| Sf. Gutt
Robbie Fowler er orðinn framkvæmdastjóri í fjórða sinn. Hann er farinn á slóðir sem margir hafa haldið á í sumar enda há laun í boði. Robbie er sem sagt farinn til Sádi Arabíu þar sem hann stýrir liðinu Al-Qadsiah. Liðið leikur í næst efstu deild í Sádi Arabíu.
Robbie hóf framkvæmdastjóra feril sinn í Tælandi árið 2011. Hann tók þá við Muangthong United en hann var á þeim tíma leikmaður liðsins. Liðið var það síðasta sem hann lék með á ferli sínum. Hann stýrði liðinu í eitt ár. Robbie fór þá heim til Englands þar sem hann kom meðal annars eitthvað að unglingaþjálfun hjá Liverpool.
Árið 2019 tók Robbie við Brisbane Roar. Hann stýrði ástralska liðinu í eitt ár. Hann hætti með liðið í mars 2020. Um haustið það ár tók Robbie við indverska liðinu East Bengal. Sem fyrr var dvöl hans sem framkvæmdasjóri eitt ár. Framkvæmdastjóraferill Robbie hefur enn sem komið er ekki náð miklum hæðum.
Við óskum Robbie Fowler góðs gengis hjá Al-Qadsiah.
TIL BAKA
Robbie Fowler orðinn framkvæmdastjóri
Robbie Fowler er orðinn framkvæmdastjóri í fjórða sinn. Hann er farinn á slóðir sem margir hafa haldið á í sumar enda há laun í boði. Robbie er sem sagt farinn til Sádi Arabíu þar sem hann stýrir liðinu Al-Qadsiah. Liðið leikur í næst efstu deild í Sádi Arabíu.
Robbie hóf framkvæmdastjóra feril sinn í Tælandi árið 2011. Hann tók þá við Muangthong United en hann var á þeim tíma leikmaður liðsins. Liðið var það síðasta sem hann lék með á ferli sínum. Hann stýrði liðinu í eitt ár. Robbie fór þá heim til Englands þar sem hann kom meðal annars eitthvað að unglingaþjálfun hjá Liverpool.
Árið 2019 tók Robbie við Brisbane Roar. Hann stýrði ástralska liðinu í eitt ár. Hann hætti með liðið í mars 2020. Um haustið það ár tók Robbie við indverska liðinu East Bengal. Sem fyrr var dvöl hans sem framkvæmdasjóri eitt ár. Framkvæmdastjóraferill Robbie hefur enn sem komið er ekki náð miklum hæðum.
Við óskum Robbie Fowler góðs gengis hjá Al-Qadsiah.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan