| Sf. Gutt
Liverpool beið afhroð í Brighton í dag. Liðið var gersamlega yfirspilað og tapaði 3:0 fyrir heimamönnum sem sýndu sínar bestu hliðar.
Liverpool stillti upp sínu besta liði en það var samt veikara en í síðasta leik. Ástæðan var sú að Darwin Núnez hafði bæst á meiðslalistann.
Fyrir leikinn var Alexis Mac Allister, sem varð heimsmeistari með Argentínumönnum heiðraður. Áhorfendur klöppuðu vel og innilega fyrir fyrsta leikmanni Brighton sem verður heimsmeistari. Það var því rífandi stemmning þegar leikurinn hófst og leikmenn Brighton hafði byr í seglin frá fyrsta andartaki.
Brighton hafði sannarlega yfirhöndina en liðið fékk svo sem ekki opin færi að ráði. En vörn Liverpool slapp nokkrum sinnum vel eftir góðar sóknir Brighton. Liverpool slapp líka stuttu fyrir hálfleik þegar víti var dæmt. Eftir skoðun í sjónvarpinu var vítið reyndar tekið aftur vegna rangstöðu leikmanns sem slapp í gegn áður en Alisson Becker felldi hann. Ekkert mark skorað í fyrri hálfleik. Liverpool slapp vel með þá stöðu því leikmenn liðsins voru and- og kraftlausir strax frá byrjun leiksins.
Það að staðan skyldi vera jöfn í hálfleik hefði átt að vera eitthvað til að byggja á í síðari hálfleik en svo varð ekki. Joël Matip átti slaka sendingu út úr vörninni og í framhaldinu spiluðu leikmenn Brighton sig í gegn. Solly March batt endahnútinn á sóknina með því að skora af stuttu færi. Skelfilegur varnarleikur og Brighton komið yfir 47. mínútu. Sex mínútum síðar braust Brighton fram völlinn. Solly fékk boltann við vítateiginn vinstra megin og þrumaði boltanum í markið úti við stöng hægra megin.
Liverpool náði aldrei að svara þessu og heimamenn voru alltaf líklegri til að bæta við marki. Cody Gakpo komst reyndar í færi uppi við markið þegar um 13 mínútur voru eftir en það var lokað á hann. Mávarnir bættu svo við marki á 81. mínútu. Eftir innkast barst boltinn inn í vítateig Liverpool. Varamaðurinn Danny Welbeck lék á annan varamann, Joe Gomez, með því að lyfta boltanum yfir hann og skora svo auðveldlega. Sanngjarn og öruggur sigur Brighton var innsiglaður!
Liverpool spilaði sinn langversta leik á leiktíðinni og reyndar í mörg ár ef út í það er farið. Leikmenn liðsins voru ekki með frá upphafi og áttu enga möguleika á móti Brighton sem spilaði reyndar mjög vel. Næstu leikir Liverpool verða mjög erfiðir því ekki er nóg með að marga lykilmenn vanti vegna meiðsla heldur er ekkert sjálfstraust fyrir hendi.
Brighton and Hove Albion: Sánchez, Groß, Dunk (Webster 90. mín.), Colwill, Estupiñán, Caicedo, Mac Allister (Sarmiento 83. mín.), March, Lallana (Veltman 66. mín.), Mitoma (Lamptey 90. mín.) og Ferguson (Welbeck 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Undav, Steele, Gilmour og van Hecke.
Mörk Brighton: Solly March (47. og 53. mín.) og Danny Welbeck (81. mín.).
Gult spjald: Lewis Dunk.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip (Gomez 69. mín.), Konaté, Robertson, Fabinho (Keïta 68. mín.), Henderson (Elliott 69. mín.), Oxlade-Chamberlain (Doak 68. mín.), Thiago, Gakpo og Salah. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Milner, Jones og Carvalho.
Gul spjöld: Joël Matip, Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á Amax leikvanginum: 31.645.
Maður leiksins: Alisson Becker. Kannski undarlegt að velja hann eftir að hafa fengið þrjú mörk á sig en hann verður ekki sakaður um mörkin og greip oft vel inn í leikinn.
Jürgen Klopp: ,,Ég man ekki eftir verri leik og ekki bara eftir að ég tók við Liverpool. Ég ber ábyrgðina! Því miður á ég ekki svörin við þeim spurningum sem eru á allra vörum núna og svona strax eftir leik er erfitt að svara."
- Liverpool hefur tapað báðum deildarleikjum sínum hingað til á árinu.
- Þetta var fyrsti heimasigur Brighton á Liverpool í deildinni frá því í janúar 1961.
- Liverpool hefur fengið á sig fyrsta mark í leik í 15 af 28 leikjum á leiktíðinni.
TIL BAKA
Afhroð í Brighton
Liverpool beið afhroð í Brighton í dag. Liðið var gersamlega yfirspilað og tapaði 3:0 fyrir heimamönnum sem sýndu sínar bestu hliðar.
Liverpool stillti upp sínu besta liði en það var samt veikara en í síðasta leik. Ástæðan var sú að Darwin Núnez hafði bæst á meiðslalistann.
Fyrir leikinn var Alexis Mac Allister, sem varð heimsmeistari með Argentínumönnum heiðraður. Áhorfendur klöppuðu vel og innilega fyrir fyrsta leikmanni Brighton sem verður heimsmeistari. Það var því rífandi stemmning þegar leikurinn hófst og leikmenn Brighton hafði byr í seglin frá fyrsta andartaki.
Brighton hafði sannarlega yfirhöndina en liðið fékk svo sem ekki opin færi að ráði. En vörn Liverpool slapp nokkrum sinnum vel eftir góðar sóknir Brighton. Liverpool slapp líka stuttu fyrir hálfleik þegar víti var dæmt. Eftir skoðun í sjónvarpinu var vítið reyndar tekið aftur vegna rangstöðu leikmanns sem slapp í gegn áður en Alisson Becker felldi hann. Ekkert mark skorað í fyrri hálfleik. Liverpool slapp vel með þá stöðu því leikmenn liðsins voru and- og kraftlausir strax frá byrjun leiksins.
Það að staðan skyldi vera jöfn í hálfleik hefði átt að vera eitthvað til að byggja á í síðari hálfleik en svo varð ekki. Joël Matip átti slaka sendingu út úr vörninni og í framhaldinu spiluðu leikmenn Brighton sig í gegn. Solly March batt endahnútinn á sóknina með því að skora af stuttu færi. Skelfilegur varnarleikur og Brighton komið yfir 47. mínútu. Sex mínútum síðar braust Brighton fram völlinn. Solly fékk boltann við vítateiginn vinstra megin og þrumaði boltanum í markið úti við stöng hægra megin.
Liverpool náði aldrei að svara þessu og heimamenn voru alltaf líklegri til að bæta við marki. Cody Gakpo komst reyndar í færi uppi við markið þegar um 13 mínútur voru eftir en það var lokað á hann. Mávarnir bættu svo við marki á 81. mínútu. Eftir innkast barst boltinn inn í vítateig Liverpool. Varamaðurinn Danny Welbeck lék á annan varamann, Joe Gomez, með því að lyfta boltanum yfir hann og skora svo auðveldlega. Sanngjarn og öruggur sigur Brighton var innsiglaður!
Liverpool spilaði sinn langversta leik á leiktíðinni og reyndar í mörg ár ef út í það er farið. Leikmenn liðsins voru ekki með frá upphafi og áttu enga möguleika á móti Brighton sem spilaði reyndar mjög vel. Næstu leikir Liverpool verða mjög erfiðir því ekki er nóg með að marga lykilmenn vanti vegna meiðsla heldur er ekkert sjálfstraust fyrir hendi.
Brighton and Hove Albion: Sánchez, Groß, Dunk (Webster 90. mín.), Colwill, Estupiñán, Caicedo, Mac Allister (Sarmiento 83. mín.), March, Lallana (Veltman 66. mín.), Mitoma (Lamptey 90. mín.) og Ferguson (Welbeck 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Undav, Steele, Gilmour og van Hecke.
Mörk Brighton: Solly March (47. og 53. mín.) og Danny Welbeck (81. mín.).
Gult spjald: Lewis Dunk.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip (Gomez 69. mín.), Konaté, Robertson, Fabinho (Keïta 68. mín.), Henderson (Elliott 69. mín.), Oxlade-Chamberlain (Doak 68. mín.), Thiago, Gakpo og Salah. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Milner, Jones og Carvalho.
Gul spjöld: Joël Matip, Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á Amax leikvanginum: 31.645.
Maður leiksins: Alisson Becker. Kannski undarlegt að velja hann eftir að hafa fengið þrjú mörk á sig en hann verður ekki sakaður um mörkin og greip oft vel inn í leikinn.
Jürgen Klopp: ,,Ég man ekki eftir verri leik og ekki bara eftir að ég tók við Liverpool. Ég ber ábyrgðina! Því miður á ég ekki svörin við þeim spurningum sem eru á allra vörum núna og svona strax eftir leik er erfitt að svara."
Fróðleikur
- Liverpool hefur tapað báðum deildarleikjum sínum hingað til á árinu.
- Þetta var fyrsti heimasigur Brighton á Liverpool í deildinni frá því í janúar 1961.
- Liverpool hefur fengið á sig fyrsta mark í leik í 15 af 28 leikjum á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan