| Sf. Gutt

Leighton búinn að standa sig vel


Leighton Clarkson er búinn að standa sig vel með Aberdeen þar sem hann er í láni. Hann fór til Aberdeen til láns í sumar. Hingað til er hann búinn að skora fimm mörk og leggja upp eitt í 15 leikjum. Það hefur vakið athygli að hann er búinn að skora þrjú með skotum utan teigs.

Leighton skoraði í kvöld þegar Aberdeen tapaði 2:3 heima fyrir Rangers. Aberdeen er í þriðja sæti í deildinni nokkuð á eftir Rangers og Celtic sem er efst. Það er ekki spurning að pilturinn fær góða reynslu í skosku knattspyrnunni. 


Leighton er með efnilegri miðjumönnum Liverpool. Hann var fyrri hluta síðustu leiktíðar í láni hjá Blackburn Rovers á síðasta keppnistímabili. Þess má geta að Leighton er fæddur í Blackburn. Hingað til hefur Leighton spilað þrjá leiki með aðalliði Liverpool. Hann er búinn að vera hjá Liverpool frá því hann var sex ára.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan