| Sf. Gutt

Virgil fer í lengra bann!


Einum leik var bætt við leikbann Virgil van Dijk. Fyrirliði Liverpool fékk eins leiks bann eftir að hafa verið rekinn af velli á móti Newcastle United í síðasta mánuði. Í kjölfarið fékk hann ákæru frá knattspyrnusambandinu fyrir að hafa mótmælt brottrekstrinum og verið með dónalegt orðbragð við dómara ef rétt er skilið. Niðurstaðan af ákærunni var sú að hann fékk einn leik í bann til viðbótar. Að auki á Virgil að borga 100.000 sterlingspund í sekt. Það eru tæpar 17 íslenskar milljónir! Segja má að með þessu sannist hið fornkveðna að ekki tjáir að deila við dómarann. 

Þetta þýðir að Virgil getur ekki leikið með Liverpool á móti Wolverhampton Wanderes um aðra helgi þegar enska knattspyrnan hefst á nýjan leik eftir landsleikjhlé. Þetta er slæmt en þeir Joe Gomez og Joel Matip stóðu sig vel í hjarta varnarinnar um síðustu helgi þegar Liverpool vann Aston Villa. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan