðalliðsmenn í liðinu en öruggt er að unglingar og leikmenn sem minna hafa leikið upp á síðkastið verða í meirihluta. Þannig hefur liði Liverpool verið stillt upp í fyrstu umferðum keppninnar síðustu árin.
Stuðningsmenn Liverpool muna allir vel eftir Deildarbikarúrslitaleiknum á móti Chelsea á síðasta keppnistímabili. Ekki segja neinum aðdáanda Liverpool sem var á Wembley eða hvar sem var að þessi keppni skipti ekki máli. Auðvitað skiptir Deildarbikarinn máli og Liverpool á að spila til sigurs í hverri einustu keppni. Ferðalagið til Wembley og sigrarnir á leiðinni verða lengi í minnum hafðir. Hvað þá úrslitaleikurinn sem var frábær. Er einhver búinn að gleyma sigurmarki Caoimhin Kelleher í vítaspyrnukeppninni? Það er engin hætta á því.
Derby er sem fyrr segir í þriðju efstu deild. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti. Félagið hefur átt í miklum erfiðleikum síðustu árin og féll niður í þessa deild í vor. Liverpool á því að vinna sigur annað kvöld. Deildarbikarmeistararnir vinna 4:1!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool hefur titil að verja í Deildarbikarnum og vörnin, eða þá sóknin að næsta titli í keppninni, hefst annað kvöld. Derby County kemur í heimsókn en þetta merka félag er nú í þriðju efstu deild. Liverpool ætti því að komast örugglega áfram í næstu umferð. En allir vita að allt getur gerst. Töp Liverpool fyrir Nottingham Forest og Leeds United á síðustu vikum segja allt sem segja þarf.
Liverpool hefur reyndar unnið tvo síðustu leiki eftir tapið fyrir Leeds United. Fyrst vann Liverpool Napoli á Anfield og svo Tottenham Hotspur í London um helgina. Í þeim leikjum stillti Liverpool upp sínu besta liði en það verður ekki svo á móti Derby. Væntanlega verða einhverjir aðalliðsmenn í liðinu en öruggt er að unglingar og leikmenn sem minna hafa leikið upp á síðkastið verða í meirihluta. Þannig hefur liði Liverpool verið stillt upp í fyrstu umferðum keppninnar síðustu árin.
Stuðningsmenn Liverpool muna allir vel eftir Deildarbikarúrslitaleiknum á móti Chelsea á síðasta keppnistímabili. Ekki segja neinum aðdáanda Liverpool sem var á Wembley eða hvar sem var að þessi keppni skipti ekki máli. Auðvitað skiptir Deildarbikarinn máli og Liverpool á að spila til sigurs í hverri einustu keppni. Ferðalagið til Wembley og sigrarnir á leiðinni verða lengi í minnum hafðir. Hvað þá úrslitaleikurinn sem var frábær. Er einhver búinn að gleyma sigurmarki Caoimhin Kelleher í vítaspyrnukeppninni? Það er engin hætta á því.
Derby er sem fyrr segir í þriðju efstu deild. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti. Félagið hefur átt í miklum erfiðleikum síðustu árin og féll niður í þessa deild í vor. Liverpool á því að vinna sigur annað kvöld. Deildarbikarmeistararnir vinna 4:1!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan