| Sf. Gutt
Stórfrétt vikunnar um ákærur á hendur Manchester City hafa skiljanlega vakið miklar umræður. Lucas Leiva bar fram skemmtilega spurningu tengda málinu.
Í færslu á Twitter spurði Lucas einfaldlega. ,,Er ég Úrvalsdeildarmeistari?"
Spurningin vísar auðvitað til þess að samkvæmt ákærunum á hendur Manchester City gæti félaginu verið refsað fyrir eitthvað sem misjafnt hefði getað talist á leiktíðinni 2013/14. Þá hafði Manchester City naumlega betur í kapphlaupi við Liverpool, undir stjórn Brendan Rodgers, um Englandsmeistaratitilinn. Ein kenningin um refsingu eða refsingar til handa Manchester City er sú að félagið verði svipt titlum sem félagið vann á keppnistímabilunum sem eitthvað refsivert er talið hafa átt sér stað. Þá fengi félagið sem hafnaði í öðru sæti titlana sem um væri að ræða.
Liverpool myndi samkvæmt þessari kenningu líka verða Englandsmeistari 2018/19 og 2021/22. Ekki er nú líklegt að þetta verði uppi á teningnum. En spurning Lucas Leiva er alla vega skemmtileg!
TIL BAKA
Er ég Englandsmeistari?

Stórfrétt vikunnar um ákærur á hendur Manchester City hafa skiljanlega vakið miklar umræður. Lucas Leiva bar fram skemmtilega spurningu tengda málinu.
Í færslu á Twitter spurði Lucas einfaldlega. ,,Er ég Úrvalsdeildarmeistari?"

Spurningin vísar auðvitað til þess að samkvæmt ákærunum á hendur Manchester City gæti félaginu verið refsað fyrir eitthvað sem misjafnt hefði getað talist á leiktíðinni 2013/14. Þá hafði Manchester City naumlega betur í kapphlaupi við Liverpool, undir stjórn Brendan Rodgers, um Englandsmeistaratitilinn. Ein kenningin um refsingu eða refsingar til handa Manchester City er sú að félagið verði svipt titlum sem félagið vann á keppnistímabilunum sem eitthvað refsivert er talið hafa átt sér stað. Þá fengi félagið sem hafnaði í öðru sæti titlana sem um væri að ræða.

Liverpool myndi samkvæmt þessari kenningu líka verða Englandsmeistari 2018/19 og 2021/22. Ekki er nú líklegt að þetta verði uppi á teningnum. En spurning Lucas Leiva er alla vega skemmtileg!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan