| Sf. Gutt
Liverpool komst í kvöld í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn. Liverpool og Fulham skildu jöfn 1:1 í London og þau úrslit þýddu að Liverpool komst áfram samanlagt 3:2 í úrslit þar sem liðið mætir Chelsea.
Liverpool tefldi fram svo til sínu sterkasta liði en fjórar breytingar voru gerðar á liðinu frá sigrinum í Bournemouth. Það kom á óvart að Jarell Quansah skyldi vera við hliðina á Virgil van Dijk í stað Ibrahima Konate. Frakkinn fékk reyndar þungt högg undir lok leiksins um helgina. Caoimhin Kelleher var í markinu eins og venjulega í þessari keppni. Gleðilegt var að sjá Andrew Robertson meðal varamanna en hann er nú búinn að ná sér eftir axlarmeiðslin.
Það var mikil stemmning á Craven Cottage þegar leikurinn hófst. Stuðningsmenn Fulham hvöttu liðið ákaft enda alls ekki útilokað að komast áfram eftir naumt tap í fyrri leiknum á Anfield Road.
Fulham átti hættulegar sóknir í byrjun og fékk fyrsta hættulega færið eftir horn frá hægri á 8. mínútu. Boltinn fór beint á Joao Palhinha sem skaut óvaldaður yfir úr miðjum vítateig. Mjög gott færi og Liverpool slapp með skrekkinn.
Fulham hefði getað náð frumkvæðinu en í þess í stað gerði Liverpool það á 11. mínútu. Jarell Quansah sendi háa og langa sendingu fram fyrir aftan miðju. Boltinn sveif út til vinstri þar sem Luis Díaz náði að taka við honum á brjóstkassanum á lofti. Hann lék svo til hægri inn í vítateiginn, framhjá varnarmanni og skaut að marki. Boltinn hafðnaði neðst í vinstra horninu. Bernd Leno kom við boltann en náði ekki að vera. Frábærlega gert hjá Luis! Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og nú hafði Liverpool samtals 3:1 yfir!
Liverpool stjórnaði leiknum algjörlega fram til hálfleiks. Liðið átti góðar sóknir og Fulham náði aðeins einu færi. Á 32. mínútu átti Raúl Jiménez skot sem Caoimhin varði vel úti í vinstra horninu. Staða Liverpool stórgóð í hálfleik.
Fulham byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og á 53. mínútu fór í vafasamt úthlaup á móti leikmanni Fulham. Caoimhin náði ekki til boltans og Fulham maðurinn náði að skalla í áttina að marki. Boltinn fór til Andreas Pereira en skot hans úr þröngu færi fór í stöng. Liverpool sneri vörn í sókn og Darwin Núnez lagði upp færi fyrir Harvey Elliott en Bernd varði laust skot hans úr vítateignum. Harvey hefði átt að gera betur og stuðningsmenn Fulham héldu áfram að baula á hann eins og þeir höfðu gert allan leikinn og eins í fyrri leiknum. En Liverpool slapp vel þegar skot Andreas fór í stöngina.
Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, kom til leiks á 67. mínútu og hann færði líf í leik heimamanna. Þegar 13 mínútur voru eftir tók Harry góða rispu vinstram megin, lék á fyrrum félaga sinn Conor Bradley og gaf fyrir. Sendingin rataði á Issa Diop sem stýrði boltanum í markið af stuttu færi. Nú munaði bara einu marki samtals. Þremur mínútum seinna átti Harry gott skot utan vítateigs en Caoimhin gerði vel í að verja í horn.
Allt gat gerst og mikil spenna var undir lokin. Ibrahima kom inn í vörnina síðustu mínúturnar til að þétta raðirnar. Liverpool lenti ekki í vandræðum síðustu mínúturnar og þegar flautað var til leiksloka gátu stuðningsmenn Rauða hersins fagnað farseðli í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn í annað sinn á þremur árum!
Liverpool sýndi styrk í kvöld. Liðið hafði lengst af góð tök á leiknum. Eftir að Fulham jafnaði gat allt gerst en leikmenn Liverpool gerðu það sem til þurfti. Það er frábært að komast í úrslitaleik í stórkeppni. Um það og að vinna titla snýst tilveran hjá Liverpool. Í lok febrúar mætir Liverpool Chelsea á Wembley. Liverpool verður að endurtaka leikinn frá því fyrir tveimur árum!
Fulham: Leno, Castagne (Tete 83. mín.), Tosin, Diop, Robinson, J. Palhinha, Cairney (Reed 83. mín.), De Cordova-Reid (Wilson 67. mín.), Pereira (M. Carvalho 83. mín.), Willian og Jiménez. Ónotaðir varamenn: Rodák, Ream, Lukic, C. Vinícius og Francois.
Mark Fulham: Issa Diop (77. mín.).
Gul spjöld: Tom Cairney, Issa Diop og Harry Wilson.
Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah, van Dijk, Gomez, Elliott, Mac Allister (Jones 67. mín.), Gravenberch (Clark 83. mín.), Gakpo (Konaté 83. mín.), Núnez (Jota 67. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Alisson, Robertson, McConnell, Beck og Nyoni.
Mark Liverpool: Luis Díaz (11. mín.).
Gult spjald: Caoimhin Kelleher.
Áhorfendur á Craven Cottage: 24.320.
Maður leiksins: Luis Díaz. Fyrir utan að skora frábært mark, sem þegar upp var staðið kom Liverpool áfram, var hann alltaf að í framlínunni.
Jürgen Klopp: ,,Að koma hingað í kvöld og komast áfram er magnað. Það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu í þessum efnum. Við slökuðum aðeins á eftir hálftíma og þá opnaðist leikurinn. Við urðum að hafa fyrir því að ná úrslitasætinu og við hlökkum virkilega til þess að fara á Wembley."
- Liverpool komst í 14. Deildarbikarúrslitaleik sinn. Það er met.
- Liverpool hefur unnið keppnina níu sinnum sem er met.
- Liverpool mætir Chelsea í úrslitum Deildarbikarsins sunnudaginn 25. febrúar.
- Þetta verður níundi úrslitaleikur Liverpool á valdatíð Jürgen Klopp.
- Luis Díaz skoraði sjöunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann hefur aldrei skorað fleiri mörk frá því hann kom til Liverpool.
TIL BAKA
Áfram í úrslit eftir jafntefli!
Liverpool komst í kvöld í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn. Liverpool og Fulham skildu jöfn 1:1 í London og þau úrslit þýddu að Liverpool komst áfram samanlagt 3:2 í úrslit þar sem liðið mætir Chelsea.
Liverpool tefldi fram svo til sínu sterkasta liði en fjórar breytingar voru gerðar á liðinu frá sigrinum í Bournemouth. Það kom á óvart að Jarell Quansah skyldi vera við hliðina á Virgil van Dijk í stað Ibrahima Konate. Frakkinn fékk reyndar þungt högg undir lok leiksins um helgina. Caoimhin Kelleher var í markinu eins og venjulega í þessari keppni. Gleðilegt var að sjá Andrew Robertson meðal varamanna en hann er nú búinn að ná sér eftir axlarmeiðslin.
Það var mikil stemmning á Craven Cottage þegar leikurinn hófst. Stuðningsmenn Fulham hvöttu liðið ákaft enda alls ekki útilokað að komast áfram eftir naumt tap í fyrri leiknum á Anfield Road.
Fulham átti hættulegar sóknir í byrjun og fékk fyrsta hættulega færið eftir horn frá hægri á 8. mínútu. Boltinn fór beint á Joao Palhinha sem skaut óvaldaður yfir úr miðjum vítateig. Mjög gott færi og Liverpool slapp með skrekkinn.
Fulham hefði getað náð frumkvæðinu en í þess í stað gerði Liverpool það á 11. mínútu. Jarell Quansah sendi háa og langa sendingu fram fyrir aftan miðju. Boltinn sveif út til vinstri þar sem Luis Díaz náði að taka við honum á brjóstkassanum á lofti. Hann lék svo til hægri inn í vítateiginn, framhjá varnarmanni og skaut að marki. Boltinn hafðnaði neðst í vinstra horninu. Bernd Leno kom við boltann en náði ekki að vera. Frábærlega gert hjá Luis! Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og nú hafði Liverpool samtals 3:1 yfir!
Liverpool stjórnaði leiknum algjörlega fram til hálfleiks. Liðið átti góðar sóknir og Fulham náði aðeins einu færi. Á 32. mínútu átti Raúl Jiménez skot sem Caoimhin varði vel úti í vinstra horninu. Staða Liverpool stórgóð í hálfleik.
Fulham byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og á 53. mínútu fór í vafasamt úthlaup á móti leikmanni Fulham. Caoimhin náði ekki til boltans og Fulham maðurinn náði að skalla í áttina að marki. Boltinn fór til Andreas Pereira en skot hans úr þröngu færi fór í stöng. Liverpool sneri vörn í sókn og Darwin Núnez lagði upp færi fyrir Harvey Elliott en Bernd varði laust skot hans úr vítateignum. Harvey hefði átt að gera betur og stuðningsmenn Fulham héldu áfram að baula á hann eins og þeir höfðu gert allan leikinn og eins í fyrri leiknum. En Liverpool slapp vel þegar skot Andreas fór í stöngina.
Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, kom til leiks á 67. mínútu og hann færði líf í leik heimamanna. Þegar 13 mínútur voru eftir tók Harry góða rispu vinstram megin, lék á fyrrum félaga sinn Conor Bradley og gaf fyrir. Sendingin rataði á Issa Diop sem stýrði boltanum í markið af stuttu færi. Nú munaði bara einu marki samtals. Þremur mínútum seinna átti Harry gott skot utan vítateigs en Caoimhin gerði vel í að verja í horn.
Allt gat gerst og mikil spenna var undir lokin. Ibrahima kom inn í vörnina síðustu mínúturnar til að þétta raðirnar. Liverpool lenti ekki í vandræðum síðustu mínúturnar og þegar flautað var til leiksloka gátu stuðningsmenn Rauða hersins fagnað farseðli í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn í annað sinn á þremur árum!
Liverpool sýndi styrk í kvöld. Liðið hafði lengst af góð tök á leiknum. Eftir að Fulham jafnaði gat allt gerst en leikmenn Liverpool gerðu það sem til þurfti. Það er frábært að komast í úrslitaleik í stórkeppni. Um það og að vinna titla snýst tilveran hjá Liverpool. Í lok febrúar mætir Liverpool Chelsea á Wembley. Liverpool verður að endurtaka leikinn frá því fyrir tveimur árum!
Fulham: Leno, Castagne (Tete 83. mín.), Tosin, Diop, Robinson, J. Palhinha, Cairney (Reed 83. mín.), De Cordova-Reid (Wilson 67. mín.), Pereira (M. Carvalho 83. mín.), Willian og Jiménez. Ónotaðir varamenn: Rodák, Ream, Lukic, C. Vinícius og Francois.
Mark Fulham: Issa Diop (77. mín.).
Gul spjöld: Tom Cairney, Issa Diop og Harry Wilson.
Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah, van Dijk, Gomez, Elliott, Mac Allister (Jones 67. mín.), Gravenberch (Clark 83. mín.), Gakpo (Konaté 83. mín.), Núnez (Jota 67. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Alisson, Robertson, McConnell, Beck og Nyoni.
Mark Liverpool: Luis Díaz (11. mín.).
Gult spjald: Caoimhin Kelleher.
Áhorfendur á Craven Cottage: 24.320.
Maður leiksins: Luis Díaz. Fyrir utan að skora frábært mark, sem þegar upp var staðið kom Liverpool áfram, var hann alltaf að í framlínunni.
Jürgen Klopp: ,,Að koma hingað í kvöld og komast áfram er magnað. Það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu í þessum efnum. Við slökuðum aðeins á eftir hálftíma og þá opnaðist leikurinn. Við urðum að hafa fyrir því að ná úrslitasætinu og við hlökkum virkilega til þess að fara á Wembley."
Fróðleikur
- Liverpool komst í 14. Deildarbikarúrslitaleik sinn. Það er met.
- Liverpool hefur unnið keppnina níu sinnum sem er met.
- Liverpool mætir Chelsea í úrslitum Deildarbikarsins sunnudaginn 25. febrúar.
- Þetta verður níundi úrslitaleikur Liverpool á valdatíð Jürgen Klopp.
- Luis Díaz skoraði sjöunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann hefur aldrei skorað fleiri mörk frá því hann kom til Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan