| Sf. Gutt
Það er óhætt að segja að það hafi verið markaregn í sólarblíðunni á suðurstöndinni þegar Liverpool mætti Southampton. Liðin skiptu með sér átta mörkum í fjörugum lokaleik liðanna á leiktíðinni.
Margar breytingar voru gerðar á liði Liverpool. James Milner leiddi Liverpool sem fyrirliði og Roberto Firmino fékk sæti í sókninni. Caoimhin Kelleher stóð í markinu.
Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun á 10. mínútu. Markmaður Southampton og hans öftustu menn ætluðu að spila frá marki. Einn varnarmaðurinn gaf beint á Diogo Joto sem sparkaði boltanum í autt markið. Eitt ódýrasta mark leiktíðarinnar. Liverpool hélt áfram og fjórum mínútum seinna kom annað mark. Fabinho Tavarez fékk boltann rétt utan við vítateiginn og gaf á Roberto Firmino. Hann lék inn í vítateiginn, plataði tvo varnarmenn upp úr skónum þannig að þeir lágu eftir og skoraði svo af öryggi. Enn eitt snilldarmarkið hjá Brasilíumanninum frábæra.
Allt leit út fyrir að Liverpool myndi tæta fallliðið í sig en svo varð ekki. Fjórum mínútum eftir mark Roberto komst liðið inn í leikinn. Boltinn gekk manna á milli frá hægri til vinstri á James Ward-Prowse sem skoraði úr vítateignum. Heimamenn jöfnuðu svo á 28. mínútu. Theo Walcott fékk boltann eftir að Roberto hafði misst hann. Theo sendi inn í vítateiginn á Kamaldeen Sulemana sem skoraði örugglega. Allt allt í einu orðið jafnt!
Southampton gerði svo gott betur eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir að hafa hreinsað frá eigin marki fékk Kamaldeen boltann fyrir aftan miðju á eigin vallarhelmingi. Hann rauk fram völlinn og rétt utan við vítateig Liverpool skaut hann og boltinn steinlá neðst í hægra horninu. Frábær tilþrif. Ótrúlegur viðsnúningur varð enn meiri á 64. mínútu. Liverpool missti boltann. Adam Armstrong, sem var nýkominn inn á, tók á spett frá miðjum vallarhelmingi Liverpool, lék inn í vítateiginn og skoraði út í hægra hornið. Caoimhin vissi ekki hvað var í gangi og mátti horfa á eftir boltanum í markið í fjórða sinn!
Sem betur fer náðu leikmenn Liverpool áttum. Á 72. mínútu lyfti varamaðurinn Harvey Elliott boltanum inn í vítateiginn á Trent Alexander-Arnold sem sendi þvert fyrir markið frá hægri í fyrsta á Cody Gakpo sem skoraði auðveldlega við fjærstöngina. Vel gert hjá Cody sem kom inn sem varamaður. Liverpool jafnaði mínútu seinna! Mohamed Salah fékk sendingu fram. Hann lék aðeins áfram áður en hann stakk boltanum fram á Diogo. Portúgalinn tók boltann og hamraði hann í markið frá vítateigslínunni.
Liverpool sótti meira og minna til leiksloka. Á 79. mínútu gaf Jordan Henderson boltann fram á Mohamed. Hann komst í gegn og kom boltanum framhjá markmanni Southampton en boltinn fór í stöngina og framhjá. Tíu mínútum seinna átti Cody sendingu á Mohamed sem náði skoti við vítapunktinn en markmaður Southampton varði vel.
Í viðbótartíma lagði Harvey upp færi fyrir Mohamed en boltinn fór rétt framhjá. Southampton fékk svo hraða sókn. Kyle Walker-Peters komst inn í vítateiginn og náði föstu skoti en Caoimhin sló boltann yfir mðe tilþrifum. Næstum fyrsta skotið sem hann varði í leiknum!
Þetta var stórskemmtilegur leikur og úrslitin sanngjörn. Lokastaða beggja liða lá fyrir þegar leikurinn hófst og kannski var leikurinn eftir því.
Þetta var erfið leiktíð fyrir Liverpool. Samfélagsskjöldurinn vannst í fyrsta leik en svo tók við mótvindur sem stóð yfir þar til fór að birta undir vor. Fimmta sætið færir þátttökurétt í Evrópudeildinni. Það væri magnað að vinna hana að ári og eins fleiri titla!
Mörk Southampton: James Ward-Prowse (19. mín.), Kamaldeen Sulemana (28. og 48. mín.) og Adam Armstrong (64. mín.).
Mörk Liverpool: Diogo Jota (10. og 73. mín.), Roberto Firmino (14. mín) og Cody Gakpo (72. mín.).
Gul spjöld: Kostas Tsimikas og Harvey Elliott,
Áhorfendur á St Mary´s: 31.129.
Maður leiksins: Diogo Jota. Portúgalinn var snarpur og skoraði tvö mörk.
Jürgen Klopp: Það er hægt að gera lista yfir hluti sem við gerðum ekki rétt og þess vegna fengum við skyndisóknir á okkur. Þeir skoruðu tvisvar og staðan orðin tvö tvö. Svo fjögur tvö. En þá fórum við aftur að gera hlutina á réttan hátt.
- Liverpool endaði í fimmta sæti í deildinni.
- Liverpool fékk 67 stig. Manchester City varð Englandsmeistari með 89 stig. Þetta er níundi Englandsmeistaratitill Manchester City.
- Diogo Jota lauk leiktíðinni með sjö mörk.
- Roberto Firmino skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Cody Gakpo skoraði sjöunda mark sitt fyrir Liverpool.
- Fyrsta mark Diogo Jota í leiknum var 100. mark Liverpool í öllum keppnum á keppnistímabilinu.
TIL BAKA
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni!
Það er óhætt að segja að það hafi verið markaregn í sólarblíðunni á suðurstöndinni þegar Liverpool mætti Southampton. Liðin skiptu með sér átta mörkum í fjörugum lokaleik liðanna á leiktíðinni.
Margar breytingar voru gerðar á liði Liverpool. James Milner leiddi Liverpool sem fyrirliði og Roberto Firmino fékk sæti í sókninni. Caoimhin Kelleher stóð í markinu.
Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun á 10. mínútu. Markmaður Southampton og hans öftustu menn ætluðu að spila frá marki. Einn varnarmaðurinn gaf beint á Diogo Joto sem sparkaði boltanum í autt markið. Eitt ódýrasta mark leiktíðarinnar. Liverpool hélt áfram og fjórum mínútum seinna kom annað mark. Fabinho Tavarez fékk boltann rétt utan við vítateiginn og gaf á Roberto Firmino. Hann lék inn í vítateiginn, plataði tvo varnarmenn upp úr skónum þannig að þeir lágu eftir og skoraði svo af öryggi. Enn eitt snilldarmarkið hjá Brasilíumanninum frábæra.
Allt leit út fyrir að Liverpool myndi tæta fallliðið í sig en svo varð ekki. Fjórum mínútum eftir mark Roberto komst liðið inn í leikinn. Boltinn gekk manna á milli frá hægri til vinstri á James Ward-Prowse sem skoraði úr vítateignum. Heimamenn jöfnuðu svo á 28. mínútu. Theo Walcott fékk boltann eftir að Roberto hafði misst hann. Theo sendi inn í vítateiginn á Kamaldeen Sulemana sem skoraði örugglega. Allt allt í einu orðið jafnt!
Southampton gerði svo gott betur eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir að hafa hreinsað frá eigin marki fékk Kamaldeen boltann fyrir aftan miðju á eigin vallarhelmingi. Hann rauk fram völlinn og rétt utan við vítateig Liverpool skaut hann og boltinn steinlá neðst í hægra horninu. Frábær tilþrif. Ótrúlegur viðsnúningur varð enn meiri á 64. mínútu. Liverpool missti boltann. Adam Armstrong, sem var nýkominn inn á, tók á spett frá miðjum vallarhelmingi Liverpool, lék inn í vítateiginn og skoraði út í hægra hornið. Caoimhin vissi ekki hvað var í gangi og mátti horfa á eftir boltanum í markið í fjórða sinn!
Sem betur fer náðu leikmenn Liverpool áttum. Á 72. mínútu lyfti varamaðurinn Harvey Elliott boltanum inn í vítateiginn á Trent Alexander-Arnold sem sendi þvert fyrir markið frá hægri í fyrsta á Cody Gakpo sem skoraði auðveldlega við fjærstöngina. Vel gert hjá Cody sem kom inn sem varamaður. Liverpool jafnaði mínútu seinna! Mohamed Salah fékk sendingu fram. Hann lék aðeins áfram áður en hann stakk boltanum fram á Diogo. Portúgalinn tók boltann og hamraði hann í markið frá vítateigslínunni.
Liverpool sótti meira og minna til leiksloka. Á 79. mínútu gaf Jordan Henderson boltann fram á Mohamed. Hann komst í gegn og kom boltanum framhjá markmanni Southampton en boltinn fór í stöngina og framhjá. Tíu mínútum seinna átti Cody sendingu á Mohamed sem náði skoti við vítapunktinn en markmaður Southampton varði vel.
Í viðbótartíma lagði Harvey upp færi fyrir Mohamed en boltinn fór rétt framhjá. Southampton fékk svo hraða sókn. Kyle Walker-Peters komst inn í vítateiginn og náði föstu skoti en Caoimhin sló boltann yfir mðe tilþrifum. Næstum fyrsta skotið sem hann varði í leiknum!
Þetta var stórskemmtilegur leikur og úrslitin sanngjörn. Lokastaða beggja liða lá fyrir þegar leikurinn hófst og kannski var leikurinn eftir því.
Þetta var erfið leiktíð fyrir Liverpool. Samfélagsskjöldurinn vannst í fyrsta leik en svo tók við mótvindur sem stóð yfir þar til fór að birta undir vor. Fimmta sætið færir þátttökurétt í Evrópudeildinni. Það væri magnað að vinna hana að ári og eins fleiri titla!
Mörk Southampton: James Ward-Prowse (19. mín.), Kamaldeen Sulemana (28. og 48. mín.) og Adam Armstrong (64. mín.).
Mörk Liverpool: Diogo Jota (10. og 73. mín.), Roberto Firmino (14. mín) og Cody Gakpo (72. mín.).
Gul spjöld: Kostas Tsimikas og Harvey Elliott,
Áhorfendur á St Mary´s: 31.129.
Maður leiksins: Diogo Jota. Portúgalinn var snarpur og skoraði tvö mörk.
Jürgen Klopp: Það er hægt að gera lista yfir hluti sem við gerðum ekki rétt og þess vegna fengum við skyndisóknir á okkur. Þeir skoruðu tvisvar og staðan orðin tvö tvö. Svo fjögur tvö. En þá fórum við aftur að gera hlutina á réttan hátt.
Fróðleikur
- Liverpool endaði í fimmta sæti í deildinni.
- Liverpool fékk 67 stig. Manchester City varð Englandsmeistari með 89 stig. Þetta er níundi Englandsmeistaratitill Manchester City.
- Diogo Jota lauk leiktíðinni með sjö mörk.
- Roberto Firmino skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Cody Gakpo skoraði sjöunda mark sitt fyrir Liverpool.
- Fyrsta mark Diogo Jota í leiknum var 100. mark Liverpool í öllum keppnum á keppnistímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan