| Sf. Gutt
Það eru ekki bara þeir James Milner, Roberto Firmino, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita sem hafa yfirgefið Liverpool. Einn leikmaður til viðbótar hefur haldið á braut. Reyndar eftir lánsdvöl.
Arthur Melo kom sem lánsmaður til Liverpool 1. september í fyrra. Hann átti að styrkja miðjuna þar sem vantaði menn. Brasilíumaðurinn var lánlaus á meðan á dvöl hans hjá Liverpool stóð. Hann meiddist illa í október og kom ekki aftur inn í liðshópinn fyrr en í apríl.
Hann spilaði aðeins einn leik með Liverpool. Sá leikur var gegn Napoli á Ítalíu en þá kom hann inn sem varamaður og lék síðustu 13 mínútur leiksins. Arthur var aðeins níu sinnum í aðalliðshópi Liverpool. Hann spilaði einhverja leiki með varaliðinu.
Arthur fékk góða umsögn hjá Liverpool. Hann lagði sig allan fram og þótti góður liðsmaður. Hann lýsti sjálfur vonbrigðum sínum með að hafa ekki orðið meir að liði og erfiðri baráttu við að ná sér af meiðslunum.
Arthur Melo fer nú til Juventus þaðan sem hann kom sem lánsmaður. Hann hóf ferilinn með Gremio í heimalandinu og lék þar frá 2015 til 2018. Arthur gekk svo til liðs við Barcelona 2018. Hann var hjá félaginu til 2020 en þá fór hann til Juventus.
Við þökkum Arthur Melo fyrir hans framlag og óskum honum góðs gengis.
TIL BAKA
Farinn eftir einn leik!

Það eru ekki bara þeir James Milner, Roberto Firmino, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita sem hafa yfirgefið Liverpool. Einn leikmaður til viðbótar hefur haldið á braut. Reyndar eftir lánsdvöl.

Arthur Melo kom sem lánsmaður til Liverpool 1. september í fyrra. Hann átti að styrkja miðjuna þar sem vantaði menn. Brasilíumaðurinn var lánlaus á meðan á dvöl hans hjá Liverpool stóð. Hann meiddist illa í október og kom ekki aftur inn í liðshópinn fyrr en í apríl.
Hann spilaði aðeins einn leik með Liverpool. Sá leikur var gegn Napoli á Ítalíu en þá kom hann inn sem varamaður og lék síðustu 13 mínútur leiksins. Arthur var aðeins níu sinnum í aðalliðshópi Liverpool. Hann spilaði einhverja leiki með varaliðinu.
Arthur fékk góða umsögn hjá Liverpool. Hann lagði sig allan fram og þótti góður liðsmaður. Hann lýsti sjálfur vonbrigðum sínum með að hafa ekki orðið meir að liði og erfiðri baráttu við að ná sér af meiðslunum.
Arthur Melo fer nú til Juventus þaðan sem hann kom sem lánsmaður. Hann hóf ferilinn með Gremio í heimalandinu og lék þar frá 2015 til 2018. Arthur gekk svo til liðs við Barcelona 2018. Hann var hjá félaginu til 2020 en þá fór hann til Juventus.
Við þökkum Arthur Melo fyrir hans framlag og óskum honum góðs gengis.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan