| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jones framlengir
Curtis Jones hefur skrifað undir nýjan langtíma samning við félagið.
Jones gekk formlega til liðs við félagið á unga aldri og byrjaði að æfa með U9 ára liðinu á sínum tíma. Hann er borinn og barnfæddur Liverpool búi og Scouser fram í fingurgóma og því var ákvörðunin eins auðveld og hægt var að vera fyrir hann.
,,Fyrst af öllu vil ég þakka þjálfara teyminu fyrir að hafa ávallt trú á mér og gefa mér tækifæri," sagði Jones eftir að hafa skrifað undir á AXA æfingasvæði félagsins skömmu fyrir HM hléð.
,,Auðvitað er ég í skýjunum og spenntur fyrir því að vera áfram hér. Þetta var auðveld ákvörðun. Félagið er mitt uppeldisfélag, ég er Scouser og hef stutt félagið alla mína ævi. Ég horfi því spenntur til framtíðar og hlakka til að sjá hvað hún ber í skauti sér."
Jones, sem er 21 árs gamall, hefur spilað 81 leik með aðalliði félagsins og skorað átta mörk til þessa. Fyrsti leikur hans var í janúar árið 2019. Síðan þá hefur hann unnið ensku deildina, FA bikarinn, Deildarbikarinn, Samfélagsskjöldinn og áorkað það að vera yngsti fyrirliði í sögu félagsins en hann var aðeins 19 ára og fimm daga gamall þegar hann bar fyrirliðabandið í FA bikarsigri gegn Shrewsbury Town í febrúar 2019.
Jones segir að Liverpool FC sé fullkomið félag fyrir sig til að halda áfram að þróa sig og bæta sem knattspyrnumaður.
,,Ég held að ef ég væri að spila fyrir annað félag væri markmið mitt og draumur að koma hingað og spila. En ég er hér núna og hef í rauninni verið hér frá sex ára aldri og komið upp í gegnum öll yngri liðin. Liverpool hefur verið mitt lið alla ævi og þegar ég horfi á liðið og þjálfarana í kringum mig finnst mér þetta vera fullkominn staður fyrir mig og ég endurtek það að ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað gerist í framtíðinni."
Jones hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eins og margir leikmenn liðsins á þessu tímabili. Hann meiddist eins og flestir aðrir miðjumenn snemma og hefur verið að komast í gang undanfarna leiki. Við vonum að hann haldi sér nú frá meiðslum að mestu leyti á næstunni og haldi áfram að bæta sig hjá liðinu. Það ætti að vera ákveðið merki um hvað Klopp og hans mönnum finnst um hann að nýr samningur liggi nú á borðinu. Auk þess skemmir aldrei fyrir að vera með uppalda leikmenn innan raða félagsins.
Jones gekk formlega til liðs við félagið á unga aldri og byrjaði að æfa með U9 ára liðinu á sínum tíma. Hann er borinn og barnfæddur Liverpool búi og Scouser fram í fingurgóma og því var ákvörðunin eins auðveld og hægt var að vera fyrir hann.
,,Fyrst af öllu vil ég þakka þjálfara teyminu fyrir að hafa ávallt trú á mér og gefa mér tækifæri," sagði Jones eftir að hafa skrifað undir á AXA æfingasvæði félagsins skömmu fyrir HM hléð.
,,Auðvitað er ég í skýjunum og spenntur fyrir því að vera áfram hér. Þetta var auðveld ákvörðun. Félagið er mitt uppeldisfélag, ég er Scouser og hef stutt félagið alla mína ævi. Ég horfi því spenntur til framtíðar og hlakka til að sjá hvað hún ber í skauti sér."
Jones, sem er 21 árs gamall, hefur spilað 81 leik með aðalliði félagsins og skorað átta mörk til þessa. Fyrsti leikur hans var í janúar árið 2019. Síðan þá hefur hann unnið ensku deildina, FA bikarinn, Deildarbikarinn, Samfélagsskjöldinn og áorkað það að vera yngsti fyrirliði í sögu félagsins en hann var aðeins 19 ára og fimm daga gamall þegar hann bar fyrirliðabandið í FA bikarsigri gegn Shrewsbury Town í febrúar 2019.
,,Ég held að ef ég væri að spila fyrir annað félag væri markmið mitt og draumur að koma hingað og spila. En ég er hér núna og hef í rauninni verið hér frá sex ára aldri og komið upp í gegnum öll yngri liðin. Liverpool hefur verið mitt lið alla ævi og þegar ég horfi á liðið og þjálfarana í kringum mig finnst mér þetta vera fullkominn staður fyrir mig og ég endurtek það að ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað gerist í framtíðinni."
Jones hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eins og margir leikmenn liðsins á þessu tímabili. Hann meiddist eins og flestir aðrir miðjumenn snemma og hefur verið að komast í gang undanfarna leiki. Við vonum að hann haldi sér nú frá meiðslum að mestu leyti á næstunni og haldi áfram að bæta sig hjá liðinu. Það ætti að vera ákveðið merki um hvað Klopp og hans mönnum finnst um hann að nýr samningur liggi nú á borðinu. Auk þess skemmir aldrei fyrir að vera með uppalda leikmenn innan raða félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan