| Sf. Gutt
Vörn Liverpool á Deildarbikarnum heldur áfram eftir að meistararnir komust áfram á nauman hátt í vítaspyrnukeppni gegn þriðjudeildarliði Derby County. Leiknum á Anfield Road lauk án marka. Caoimhin Kelleher hélt svo áfram þaðan sem frá var horfið á Wembley í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð og varð hetja Liverpool í vítaspyrnukeppni sem vannst 3:2.
Jürgen Klopp skipti út öllu byrjunarliðinu sem vann Tottenham á sunnudaginn. Layton Stewart var eini leikmaður byrjunarliðsins sem ekki hafði áður spilað með aðalliðinu en segja má að aðeins sex hafi verið með einhverja reynslu af byrjunarliðinu. Á bekknum voru þeir Roberto Firmino, Harvey Elliott og Darwin Núñez til taks ef illa myndi stefna. Skoski unglingurinn Ben Doak var sá eini á bekknum sem var í fyrsta sinn í aðalliðshópnum. Caoimhin Kelleher spilaði í fyrsta sinn á leiktíðinni. Það kom engum á óvart að liðinu var gerbreytt frá síðasta leik enda aðalliðsmenn hvíldinni fegnir eftir mikið álag í haust og það sem af er vetri.
Liverpool tók auðvitað strax öll völd en Hrútarnir voru fastir fyrir og mættu Deildarbikarmeisturunum með tveimur hornum. Eftir stundarfjórðung átti Alex Oxlade-Chamberlain viðstöðulaust skot utan teigs eftir hornspyrnu en boltinn fór rétt framhjá. Á 30. mínútu vann Liverpool boltann á vallarhelmingi Derby. Upp úr því kom fyrirgjöf frá Fabio Carvalho á Layton Stewart en hann náði ekki að hitta boltann almennilega og boltinn fór yfir. Segja má að þetta hafi verið það eina merkilega sem gerðist í fyrri hálfleik.
Derby lá í vörn fyrir hlé en í síðari hálfleik fór liðið aðeins að sækja þegar færi gafst. Eftir sex mínútur skaut Max Bird rétt framhjá í góðu færi eftir að boltinn féll fyrir fætur hans eftir horn. Liverpool sneri vörn í sókn og Alex átti skot sem Joe Wildsmith varði naumlega. Við nánari skoðun virtist boltinn breyta um stefnu af Layton á leiðinni.
Liverpool sótti og sótti en lítið gerðist. Á 66. mínútu fékk Jürgen Klopp nóg og sendi þá Roberto Firmino, Harvey Elliott og Darwin Núñez til leiks. Sókn Liverpool þyngdist og varð hættulegri en færin stóðu sem fyrr á sér. Á 74. mínútu kom hinn 16 ára Ben Doak inn og eftir nokkrar sekúndur var hann búinn að brjótast inn í vítateiginn og koma sér í færi en skot hans fór upp í Kop stúkuna. Ben var mjög líflegur.
Þegar níu mínútur voru eftir lyfti Alex boltanum inn í vítateiginn á Harvey en hann náði ekki valdi á boltanum og Joe náði að verja. Á 86. mínútu fékk David McGoldrick gott skallafæri en skallinn var laus og Caoimhin Kelleher varði auðveldlega. Liverpool fór fram í sókn. Calvin Ramsay gaf fyrir frá hægri á Roberto sem náði góðum skalla en Joe varði vel. Leiknum lauk því án marka og vítaspyrnukepni tók við.
Vítakeppnin fór fram fyrir framan Anfield Road end stúkuna þar sem stuðningsmenn Derby voru. David McGoldrick skoraði úr fyrstu spyrnu Derby. Stefan Bajcetic reið á vaðið fyrir Liverpool en Joe varði frá Spánverjanum unga. Reyndar hefði vítið ekki átt að standa því Joe var kominn vel af marklínunni þegar Stefan skaut. Ótrúlegt að vítið skyldi ekki vera endurtekið!
Conor Hourihane tók aðra spyrnu Derby en Caoimhin varði. Alex Oxlade-Chamberlain kom Liverpool á blað með öruggu skoti í stöng og inn neðst í vinstra hornið. Craig Forsyth var næstur en Caoimhin sá við honum. Liverpool komið í lykilstöðu. Roberto Firmino kom markverði Derby úr jafnvægi en lyfti boltanum svo yfir markið. Louie Sibley greip tækifærið og kom Derby yfir.
Spyrna Darwin Núñez fór neðst í hægra hornið og inn. Skotið var heldur laust og Joe var mjög nærri því að verja. Lewis Dobbin tók fimmtu spyrnu Derby. Hann skaut fast til vinstri en á einhvern ótrúlegan hátt náði Caoimhin að verja fyrir ofan sig. Þriðja markvarsla írska landsliðsmannsins. Harvey Elliott fékk þar með færi á að koma Liverpool áfram. Hann greip gæsina, skaut boltanum neðst í hægra hornið en Joe fór í vitlaust horn. Harvey hljóp beint til Caoimhin og fagnaði með honum. Enn og aftur var Írinn hetja Liverpool í vítaspyrnukeppni.
Þetta Liverpool lið hafði aldrei spilað saman og því ekki að undra að leikur þess væri ekki upp á það besta. Reyndustu mennirnir fengu góða hvíld og þeir yngri gott tækifæri til að sýna sig. Það er ekki nógu gott að þurfa vítaspyrnukeppni til að komast áfram á heimavelli á móti liði úr þriðju deild. En mestu skipti að komast áfram í næstu umferð! Vörnin heldur áfram!
Liverpool: Kelleher, Ramsay, Phillips, Gomez, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain, Bajcetic, Clark (Elliott 66. mín.), Frauendorf (Firmino 66. mín.), Stewart (Núñezat 66. mín.) og Carvalho (Doak 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Davies, Cain, Quansah og Chambers.
Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppninni skoruðu Alex Oxlade-Chamberlain, Darwin Núñez og Harvey Elliott. Þeir Stefan Bajcetic og Roberto Firmino skoruðu ekki.
Derby County: Wildsmith, Smith (Rooney 90. mín.), Cashin, Forsyth, Roberts, Sibley, Mendez-Laing (Thompson 71. mín.), Bird (Knight 90. mín.), Hourihane, Osula (Dobbin 61. mín.) og Collins (McGoldrick 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Thompson, Stearman, Loach, Aghatise og Oduroh.
Mörk Derby í vítaspyrnukeppninni skoruðu David McGoldrick og Louie Sibley. Þeir Conor Hourihane, Craig Forsyth og Lewis Dobbin skoruðu ekki.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.608.
Maður leiksins: Caoimhin Kelleher. Þó svo Írinn hefði varla þurft að gera neitt í leiknum sjálfum var hann hetja Liverpool. Hann náði að verja þrjú víti og kom Liverpool áfram. Þriðja markvarsla hans var algjörlega mögnuð!
Jürgen Klopp: Vítin þrjú í kvöld voru virkilega góð. Þau voru öll úti í hornunum. Það var ekki eins og eitt væri slakt, menn hefðu ekki hitt boltann vel eða þá að einhver hefði runnið svolítið til áður en hann skaut. Nei, vítin voru sérlega góð en hann varði þau samt. Algjörlega magnað!
- Þetta er fjórða vítaspyrnukeppnin sem Liverpool vinnur með Caoimhin Kelleher í markinu.
- Í keppnunum fjórum hefur hann varið sex vítaspyrnur.
- Hvoru tveggja er met í sögu Liverpool.
- Layton Stewart og Ben Doak spiluðu í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
- Þetta var í þriðja sinn sem Liverpool og Derby Countu mætast í Deildarbikarnum. Liverpool hefur farið áfram í öll skiptin.
TIL BAKA
Áfram í vítaspyrnukeppni!
Vörn Liverpool á Deildarbikarnum heldur áfram eftir að meistararnir komust áfram á nauman hátt í vítaspyrnukeppni gegn þriðjudeildarliði Derby County. Leiknum á Anfield Road lauk án marka. Caoimhin Kelleher hélt svo áfram þaðan sem frá var horfið á Wembley í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð og varð hetja Liverpool í vítaspyrnukeppni sem vannst 3:2.
Jürgen Klopp skipti út öllu byrjunarliðinu sem vann Tottenham á sunnudaginn. Layton Stewart var eini leikmaður byrjunarliðsins sem ekki hafði áður spilað með aðalliðinu en segja má að aðeins sex hafi verið með einhverja reynslu af byrjunarliðinu. Á bekknum voru þeir Roberto Firmino, Harvey Elliott og Darwin Núñez til taks ef illa myndi stefna. Skoski unglingurinn Ben Doak var sá eini á bekknum sem var í fyrsta sinn í aðalliðshópnum. Caoimhin Kelleher spilaði í fyrsta sinn á leiktíðinni. Það kom engum á óvart að liðinu var gerbreytt frá síðasta leik enda aðalliðsmenn hvíldinni fegnir eftir mikið álag í haust og það sem af er vetri.
Liverpool tók auðvitað strax öll völd en Hrútarnir voru fastir fyrir og mættu Deildarbikarmeisturunum með tveimur hornum. Eftir stundarfjórðung átti Alex Oxlade-Chamberlain viðstöðulaust skot utan teigs eftir hornspyrnu en boltinn fór rétt framhjá. Á 30. mínútu vann Liverpool boltann á vallarhelmingi Derby. Upp úr því kom fyrirgjöf frá Fabio Carvalho á Layton Stewart en hann náði ekki að hitta boltann almennilega og boltinn fór yfir. Segja má að þetta hafi verið það eina merkilega sem gerðist í fyrri hálfleik.
Derby lá í vörn fyrir hlé en í síðari hálfleik fór liðið aðeins að sækja þegar færi gafst. Eftir sex mínútur skaut Max Bird rétt framhjá í góðu færi eftir að boltinn féll fyrir fætur hans eftir horn. Liverpool sneri vörn í sókn og Alex átti skot sem Joe Wildsmith varði naumlega. Við nánari skoðun virtist boltinn breyta um stefnu af Layton á leiðinni.
Liverpool sótti og sótti en lítið gerðist. Á 66. mínútu fékk Jürgen Klopp nóg og sendi þá Roberto Firmino, Harvey Elliott og Darwin Núñez til leiks. Sókn Liverpool þyngdist og varð hættulegri en færin stóðu sem fyrr á sér. Á 74. mínútu kom hinn 16 ára Ben Doak inn og eftir nokkrar sekúndur var hann búinn að brjótast inn í vítateiginn og koma sér í færi en skot hans fór upp í Kop stúkuna. Ben var mjög líflegur.
Þegar níu mínútur voru eftir lyfti Alex boltanum inn í vítateiginn á Harvey en hann náði ekki valdi á boltanum og Joe náði að verja. Á 86. mínútu fékk David McGoldrick gott skallafæri en skallinn var laus og Caoimhin Kelleher varði auðveldlega. Liverpool fór fram í sókn. Calvin Ramsay gaf fyrir frá hægri á Roberto sem náði góðum skalla en Joe varði vel. Leiknum lauk því án marka og vítaspyrnukepni tók við.
Vítakeppnin fór fram fyrir framan Anfield Road end stúkuna þar sem stuðningsmenn Derby voru. David McGoldrick skoraði úr fyrstu spyrnu Derby. Stefan Bajcetic reið á vaðið fyrir Liverpool en Joe varði frá Spánverjanum unga. Reyndar hefði vítið ekki átt að standa því Joe var kominn vel af marklínunni þegar Stefan skaut. Ótrúlegt að vítið skyldi ekki vera endurtekið!
Conor Hourihane tók aðra spyrnu Derby en Caoimhin varði. Alex Oxlade-Chamberlain kom Liverpool á blað með öruggu skoti í stöng og inn neðst í vinstra hornið. Craig Forsyth var næstur en Caoimhin sá við honum. Liverpool komið í lykilstöðu. Roberto Firmino kom markverði Derby úr jafnvægi en lyfti boltanum svo yfir markið. Louie Sibley greip tækifærið og kom Derby yfir.
Spyrna Darwin Núñez fór neðst í hægra hornið og inn. Skotið var heldur laust og Joe var mjög nærri því að verja. Lewis Dobbin tók fimmtu spyrnu Derby. Hann skaut fast til vinstri en á einhvern ótrúlegan hátt náði Caoimhin að verja fyrir ofan sig. Þriðja markvarsla írska landsliðsmannsins. Harvey Elliott fékk þar með færi á að koma Liverpool áfram. Hann greip gæsina, skaut boltanum neðst í hægra hornið en Joe fór í vitlaust horn. Harvey hljóp beint til Caoimhin og fagnaði með honum. Enn og aftur var Írinn hetja Liverpool í vítaspyrnukeppni.
Þetta Liverpool lið hafði aldrei spilað saman og því ekki að undra að leikur þess væri ekki upp á það besta. Reyndustu mennirnir fengu góða hvíld og þeir yngri gott tækifæri til að sýna sig. Það er ekki nógu gott að þurfa vítaspyrnukeppni til að komast áfram á heimavelli á móti liði úr þriðju deild. En mestu skipti að komast áfram í næstu umferð! Vörnin heldur áfram!
Liverpool: Kelleher, Ramsay, Phillips, Gomez, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain, Bajcetic, Clark (Elliott 66. mín.), Frauendorf (Firmino 66. mín.), Stewart (Núñezat 66. mín.) og Carvalho (Doak 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Davies, Cain, Quansah og Chambers.
Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppninni skoruðu Alex Oxlade-Chamberlain, Darwin Núñez og Harvey Elliott. Þeir Stefan Bajcetic og Roberto Firmino skoruðu ekki.
Derby County: Wildsmith, Smith (Rooney 90. mín.), Cashin, Forsyth, Roberts, Sibley, Mendez-Laing (Thompson 71. mín.), Bird (Knight 90. mín.), Hourihane, Osula (Dobbin 61. mín.) og Collins (McGoldrick 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Thompson, Stearman, Loach, Aghatise og Oduroh.
Mörk Derby í vítaspyrnukeppninni skoruðu David McGoldrick og Louie Sibley. Þeir Conor Hourihane, Craig Forsyth og Lewis Dobbin skoruðu ekki.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.608.
Maður leiksins: Caoimhin Kelleher. Þó svo Írinn hefði varla þurft að gera neitt í leiknum sjálfum var hann hetja Liverpool. Hann náði að verja þrjú víti og kom Liverpool áfram. Þriðja markvarsla hans var algjörlega mögnuð!
Jürgen Klopp: Vítin þrjú í kvöld voru virkilega góð. Þau voru öll úti í hornunum. Það var ekki eins og eitt væri slakt, menn hefðu ekki hitt boltann vel eða þá að einhver hefði runnið svolítið til áður en hann skaut. Nei, vítin voru sérlega góð en hann varði þau samt. Algjörlega magnað!
Fróðleikur
- Þetta er fjórða vítaspyrnukeppnin sem Liverpool vinnur með Caoimhin Kelleher í markinu.
- Í keppnunum fjórum hefur hann varið sex vítaspyrnur.
- Hvoru tveggja er met í sögu Liverpool.
- Layton Stewart og Ben Doak spiluðu í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
- Þetta var í þriðja sinn sem Liverpool og Derby Countu mætast í Deildarbikarnum. Liverpool hefur farið áfram í öll skiptin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan