| Sf. Gutt

Conor Bradley meiddur


Conor Bradley hefur ekkert spilað það sem af er leiktíðar. Hann spilaði fyrstu leikina á undirbúningstímabilinu en svo varð hann að draga sig í hlé. Ástæðan er sú að hann er meiddur í baki. Þessi meiðsli koma gjarnan fram hjá yngri leikmönnum og tengjast álagi sem kemur fram bakeymslum. 

Ekki er ljóst hvenær Bradley verður leikfær á nýjan leik. Líklegt er talið að komið verði undir lok ársins þegar hann getur farið að spila aftur. 

Líklegt er að Conor væri búinn að spila eitthvað með aðalliði Liverpool á leiktíðinni. Hann er hægri bakvörður og er mjög efnilegur í þeirri stöðu. Reiknað var með að hann myndi leysa Trent Alexander-Arnold af. 

Conor er búinn að spila fimm leiki með aðalliði Liverpool. Á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Bolton og stóð sig mjög vel. Meiðslin gera það líka að verkum að Conor missir af landsleikjum Norður Íra. Hann er búinn að spila 13 landsleiki. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan