| Sf. Gutt
Liverpool vs Fulham
Fyrri hálfleikur í undanúrslitarimmu Liverpool og Fulham verður leikinn á Anfield Road í kvöld. Gríðarlega mikilvægt er að leggja grunn að sæti í úrslitaleiknum með því að spila vel og vinna góðan sigur í þessum fyrri leik. Miðað við gengi liðanna síðustu vikur ætti Liverpool að eiga nokkuð greiða leið til Wembley en ekkert er fast í hendi enda um bikarkeppni að ræða.
Þetta verður í þriðja sinn sem Liverpool leikur í undanúrslitum Deildarbikarsins á valdatíð Jürgen Klopp. Liverpool hefur tvisvar komist í úrslit í þessum þremur rimmum en einu sinni fallið úr leik. Allir stuðningsmenn Liverpool muna eftir því þegar Liverpool vann Deildarbikarinn á leiktíðinni 2021/22. Eftir markalausan leik á Anfield gegn Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna vann Liverpool frækinn sigur í London. Liverpool vann svo bikarinn á Wembley eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni við Chelsea. Þó svo sumir geri lítið úr Deildarbikarnum þá er ekki vafi á því að það skiptir miklu að vinna keppnina. En til að vinna hana þarf að takast vel til í kvöld.
Sem fyrr segir er mótherjinn Fulham. Lundúnaliðið er rétt fyrir neðan miðja deild en er erfiður mótherji. Stuðningsmönnum Liverpool er í fersku minni þegar liðin mættust á Anfield fyrir nokkrum vikum. Liverpool marði þá 4:3 sigur í frábærum leik. Það verður því erfitt að ryðja liðinu úr vegi. Þetta er önnur umferðin í röð sem Fulham leikur í Liverpool. Í átta liða úrslitunum lék Fulham við Everton á Mersey bökkum. Liðin skildu jöfn 1:1 en Fulham vann í vítaspyrnukeppni.
Það eru býsna margir leikmenn Liverpool úr leik núna. Alls tíu ef allir aðalliðsmenn eru taldir. Af þeim tíu má nefna Trent Alexander-Arnold, Andrew Robertson, Kostas Tsimikas, Mohamed Salah, Wataru Endo og Dominik Szoboszlai. Virgil van Dijk er sem betur fer leikfær eftir að hafa verið veikur á sunnudaginn. Ljóst er að Caoimhin Kelleher verður í markinu eins og hingað til í keppninni. Annað um uppstillingu er svo sem óljóst. Það varður þó að reikna með því að Liverpool sendi sitt sterkasta lið til leiks því sæti í úrslitaleik á Wembley er í húfi.
Ég spái því að Liverpool spili vel og vinni 2:0. Diogo Jota og Cody Gakpo skora mörkin. Minni má forystan ekki vera fyrir seinni leik liðanna í London.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Fulham
Fyrri hálfleikur í undanúrslitarimmu Liverpool og Fulham verður leikinn á Anfield Road í kvöld. Gríðarlega mikilvægt er að leggja grunn að sæti í úrslitaleiknum með því að spila vel og vinna góðan sigur í þessum fyrri leik. Miðað við gengi liðanna síðustu vikur ætti Liverpool að eiga nokkuð greiða leið til Wembley en ekkert er fast í hendi enda um bikarkeppni að ræða.
Þetta verður í þriðja sinn sem Liverpool leikur í undanúrslitum Deildarbikarsins á valdatíð Jürgen Klopp. Liverpool hefur tvisvar komist í úrslit í þessum þremur rimmum en einu sinni fallið úr leik. Allir stuðningsmenn Liverpool muna eftir því þegar Liverpool vann Deildarbikarinn á leiktíðinni 2021/22. Eftir markalausan leik á Anfield gegn Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna vann Liverpool frækinn sigur í London. Liverpool vann svo bikarinn á Wembley eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni við Chelsea. Þó svo sumir geri lítið úr Deildarbikarnum þá er ekki vafi á því að það skiptir miklu að vinna keppnina. En til að vinna hana þarf að takast vel til í kvöld.
Sem fyrr segir er mótherjinn Fulham. Lundúnaliðið er rétt fyrir neðan miðja deild en er erfiður mótherji. Stuðningsmönnum Liverpool er í fersku minni þegar liðin mættust á Anfield fyrir nokkrum vikum. Liverpool marði þá 4:3 sigur í frábærum leik. Það verður því erfitt að ryðja liðinu úr vegi. Þetta er önnur umferðin í röð sem Fulham leikur í Liverpool. Í átta liða úrslitunum lék Fulham við Everton á Mersey bökkum. Liðin skildu jöfn 1:1 en Fulham vann í vítaspyrnukeppni.
Það eru býsna margir leikmenn Liverpool úr leik núna. Alls tíu ef allir aðalliðsmenn eru taldir. Af þeim tíu má nefna Trent Alexander-Arnold, Andrew Robertson, Kostas Tsimikas, Mohamed Salah, Wataru Endo og Dominik Szoboszlai. Virgil van Dijk er sem betur fer leikfær eftir að hafa verið veikur á sunnudaginn. Ljóst er að Caoimhin Kelleher verður í markinu eins og hingað til í keppninni. Annað um uppstillingu er svo sem óljóst. Það varður þó að reikna með því að Liverpool sendi sitt sterkasta lið til leiks því sæti í úrslitaleik á Wembley er í húfi.
Ég spái því að Liverpool spili vel og vinni 2:0. Diogo Jota og Cody Gakpo skora mörkin. Minni má forystan ekki vera fyrir seinni leik liðanna í London.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan